Stundin - 01.10.1940, Blaðsíða 4

Stundin - 01.10.1940, Blaðsíða 4
4 STUNDIN væri allt þetta manni, er allir litu illu auga og eng- inn vildi neitt gera fyrir? En Grindvíkingar vilja allt fyrir Einar 1 Garöhúsum gera. Það er hamingja hans og máttur. Svo á hann sex börn, þrjá uppkomna syni, þrjár vaxnar dætur. Hann er orðinn afi fyrir mörgum árum. Og hann er upp með sér af því að vera orðinn afi, enda skapaður til þess vegs- auka, því að allir afar eiga að vera stuttir og feitir, hnellnir og fyndnir karlar. En auk alls þessa á Einar líka húsfreyjuna í Garðhús- um, Ólafíu Ásbjarnardóttur frá Innri-Njarðvíkum. Hún er ættmenni Jóns Sigurðs- sonar forseta og gengur hægt og hljótt um húsið, sem er hennar ríki. Einar í Garðhúsum hef- ur stundum verið nefndur 1 spaugi síðasti konungur Suðurnesja, en það er rangt að því leyti, aö um konimga framtíðarinnar getur eng- inn vitað. Hitt er rétt, aö honum mun þjóðfélagslega svipa meira til fylkiskon- unganna fornu en nokkrum öðrum núlifandi íslendingi. Hann ræður fyrir sinni sveit með meiri röggsemi og minni íhlutun annarra en nokkur annar sveitarhöfð- ingi hér á landi. En hann er skynugur maður og flík- ar þessu ekki, af því hann veit, að fólki finnst óþægi- legt að vita af einhverjum. sem hefur yfir því aö segja. Hið ímyndaða sjálfsforræði hin stjórnarfarslega sjálfs- blekking hefur jafnan gef- izt bezt í þessum háværa heimi. Ef allir væru sann- færðir um óskert frelsi og athafnasvið myndi engum finnast sport í því að lumbra á öðrum, og þá væri líklega ekkert stríð!-----í Grindavík er ekkert stríð! Það var komið undir því, að á þessum skaga sést varla stingandi strá nema á örmjóu kögri á blá strönd- inni. Það eru djúp von- brigði og bitur sársauki í því fólginn að detta með berar hendurnar niður á móbrúnt og egghvasst brunagrjótið á veginum, — en kannske ekki nema mak- leg hefnd fyrir óvarfærn- ina. Menn eiga ekki að vera aö horfa á sólarlagið og töfrandi liti mosans í hraun inu, þegar þeir aka vondu mótorhjóli um vondan veg. En nú var ég kominn til Grindavíkur, og er ég kvöld, þegar ég kom til Grindavíkur, og ég var lam- inn af þreytu. Eg hafði orö- iö fyrir því óláni að detta nokkrum sinnum af rauöu, óásjálegu mótorhjóli, er var farkostur minn suöur um þessa yfirgripsmiklu eyði- mörk, sem við nefnum Reykjanes, án þess að gera okkur nokkra grein fyrir spurði um Einar var mér sagt, að hann væri 1 verzl- uninni. Þangað fór ég og fann hann, þar sem hann sat við skrifborðið sitt og telfdi viö einn vinnumanna sinna. Haföi andstæðingur Einars í taflinu gefið hon- um frúna í forgjöf, og þó mun ég hafa bjargað Suð- urnesjakónginum frá máti með komu minni. Hann bauð mér heim upp á kaffi. — Eg tefldi þetta aö gamni mínu. Mér finnst það hvíla mig, segir Einar. Það er há- vaðalaus íþrótt að tefla, og ég iðrast þess að ég skyldi / Gvindavik er mikili mó/arbáiaúdvegur. Báiarnir iiggja upp 17ið brjggju Einars í Garðfiúsum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.