Stundin - 01.10.1940, Page 18

Stundin - 01.10.1940, Page 18
18 STUNDIN Tekinn af lifi. Luis Companys, fyrrum for- seti Katalóníu-stjómarinnar. Franco lét taka hann af lífi fyrir skömmu. fötin hans séu alltaf vel pressuð, skyrturnar strokn- ar og skórnir gljáðir, hvettu hann til að fylgjast með tízkunni og veittu honum þá aðdáun, sem hann á skil- iö. En þú átt langvinnt og Ijúft starf fyrir höndum, þegar þú tekst á hendur aö sjá um búning manns, sem aldrei hefur hugmynd um hvernig bindið hans er á litinn. Áður en þú byrjar á þessu starfi, verðurðu að festa þér í minni, að hann er eins og mjúkur leir í höndum þín- um, og þú mátt aldrei nokk- urn tíma misnota traust hans á þér. Þú mátt aldrei kaupa handa honum föt, sem fara honum illa, vegna þess eins að þér þykja þau falleg á öðrum. Fimmtugur maður, feitur og sköllóttur, fer sennilega í hvern þremilinn sem þú færð honum, ef hann elskar þig, Þú værir bæði heimsk og harðbrjósta, ef þú létir hann klæða sig eins og kvik myndastrákling eða íþrótta fífl. Þú ert langtum frjálsari við kaup á fatnaði handa slíkum manni. Hann verð- ur sárfeginn, ef þú kaupir handa honum bindi, skyrt- ur, vasaklúta, sokka, nátt-' föt, því að honum leiðist. hvort sem er að fara í búð- ir. Það er ekki svo vitlaust að láta hann sjálfan kaupa för og nærföt. Þá finnst hon- um hann vera ákaflega sjálfstæður og sjálfráður um klæðakaupin. Þú getur alltaf sent fötin aftur til klæðskerans, ef þau eru ljót. Nærfatakaupin koma upp um innri mann hans. Þar geturðu orðið þess á- skynja, hvort hann hugsar mest um að þau séu þægi- leg og hlý eða hvort hann býr yfir leyndri feguröar- þrá. Skjallaðu hann eins mik- ið og þér er unnt. Öllum eiginmönnum þykir lofið gott. Láttu aldrei undir höf- uð leggjast, hversu lítilfjör- legt sem tilefnið kann að vera, að hrósa honum fyrir klæðaburð hans. Þetta er boðorð, sem ekki má brjóta, enda borgar sig að halda það. Þú verður hissa á því, hve aödáun þín gjörbreytlr honum. Þegar hann lítur í spegil, sér hann sjálfan sig eins og hann lítur út í raun og veru, af því að hann sér sig með þínum augum en ekki sínum, Jæja, lagsi, hreint ekki svo afleitt!” segir hann steinhissa. Framhald á bls. 40 Ung stjarna. Peggy Diggens féll það happ í skaut, að vera ein í hópi þeirra fáu telpna, sem árlega eru valdar úr „barnaskóla kvik myndakvenna” til að leika í kvikmyndum. Hún á meira að segja að fá að leika á móti Errol Flynn í næstu mynd hans.

x

Stundin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.