Stundin - 01.10.1940, Qupperneq 48

Stundin - 01.10.1940, Qupperneq 48
48 STUNDIN “ÞaS er sjálfsagt enginn svoleiðis staður til í Genúa”, hélt hún áfram. “Ja, — jú, — ætli — það — ekki”, sagði maður henn- ar hikandi. “Það er eins og mig minni að ég hafi heyrt hásetana minnast á það”. ‘En þú hefur þó aldrei komið þar”, sagði kona hans. “Aldrei!” sagði vélstjórinn og lagði mikla áherzlu á orðiö. “Þessi andstyggilegi fugl sagði að þú hefðir drukkiö þig út úr fullan”, sagði frú Gannett alvörugefin, “að þú hefðir mölvað lítið borð með marmaraplötu, barið tvo þjóna. og þér mundi hafa verið stungið í svarthol- ið. ef skipstjórinn á Pursuit hefði ekki komið þér úr klípunni. Finnst þér ekki andstyggilegt af páfagaukn- um að segja þetta?” “Svívirðilegt!” sagði vélstjórinn hásri röddu. “Eg gæti bezt trúað, að það sé ekkert skip til, sem heitir Pursuit”, sagöi frú Gannett. “Það ímynda ég mér líka”, muldraði vélstjórinn. “Jæja, nokkrum dögum síðar sagði hann að Curlew væri í Neapel”. “Eg fór aldrei í land meðan við vorum í Neapel”, flýtti vélstjórinn sér að skjóta inn í. “Annað sagði páfagaukurinn”, sagði frú Gannett. “Trúirðu fjandans páfagauknum betur en mannin- um þínum?” öskraði vélstjórinn og stökk á fætur. “Auövitað datt mér ekki í hug að trúa honum, Jem”, sagði kona hans. “Eg er að reyna að sýna þér fram á, að páfagaukurinn var skreytinn, en það er svo erfitt að sannfæra þig um þaö”. Gannett tók litla pípu upp úr vasa sínum, hreinsaöi ' hana af mikill kostgæfni og blés í hana. “Það var stúlka, sem seldi ávexti rétt við höfnina”, sagði frú Gannett, ”og þetta kvöld keyptirðu af henni fíkjur fyrir tuttugu og fimm aura og reyndir svo að kyssa hana, en kærastinn hennar var þar í nándinni og ætlaði að reka í þig hníf. Páfagaukurinn sagði, að þú hefðir orðið svo yfir þig kominn af skelfingu, að þú hefðir fleygt þér í sjóinn og næstum veriö drukknaður. Gannett var nú búinn að láta í pípuna, kveikti vand- lega í henni og var nú svo óvenjulega hirðusamur aö fara með brunnu eldspítuna yfir aö arninum og fleygja henni í glóðina. “Hann hræddi mig svo með þessum sögum sínum, að ég vissi varla hvað ég átti af mér aö gera”. hélt frú Gannett áfram. “Þegar þú varst 1 Suez—” Hjá mér þig bið ég blífa blítt fyrir utan grand. Ei skol’tir auð né forðann, ek em bóndi að norðan, hafandi hús og land”. Glöggt þegar gerðist þetta gestíkúlerande, auðgrund sig upp nam rétta, andsvar og gaf í té: “Sæll kominn fjöll ogfjörðu, föl skal með þar til gjörðu hönd mín. Það held ég sé”. Þá mátti margan finna, mjög sem varð hér við fár. Þar nægir eitt að inna, áður sem skrifað stár. Ýmsum nam sorgin svella svolítið meir en ella. Svo mæðast mannsins þrár. Sízt lát þó sút oss mokka, svo skrifast lífsins strik. Einn gekk við íbenstokka, annar við kollótt prik. Lífs vors að lágum paldri læðist þó syndin aldri með holdsins fýsna fnylt. Vér biðjum bljúgu hjarta og blessum mann og frú, þau fái framtíð bjarta og fé og sæld í bú. Undir guðs Fótarfæti þau finni eitt herlegt sæti og viljug vinnuhjú. Svo blessist hús og hagi, hlaðvarpi og neyzlulind. Öll skepnan arðsemd plægi og svo kollótt sem hymd.

x

Stundin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.