Stundin - 01.10.1940, Side 41

Stundin - 01.10.1940, Side 41
STUNDIN 41 Nokkur félög æskufólks efndu til fundar um daginn liér 1 bænum. t Fundarmönnum var öllum ljós þessi hætta og sam- þykktu ályktanir, sem bera það ljóslega með sér. — Á sama hátt veröur nú öll þjóðin að gera sér grein fyrir þessu. — Maður við mann, hendi viö hönd um allar byggðir -— verða að' leggjast á.eitt: Frelsi og fullveldi þjóðarinn- ar, hvað sem það kostar. Við höfum fyrir löngu gert okkur það ljóst, að aðeins sem sjálfstæði þjóð getum við rækt köllun okkar, og á meðan nokkur helg hugsun er virt í þessum heimi, og sæmd og drengskapur eru taldar dyggðir, og meöan íslenzk mold hvílir í skauti byggöanna og öldur úthafs- ins “þvo hin skreipu sker”, — munum við standa vörð um helgidóm hinnar íslenzku þjóðar og leggja líf okk- ar við hennar líf. Frakkar verða nú að hafa með sér matarseðla sína á veit- jngahúsin, annars er tilgangslaust að biðja um mat, þótt pen- lngar séu nægir. Myndin er frá Vichy, aðseturstað Pétain- sijórnarinnar. Hvernig áttu að klæða manninn þinn? hans einu sinni í viku til pressunar og þau gráu næstu viku, — hvort sem þau þurfa pressunar við eöa ekki. Láttu pressa hattimi hans einu sinni á mánuði. Láttu hann hafa skóbursta og annað, sem þarf til skó burstunar og sjáðu um að hann bursti skóna sína vandlega á hverjummorgni. Sjáðu um, aö það vanti ekki tölur í skyrturnar hans, að ermalíningarnar séu ekki trosnaðar og flibbinn hreinn. Hældu honum áður en hann fer að heiman að morgninum og taktu úr út- troönum vösum hans tó- baksbauka, pípur, bréf, teygjur, seglgarnsspotta, blýanta, hnífa, lykla og töl- ur. Lofaöu honum aö ganga í gömlu peysunni og mölétnu inniskónum, þegar hann er heima við. Það gerir ekkert til, þótt nágrannarnir sjái hann í þessu, — einhver réttindi verður maðurinn að hafa á sínu eigin heimili. Þessi maður þarfnast þín miklu fremur en hinn, sem er smekkvís um búning. Þú mátt ekki hlæja aö honum og láttu þér aldrei detta f hug aö kenna í brjósti um sjálfa þig. Það er á þínu valdi, hvort maöurinn þinn er vel búinn eöa gengur um eins og hræða úr skopblaöi. Beittu vel því valdi, sem þér hefur hlotnazt.

x

Stundin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.