Stundin - 01.10.1940, Blaðsíða 33
STUNDIN
33
FRÖNSK EYJA, SEM BRETAR LÖGÐU Á HAFNBANN
Þessi hafnarbær er á frönsku eyjunni Martinique er liggur um ellefu hundruð og sextíu
sjómílur suður frá Panama-skurði. Um það leyti, sem Frakkland gafst upp, lá franska flug-
vélamóðurskipið Beam í þessari höfn, og náðu Bretar því á sitt vald. Skipið var hlaðið flug-
vélum er franska stjórnin hafði keypt í Bandaríkjunum.
sinum tíma ráku á land í
Reykjavík.
Við, sem nú lifum eigum
hvarf og gleymsku þessara
minja að kenna vanhiröu
fortíðarinnar. Og hversu fá-
nýtir og þýðingarlausir,
sem þeir kunna aö vera í
margra augum, þá munaði
okkur svo sáralítiö um aö
halda þeim til haga svo
þunga og umsvifamikla bú-
slóö, sem viö flytjum eftir
akvegi aldanna. Þaö er til-
gangslaust aö sakast um
vanhiröu forfeöranna. Glat-
aö er glataö og þaö kemur
aldrei aftur. En hverju
og hverju eigum viö aö
halda til haga fyrir óborna?
Það er mikil spurning.
í hundraö ár hefur ís-
lenzka þjóöin dáö ljóö og
nafn og minningu Jónasar
Hallgrímssonar umfram
önnur skáld. Og í hundraö
ár höfum viö látið það óá-
talið, aö bein hans lægju í
framandi mold undir bein-
um af dönskum slátrara. Og
þetta er þó skáldiö, sem orti
fegurstu ljóöin um íslenzk-
an gróöur, íslenzka mold og
íslenzkt mál. En í heila öld
hafa þó landar hans ekki
megnað aö foröa beinum
hans heim og leggja þau í
íslenzkan jarðveg.
Fyrir tuttugu árum lézt
einnig í Danmörku ungt og
efnilegt íslenzkt skáld. Þaö
var Jónas Guölaugsson. AÖ
honum stendur mikill ætt-
bálkur og margt efna- og
áhrifafólk, en þeir efnuöu
ættingjar hafa þó ekki haft
manndóm til aö foröa bein-
um þessa frænda síns.
Leiði Jónasar Guölaugs-
sonar er glataö í gamla
kirkjugaröinum á Skagen,
sandi orpiö og horfið um
aldir alda. En rétt utan viö