Stundin - 01.10.1940, Blaðsíða 35
STUNDIN
36
SAGA AÐ VESTAN
ur. Varð nú stutt þögn, en þvínæst heyrð'u þeir aftur til
Jóa, og var hann heldur stirðmáll, en enginn heyrðist
svara. Nú fór þeim ekki að lítast á blikuna. Skyldi tog-
arinn ekki vera þýzkur? “Reyndu ensku á mannfjand-
ann”, kallaði annar þeirra yfir boröstokkinn. “Have
you whisky?” heyrðu þeir að Jón sagði, en svo gall við
sami hláturinn og virtist aldrei ætla^aö linna.
Nú skipti engum togum. Pokarnir komu fljúgandi
yfir borðstokkinn og Jói á eftir: “1 land, í land!” And-
litið var afmyndað af æsingi. Þaö var enginn tími til
spurninga en róið lífróöri út í myrkriö.
Er þeir höföu róið stundarkorn, lögöu ræðararnir
upp árar og tóku að spyrja Jóa. Hann svaraöi engu
lengi vel, en húkti lúpulegur í skutnum. Loks stundi
hann þó upp: “Þetta var varðskipið Þór”. Þeir spuröu
nú einskis framar en réru hljóölega til lands. Jói tók
af þeim hátíölegt loforð um aö segja ekki neitt og láta
sig skýra frá málavöxtum. En þeim, sem komu fagn-
andi niöur aö fjöruboröi til aö taka á móti bátnum,
sagöi hann aöeins þetta: “Þeir sögðust ekkert eiga,
helv.... þau arna!” Síðan skundaöi hann burt og þótti
engum kynlegt, aö hann væri skapillur, því aö þaö
voru allir.
Um morguninn var ekkert skip á höfninni, og treysti
nú Jói þagnarheitiö. Þorpsbúar vissu því aldrei, hvaö
gerðist þessa vetrarnótt. Þeir vita þaö ekki enn.
Fyrir 3 árum sat ég við drykkju í Reykjavík ásamt
nokkrum Vestfiröingum. Viö skemmtum okkur við æv-
intýrasögur af sjálfum okkur og ákváðum verölaun fyr-
ir þá beztu. Einn þóttist enga kunna, en sagöi að lok-
um þessa — og hlaut verölaunin. Hann haföi veriö
annar háseti Jóa á þessari næturför. Auövitaö baö hann
okkur fyrir söguna, en ég skeyti því ekki lengur. Von-
andi verður hún til varnaöar þeim, sem róa út í tog-
ara aö næturlagi meö vettlinga, sokka og gæruskinn.
eldri kynslóöarinnar í land-
inu gætir jafnan einhvers
hátíðleika, er nafn hans er
nefnt. NiÖja á hann marga
og efnaöa, er vafalaust hafa
allan hug á, aö skáldið og
ráöherrann týnist ekki úr
ættinni. En hverjum hefur
komiö til hugar aö halda til
haga skriffærum Hannesar
Hafsteins, einkabókasafni
hans, skrifboröi og öörum
munum, er stóöu störfum
hans nærri, og koma þess-
um hlutum fyrir á einum
og sama stað meö líkum
hætti og þeim var raðaö
meöan eigandans naut við.
Vinnuherbergi látinna stór-
menna eiga aö' standa ó-
hreyfö sem minjasöfn og
vera opin almenningi til
sýnis óöar og sársaukinn
um hvarf þeirra er liðinn
hjá. Hve margir myndu
ekki vilja litast um á skrif-
stofu Hannesar Hafsteins
eöa Jóns Sigurössonar for-
seta, Einars Benediktssonar
skálds o. s. frv. Og ef við
hyrfum hundraö ár fram í
tímann myndum viö áreiö-
anlega hitta fyrir fólk, er
heföi ánægju af að skyggn-
ast um á vinnustofu Jónas-
ar frá Hriflu, Davíðs Stef-
ánssonar, Halldórs Laxness
og Hermanns Jónassonar
svo nefnd séu nöfn á háum
trjám í furuskógi samtíöar-
innar.
Hverjir eru þeir hlutir, er
íslendingar eftir hundraö
ár hafa handa á milli, sem
anda til þeirra minningunni
hm þjóöhátíðina 1930.
Nokkrar daufar ljósmyndir,
gulnaöar af elli, nokkur
rykfallin óraunhæf málverk
og spanskgrænir koparpen-
ingar. Kannske eitthvaö
fleira, en þaö er alltof fátt.
Þá pranga frímerkjasalarn-
ir með verðmæt frímerki
frá alþingishátíöinni, en
leikbúningarnir frá hátíð'a-
höldunum e. t. v. glataö-
ir. Færeyski fáninn, sem í4
allri auömýkt sinni hafði
hér um bil truflaö sálarfriö