Stundin - 01.10.1940, Blaðsíða 45
STUNDIN
45
að legubekkurinn var volg-
ur, svo að ég skammaði
hann aftur”.
“Hann hefur látið sér
segjast við þaö?”
“Ekki aldeilis”, svaraði
Brown. “Næst þegar ég kom,
þá stóö harin við legubekk-
inn og var að blása á hann
til að kæla hann”.
Endurfuiidir.
Hermaður frá Búlgaríu hittir
frænku sína í Dobruja. Þau
höfðu ekki sézt í 17 ár, en nú
létu Rúmenar Dobruja héraðið
af hendi við Búlgara um sama
leyti og Rússar tóku Bessara-
kíu. ' Dobruja er meirihluti í-
húanna af búlgörskum ættum.
ist. Þaö er enginn eiginmaður á hælunum á þeim svona
níu til tíu mánuði á ári”.
Skjpið blés 1 þriðja sinn, áður en veslings vélstjór-
inn gat komið orðum að því, sem hann ætlaöi að segja,
og þær flýttu sér aö kveðja og hröðuðu sér í land. Vél-
síminn hringdi og Curlew þokaðist frá hafnargarðin-
um og stefndi út úr kvínni.
Konurnar horfðu á eftir skipinu, unz það beygði fyr-
ir nes og hvarf sýnum. Frú Gannett gekk hægt heim-
leiðis. Henni fannst óljóst sem hún hefði misst eitt-
hvað, en vinkona hennar fullyrti að þetta stafaði bara
af því, að hún hefði misst af kaffinu.
Nú komu daprir og tilbreytingalausir dagar fyrir frú
Gannett, en það var helzt tunglskin í tómlætinu að
frú Cluffins leit einstaka sinnum inn. /Það var lítil
skemmtun aö páfagauknum, því að hann var enn svo
orðljótur, aö frú Gannett varö aö geyma hann í gesta-
stofunni og hafa dúk yfir búrinu mestallan daginn.
Aumingja páfagaukurinn var að velta því fyrir sér,
hvort daginn mundi ekki fara að lengja bráðum. Frú
Cluffins stakk upp á því að selja fuglinn, en vinkona
hennar hafnaði afdráttarlaust öllum slíkum uppástung-
um, jafnvel boði veitingamannsins á horninu, sem hafði
komizt á snoöir um orðbragð páfagauksins og vildi
endilega kaupa hann.
“Þaö veröur gaman aö heyra, hvaö þessi blessaöur
fugl segir manninum þínum”, sagöi frú Cluffins einu
sinni, þegar þær sátu saman, þrem mánuðum eftir
brottför Curlew.
“Hann hefur vonandi gleymt þeirri vitleysunni”,
sagöi frú Gennett og roönaði upp í hársrætur. “Hann
minnist aldrei á það, þegar hann skrifar mér”. '
“Seldu páfagaukinn”, sagði frú Cluffins, einbeitt á
svip. “Þú hefur hvorki gagn né gaman af honum, og
Hobson gamli borgar vel fyrir hann”.
Frú Gannett hristi höfuðið. “Maðurinn minn yrði æf-
ur, ef ég geröi baö”, sagði hún.
“O. sussu. nei”, sagði frú Cluffins. “Gerðu nú eins og
ég segi þér, og sjáðu til hvernig fer. Eg sagði Cluffins
aö láta Hobson gamla vita, aö hann gæti fengið fuglinn
fyrir fimm pund”.
“Nei, það get ég ekki gert”, sagði vinkona hennar
dauðhrædd.
“Láttu mig um þaö”, sagði frú Cluffins kotroskin.
“Allt í lagi, góöa mín”.
Hún lagði hendina á öxl vinkonu sinnar, leiddi hana