Stundin - 01.10.1940, Blaðsíða 36

Stundin - 01.10.1940, Blaðsíða 36
36 STUNDIN þessarar virðulegu sam- komu, með því að gægjast hæversklega að húni í fána- skógi þjóðanna, er þegar gleymdur og eflaust týndur. Ræðustóllinn, sem forsætis- ráöherrann, Tryggvi Þor- hallsson, steig í til þess að leiðrétta málfar konungs- ins, sem vildi af veikum mætti mæla á íslenzka tungu, er víst brotinn, brunninn og týndur. Það var þó merkilegur stóll. Svo minnzt sé atburðar, sem skömmu er liðinn, leyfi ég mér að spyrja: Var nokkrum hlut haldið til haga, er var notaöur við há- skólavígsluna hér í vor. Það var þó merkis atburður í menningarsögu þjóðarinnar Þar gafst lærðum mönnum kostur á að hlusta á sjálfa sig mæla fornum tungum. Sú vizka sveif út í vorgol- una og hvarf. Hátíðaljóð Jakobs Smára getur þjóðin lesið um ókomin ár. Senni- lega er það sæmilegt kvæði, þó mér finnist það sára ó- merkilegt. Og í sjálfu sér rýrir það ekki gildi kvæöis- ins, né varpar skugga á skáldskapargáfu Smára, þó ég líti svo til, að sjálft vígsluvatnið, ef um nokk- urt vígsluvatn er aö tala, hafi verið miklum mun merkilegri minjar frá vígslu háskólans. Það ber allt að, sama brunni: Hlutirnir mæla skýrustu máli, og þá á að varðveita. Ræktarleysi og vanhirða Framhald á næstu síðu. Frídfínnur Ólafsson: Það hefur verið sagt af vitrum mönnum, aö sjálf- stæðið væri það fjöregg þjóöanna, sem öll þeirra vel- megun, efnaleg sem andleg, hvíldi á, þaö Iöunnar epli, sem sífellt héldi þjóðunum vakandi, hugsandi um heill sína og sæmd. — Sagan sýnir okkur svo ljóslega mörg dæmi þess, hve ættjaröarástin hefur verið heit, hversu þráin eftir sjálf- stæði hefur átt djúpar rætur í hug og hjörtum, og hversu baráttan fyrir frelsi og fullveldi hefur risiö hátt, og hversu óbreyttur liðsmaöur getur oröið hetja og dýrlingur í augum þjóðar sinnar, ef eldmóður hans, djörfung og þrek hrífur meö sér hina hljóðu fylkingu, sem venjulega fylgir foringjum sínum trúlega í slíkri frelsisbaráttu. — Við íslendingar þurfum í rauninni engar sögusagnir um það, hvaö það sé að berjast fyrir frelsi og sjálf- stæði. — Frelsisbarátta okkar sjálfra stóð í margar aid- ir, misjafnlega hörð, en þó ávalt vakandi, og þeir, sem okkur eru kærastir úr okkar eigin sögu, eru einmitt þeir, sem gátu sér ódauðlegan orðstír í þeirri baráttu. — Og þegar við loks öðluöumst frelsi og fullveldi ár- ið 1918, fannst okkur, aö viö heföum himin höndum tekið. Grasið varð grænna, himininn fegurri og blárri, jökl- arnir hreinni og niður fossanna breyttist úr ógnandi þrumurödd í djúpan þróttmikinn bassa hins hrausta og frjálsa. Þjóðin öll fylltist nýrri trú á landið og fram- tíðina, á mátt moldarinnar og aflasæld úthafsins. Og það er kunnara en frá þurfi að segja, að á þessum tæpu 22 árum, sem síðan eru liðin, höfum við stigið stærri spor 1 framfaraátt, heldur en við gerðum á þeim þúsund árum, sem liöin voru frá upphafi sögu vorrar í þessu iandi. — Land og lýður hefur öölast nýjan svip, — þjóðin hef- ur rétt sig úr sultarkeng dönsku einokunarverzlunar- innar og ber nú höfuðið hátt eins og frjálsum mönnum sæmir. — — En íslenzkur málsháttur segir aö ekki sé auðveld- ara að gæta fengins fjár en afla þess, og ef til vill' fara nú þeir tímar í hönd, er vér fáum (að reyna sannleika þessara orða. Við höfðum öll vænzt þess, að við mynd- um öðlazt sjálfstæði okkar aö fullu á annan hátt en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.