Stundin - 01.10.1940, Blaðsíða 7
STUNDIN
7
horfs hér í Grindavík í yðar'
ungdæmi?
— Það var mikil íátækt
og miklu færra fólk. Þá
voru hreppsbúar um 250, en
eru nú hátt á fimmta
hundrað. Hér var þá engin
verzlun og samgöngur allar
hinar erfiðustu. Það var
ekki fyrr en 1917, að akveg-
ur var lagður til Grindavík-
ur — og aldrei hefur nokk-
ur vegur breytt lífsmögu-
leikum nokkurs þorps eins
til betri vegar. Mér er í
barnsminni, þegar Grind-
víkingar báru flestar nauð-
synjar sínar á bakinu frá
Keflavík, en það er um 20
kilómetrar. Jafnvel voru
dæmi þess, aö fólk bar salt
á bakinu frá Keflavík til
fiskverkunar í Grindavík.
Hver trúir þessu nú, og síð-
an eru þó að eins 40—50 ár.
Og vegna fátæktar áttu
Grindvíkingar ekki upp á
háboröið í Keflavíkur-verzl-
unum og urðu ósjaldan að
híma þar viö búðardyrnar
hálfa og heila dagana áður
en þeir fengju áheyrn, sem
eins vel gat falið í sér full-
komna synjun um úttekt og
úrbætur. Svona var þetta
þá. Ungur fylltist ég beizkju
og uppreisnaranda gegn
þessum viöskiptaviðbjóði og
ákvaö að gera þaö, sem ég
gæti til að bæta úr þessu
böli sveitunga minna. Þess-
vegna, og fyrst og fremst
þess vegna, setti ég á stofn
fyrstu og einu verzlunina í
Grindavík. Svo er það ann-
Framh. á næstu síðu.
Páfagaukurinn.
Þriðji vélstjóri horfði spyrjandi á hann.
“Það er nefnilega svoleiðis, að ég hef beöið kerlin{,-
una, sem á húsið, aö líta eftir henni”, sagði fyrsti vél-
stjóri. “Konan mín er ,úr sveit, og hún er ung og ó-
reynd, svo að mér finnst nauðsynlegt að láta einhverja
reynda og ráösetta konu hafa auga ,á hefíni”.
“Hefurðu sagt henni frá þvi?” spurði Rogers.
“Nei”, sagði hinn. “Svoleiðis er, að mér hefur dottið
anzi gott ráð í hug. Eg ætla að segja henni, að páfu-
gaukurinn sé töfrafugl, sem segi mér allt, sem hún
'gerir, þegar ég er fjai*verandi. Og svo læt ég hana halda
að páfagaukurinn hafi sagt mér allt, sem kerlingia
fræðir mig á. Hún er búin aö lofa mér því hátíðlega
að fara ekki út eftir klukkan sjö á kvöldin. Ef hún
svíkur loforðið, þá segir kerlingin mér það undir eins,
og ég ætla að láta sem páfagaukurinn hafi sagt mér
það. Firmst þér þetta ekki nógu slungiö?”
“Slungið?” sagöi þriðji vélstjóri og glápti á hanu.
“Slungið? Að láta sér detta í hug að ætla að telja fuil-
orðinni konu trú um svona dellu!”
“Hún trúir á huldufólk og drauga og allt þess hátl-
ar”, sagði fyrsti vélstjóri, “og því skyldi hún þá ekki
eins trúa þessu?”
“Þú færö aö reyna, hvort hún trúir því eða ekki,
þegar þú kemur aftur”, sagöi Rogers. “En ég kenni í
í brjósti um páfagaukinn. Þetta er svoddan snillikjaft-
ur á honum”.
“Við hvað áttu?” sagði hinn.
“Eg á við þaö, aö hann verður ábyggilega snúinn ur
hálsliðnum”, sagði þriðji vélstjóri.
“Við sjáum til”, sagði Garnett. “En fari svo, þá veit
ég hvernig í öllu liggur”.
“Þennan fugl sé ég aldrei framar”, sagöi Rogers tg
hristi höfuðiö, þegar fyrsti vélstjóri tók búrið og rétti
þaö brytanum, sem átti að bera þaö heim til hans.
Þeir löbbuðu saman sem leið lá frá höfninni og upp
í bæinn. Feröin gekk slysalaust að öðru leyti en !þ\í,
að brytinn missti búrið í götuna og páfagaukurinn hafói
slíkan munnsöfnuö í frammi, að vélstjórinn lenti í
hörkurifrildi við lögregluþjón um það, hvort hann ætti
aö bera ábyrgö á oröbragði páfagauksins.
Þegar heim kom, tók vélstjórinn við búrinu og bur
það meö hálfum huga upp í dagstofuna og setti ,það
á borðið. Frú Gannett, sem var brúneyg, bamaleg og
auðsveipin kona, klappaði saman lófunum af kæti.
“Finnst þér hann ekki fallegur?” sagði Gannett og