Morgunblaðið - 19.12.2008, Side 1

Morgunblaðið - 19.12.2008, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 9. D E S E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 347. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is ÁGÚSTA EVA ERLENDSDÓTTIR SYNGUR SAMBA Á PORTÚGÖLSKU KNATTSPYRNULANDSLIÐIÐ KARLA Hefur ekki staðið betur í fimm ár Leikhúsin í landinu >> 41 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is ÚTLIT er fyrir að um 150 milljarðar króna falli á íslenska skattgreiðend- ur vegna uppgjörs þrotabús Lands- bankans. Kröfuhafar á bankann, aðr- ir en innstæðueigendur, geta ekki búist við að fá greitt. Þetta var op- inberað nýlega á fundi skilanefndar bankans með 8-10 hópum kröfuhafa. Takist ekki að selja eignir fyrir innlánum bankans munu íslenska ríkið, Holland og Bretland tapa fé vegna trygginga á innistæðum á Ice- save-reikningunum í útibúum bank- ans. Munurinn gæti numið ríflega þrjú hundruð milljörðum króna og áðurnefndir 150 milljarðar lenda þá á íslenska ríkinu. Þetta staðfestir Lárus Finnbogason, formaður skila- nefndar Landsbankans, en segir töl- urnar þó óljósar. „Sérstaklega þegar litið er til eignanna. Við höfum sett upp áætlanir. Seldum við allt á brunasölu núna fengjust sennilega innan við 50% af því sem hugsanlega fengist biðum við í fimm ár.“ Hann vill ekki fara nákvæmlega yfir þær tölur sem nefndar voru á fundinum með kröfuhöfum. „Við báðum kröfuhafana að skrifa undir yfirlýsingu um að upplýsingarnar væru í trúnaði. Við verðum að halda þann trúnað.“ Vilja neyðarlögunum hnekkt Lárus segir viðbúið að kröfuhafar fari í mál við ríkið til þess að hnekkja neyðarlögunum sem sett voru í októ- ber. Þau færðu þá aftar innlánseig- endum; þ.e. innstæðutryggingasjóð- um landanna þriggja, í forgangs- röðinni að fjármununum í bönkunum. „Þeir hafa ekki hótað því ennþá, nei,“ segir hann. „Það mun örugglega verða síðar.“ Hann segir að kröfuhöfum hafi átt að vera ljóst í hvað stefndi. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, frá því í nóvemberlok hafi staðið skýrum stöfum að ekki væru líkur á að eignir Landsbankans dygðu fyrir innstæð- um. „Hafi þeir lesið skýrsluna, sem þeir hafa örugglega gert, átti þeim að vera þetta ljóst.“ Næsti fundur með kröfuhöfum verður seinni hluta janúarmánaðar. Um 150 milljarða bakreikningur  Kröfuhöfum Landsbanka skýrt frá að þeir fái sitt ekki greitt  Talið að um 300 milljarða vanti upp á Icesave-skuldir Morgunblaðið/Golli Í HNOTSKURN »Allt að fjörutíu manns sátufund kröfuhafanna tíu með skilanefnd Landsbankans. Þeir funda aftur með nefnd- inni um miðjan janúar. »Kröfur breska, hollenskaog íslenska innstæðu- tryggingasjóðsins auk inn- stæðueigenda í Bretlandi sem áttu meira en 50 þúsund pund tilheyra forgangskröfum á Landsbankann. LÍFLEGT var í miðborginni í gærkvöldi en jóla- verslunin hefur gengið ágætlega þrátt fyrir kreppuna, að sögn kaupmanna. Í Kringlunni er aðsókn svipuð og í fyrra og segja kaupmenn sölu ganga ágætlega. Sömu sögu er að segja úr Smáralind. „Við erum að fá það sem við köllum Hennes & Mauritz-áhrifin, þau eru öll hér á landi núna,“ segir Henning Freyr Henningsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, og vísar í að jóla- verslun landans hafi nú færst heim. Að kaupa ís- lenskt virðist líka vera mörgum ofarlega í huga og verður starfsfólk hönnunarverslunarinnar Kraum vel vart við slíkt. Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmiður segir sömu sögu, en hjá honum er það íslensk úrahönnun sem heillar ferðamenn. Íslensku jólagjafirnar á uppleið Morgunblaðið/Golli  Margir telja sig vita að of mikil sykurneysla geti valdið óeirð í krökkum, þau fái jafnvel ofvirkni- kast. En að sögn British Medical Jo- urnal er um hugarburð að ræða. Gerðar voru alls 12 tilraunir und- ir eftirliti vísindamanna. Ekki mældist neinn munur á hegðun barna sem fengu sykur og hinna sem engan fengu, ekki heldur í til- raunum þar sem ofvirk börn voru meðal þátttakenda. En ef barnið fékk drykk sem sagt var að væri mjög sykraður en var í raun sykurlaus töldu foreldrarnir samt að barnið sýndi meiri óeirð en eðlilegt væri. kjon@mbl.is Meira súkkulaði, elsku stubburinn minn?  Poul M. Thom- sen, hagfræð- ingur hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, segist sjá „já- kvæð merki þess“ að áætlun sem sjóðurinn vinnur eftir ásamt íslenskum stjórnvöldum, við endurreisn íslenska hagkerfisins, geri gagn. Meiri stöðugleiki ein- kenni gjaldeyrismarkað. Thomsen segir að aðgerðirnar nú, skömmu eftir hrun bankakerfisins, taki mið af því að vera viðbrögð við „bráðri neyð“ í efnahagslegu tilliti. Gjald- eyrishöft og háir stýrivextir séu ill nauðsyn á fyrstu stigum end- urreisnarinnar. Þrátt fyrir jákvæð merki um virkni einstakra aðgerða sé enn langt í land. Thomsen hefur verið staddur hér á landi til að ræða við ýmsa aðila. »16 Aðgerðir Íslendinga við- brögð við „bráðri neyð“ ÁKÆRA á hendur Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni, Kristínu Jóhannes- dóttur systur hans, Tryggva Jóns- syni, Baugi Group og fjárfestingar- félaginu Gaumi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum á árunum 1998 til 2002 var birt í gær. Jón Ás- geir og Kristín eru ásamt foreldrum sínum eigendur Gaums, sem er aðal- eigandi Baugs. Jón Ásgeir er ósátt- ur. „Það lítur út fyrir að ekki sé sama hver á í hlut þegar gefin er út ákæra,“ segir Jón og bendir á að þeir sem sakaðir voru um að skulda meiri skatta en hann og komu að málum sem hann er ákærður fyrir sleppi. Tryggvi segir að ný ákæra í Baugsmálinu hafi ekkert með það að gera að hann hafi sagt upp störfum hjá Landsbankanum í gær. Morgunblaðið/ÞÖK Ný ákæra gefin út í Baugsmáli  Ákært fyrir skattsvik | 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.