Morgunblaðið - 19.12.2008, Page 23

Morgunblaðið - 19.12.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 JÓLABARNIÐ blundar í okkur öll- um, en augljóslega er misdjúpt á því. Á meðan sumir láta nægja að hrífast af jólaljósum ná- grannanna og bíða fram á að- fangadag með að setja jóla- tréð upp eru aðrir sem hreinlega tapa sér í jóla- gleðinni og vilja hvergi vera án þess að vera minntir á hátíðirnar fram undan. Þeir allra skreyt- ingaglöðustu láta ekki nægja að hengja upp greni- greinar, jólakúlur, ljósaseríur, jólasveina og aðrar jólafígúrur á heimili sínu heldur gera þeir slíkt hið sama á vinnustaðnum svo að þeir þurfi hvergi að fara á mis við jólagleðina. Þá er vandamálið að koma sér á milli þessara tveggja staða en jóla- skrautsframleiðendur hafa aldeilis séð við því. Þannig á enginn sem þyrstir í jóla- legt umhverfi að þurfa að sitja í einkabílnum óskreyttum. Víða á bensínstöðvum má fá ýmiskonar jólaskraut sem er sérhannað fyr- ir farartæki heimilisins eins og stuttleg könnun Morgunblaðsins leiddi í ljós. Raunar var víða orðið lítið eftir af slíku fínerí en á Shellstöðinni við Vesturlandsveg mátti þó í vikunni finna nokkurt úrval skrautmuna fyrir mælaborðið og framrúðuspegilinn, sem hér gefur að líta. Þá má ekki gleyma að minnsta mál er að nýta heimilisskrautið með þessum hætti; hver segir t.d. að ekki megi hengja upp venu- legar jólakúlur eða sveinka í stað ilmspjaldsins á framrúðunni eða leyfa tuskuhreindýrinu Rúdolf að hvíla á hillunni afturí? Þá herma þeir sem til þekkja að útséðir ökumenn nýti gjarnan jóla- seríur sem ganga fyrir venjulegum rafhlöðum í afturglugga bif- reiða sinna. ben@mbl.is Skyld’ að vera jólabíll? Morgunblaðið/Árni Sæberg Mælaborðsgreni Lítið upplýst jólatré sem hægt er að láta standa, hanga eða liggja að vild. Krónur 695. Aðventuljós Eiginlega að verða klassísk í umferðinni. Kosta 899 krónur. Brosa svo Smiley í jólabúningi. Gefur einnig ilm og er góður að kreista ef jólastressið er að taka bílstjórann á tauginni. Kostar 954 krónur. Bráðnar ekki Gefur góða lykt og hnapparnir og augun lýsa alla jafna. Kostar 850 krónur. Fjölmargt er hægt að gera sér til skemmtunar og fróðleiks í aðdraganda jóla og mögulegt að næra skilningarvitin með ýms- um hætti. Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um ein- hverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 5 dagar til jóla Borgarnes | Jólamarkaður er haldinn í 25. sinn í Borgarnesi en það eru jólasveinar og -meyjar í handverkshópi sem halda hann. Um tuttugu aðilar selja vörur sínar og kenn- ir margra grasa, allt frá smákökum og rab- arbarasultu til ýmissar handunninnar vöru. Bæði er um að ræða ýmsar jólavörur svo og sígildar vörur, t.d. útprjónaða vettlinga og leista. Þórunn Árnadóttir stendur vaktina í gamla Bónushúsnæðinu og segir rennerí vera þónokkurt. „Borgfirðingar ættu nú að vera farnir að vita að jólamark- aðurinn er haldinn á hverju ári, bara í mismunandi húsnæði.“ Hún segir ánægjulegt að í ár þurfi handverkshópurinn ekki að borga fyrir aðstöðuna, þar sem eigandi hússins sagði lán á húsnæðinu vera framlag til menningar- mála í Borgarfirði. Þórunn hefur opið alla daga nema sunnudaga til klukk- an 18 og vonast til að hitta sem flesta. „Það kemur mér í jólaskapið,“ segir hún brosandi. Jólamarkaður í 25. sinn Á morgun, laug- ardag, kl. 13 heldur dr. Terry Gunnell erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Í erindinu fjallar hann um trú og siði í kringum ís- lensku jólin í aldanna rás, frá heiðnum goðum, tröllum og álfum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina. Fyrirlesturinn er á ensku og er aðgangur ókeypis. Terry Gunnell er dósent í þjóð- fræði við Háskóla Íslands og býr ekki aðeins yfir mikilli þekkingu heldur einstakri frásagnargáfu. Fyrirlestur um íslenska jólasiðiÁ morgun, laugardag, kl. 13 fer hið árlega jólapakkaskákmót Hellis fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Gera má ráð fyrir að um 150-250 krakk- ar á bilinu 5-16 ára, bæði strákar og stelpur taki þátt í þessu móti sem hefur farið fram árlega síðan 1996. öllum krökkum er velkomið að taka þátt og er skráning á heima- síðu Hellis, www.hellir.blog.is. Jólaskákmót Á morgun, laugardag, verður Ný- lenduvöruverslun Hemma og Valda með styrktardag fyrir samtökin Blátt áfram. Stelpurnar í 3 röddum og Sprengjuhöllin verða á svæðinu og flytja nokkur lög, auk þess sem Bogomil og félagar flytja nokkur hinsegin jólalög. Styrktarkvöld STUTT Davíð Hjálmar Haraldssonsettist við laufabrauðsgerð eins og margir Íslendingar, en upplifun hans braust út í bundnu máli: Er vetrarbáran skreytir sker og skrýðist landið frera, löngum mér þá ljúfast er laufabrauð að gera. Ég brölti heim við bis og rog með bakstursvörur fínar í fjögur hundruð fimmtíu og fjórar kökur mínar. Hráefnin ég vó á vog. Um vit mér svitinn freyddi er fjögur hundruð fimmtíu og fjórar kökur breiddi. Ég hamaðist uns fékk ég flog en fréttirnar þó bar út: Ég fjögur hundruð fimmtíu og fjórar kökur skar út. Ég tengdi háf með trekk og sog því tólgin sauð og reykti og fjögur hundruð fimmtíu og fjórar kökur steikti. Við kliðmjúk vers og kertalog ég klæddi mig og skæddi og fjögur hundruð fimmtíu og fjórar kökur snæddi. Nú sífrandi ég sit með trog, sáran græt og væli og fjögur hundruð fimmtíu og fjórum kökum æli. Davíð Hjálmar gaf nýverið út Þriðju Davíðsbók sem hefur að geyma kvæði af ýmsu tilefni. Friðrik Steingrímsson las laufabrauðsbraginn, fannst eitt erindi vanta og orti í léttum dúr: Saddur Dabbi sat við trog samviskan þá beit’ann, fjögur hundruð fimmtíu og fjórum kökum skeit’ann. Loks Hallmundur Kristinsson: Einn með tár og ekkasog alla daga og nætur fjögur hundruð fimmtíu og fjórar kökur grætur. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af laufabrauði og Davíðsbók HRÍFANDI BÓK SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Ljúfsár ... hrífandi ... dramatísk og einlæg. Einar Falur Ingólfsson, Lesb. Mbl. Unaðslegt að lesa þetta ... virkilega góð bók. Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan AÐ DREPA MANN ... ÆVISAGA DAGS ÖRLAGASÖGUR Mögnuð skáldsaga um glæframenni og glæpi þeirra. „Glæpasaga handa hugsandi fólki.“ Katrín Jakobsdóttir, Mannamál. Ævisaga Dags Sigurðarsonar eins umdeildasta listamanns þjóðarinnar á 20. öld fær frábæra dóma gagnrýnenda. Áhrifamiklar frásagnir íslenskra kvenna af örlagaríkum atburðum í lífi þeirra. Ógleymanleg bók.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.