Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Page 66

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Page 66
leg, stíluð til stjórnarinnar og miðast við 1. janúar. Félagið getur á aðalfundi sínum kosið lieiðursfélaga (og styrktarfélaga). ef % atkvæða eru því samþykkir. Heiðursfélagar greiða ekki félagsgjöld. 4. gr. Stjórn félagsins skipa 5 meðlimir kosnir á aðalfundi: For- maður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnandi. 5. gr. Félagsfundir eru lögmætir ef % gjaldskyldra félagsmanna eru mættir Nú reynist fundur ekki lögmætur, má þá boða nýj- an fund skriflega með viku fyrirvara, og er sá fundur lögmæt- ur án tillits til hve margir mæta. Stjórnin er skyldug til að kalla saman fund, af 5 félagsmenn krefjast þess. 6. gr. Aðalfundur skal haldinn á tímabilinu 1. apríl til 1. júlí ár hvert, getur fundur þó breytt aðalfundartíma, ef sérstaklega stendur á. Til aðalfundar skal boðað skriflega með 3ja vikua fyrirvara. Fundurinn er lögmætur, ef /4 skuldlausra félags- manna eru mættir. Á aðalfundi skal kjósa í stjórn félagsins. Kosning skal vera skrifleg. Formaður er kosinn til 2ja ára og má ekki endurkjósast sem formaður næstu 2 ár. Aðrir stjórnar- menn séu einnig kosnir til 2ja ára og má ekki kjósa 2 þeirra í stjórn næstu 2 ár. Hlutkesti ræður hverjir 2 séu ekki kjörgeng- ir aftur í stjórn 2 árum eftir að ný stjórn er kosin. Kjósa má mann, er gengur úr stjórn sem formann. Fyrst skal kjósa for- mann, þá varaformann, þá ritara, þá gjaldkera og loks með- stjórnanda. Fái enginn meira en helming greiddra atkvæða, skal kosið aftur um þá, er flest atkvæð i hlutu og ræður þá ein- faldur meirihluti. Iílutkesti ræður, ef atkvæði eru jöfn. Aðal- fundur getur sett stjórnina af í heild með vantrausttillögu og þarf illagan % atkvæða fundarmanna á aðalfundi. Bndur- skoðaðir reikningar félagsins og félagssjóða skulu lagðir fram. 64

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.