Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 9

Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 9
7 ef þær skemtanir sem vér bjóðum eru þannig að jþær geti eitrað út frá sér, værum vér með því að leggja snörur fyrir ungdóminn, væri betur lieima setið. Út um landsbygðir og í smábæjum munu skemtisamkomur af ýmsu tagi vera aðal tekjugreinin. Vakandi ættum vér aö vera fyrir því að þær væru þannig að áhrif þeirra yrðu >til góðs. Skemtiskrá þeirra ætti að vera vönduð, hver bygð eða bær á meðal fólks vors á ýmsa hæfileika, er aldrei hafa notið sín, oft er leitað langt yfir skamt þegar til þess kemur að skemta á sam- komum, heppilegasta aðferðin mun ‘þó vera sú, að leggja rækt við og hagnýta þá hæfileika sem finnast heima fyrir og hvetja sem flest af voru ágæta unga fólki þannig til starfs. Eg vildi ekki skilja við þessa hlið rnáls míns án þess að þakka konum fyrir hve mikið þær eru fúsar til að leggja á sig til þess að innvinna félagi sínu litla peninga upphæð. Stundúm hefir mér ógnað live hart konurnar hafa unnið þó ágóðinn hafi ekki orðiö mikill peningalega. Oft hefir mér dottið í hug hvert vér mundum ekki græða á að ræða sameiginlega um aðferðir þær er hin ýmsu félög vor nota og lært þannig ef til vill, og fundið nýjar, heppilegri aðferðir. Öllum er það kunnugt t. d. þegar sala er hiöfð á heimatilbúnum mat, og konurnar standa sveittar og þreyttar við að matreiða hitt og annað er þær gefa á söluna og kaupa svo sjálfar annað hvert það sem þær sjálfar gáfu eða það sem einhver önnur gaf. Minna af kröftum færi til ónýtis ef í staðinn gæfum vér einhverja peninga upphæð í sjóðinn, en þá auðvitað liefðum ekki ánægjúna sem felst í því að vinna saman við þetta. — Sízt vildi eg með þessu kasta skugga á nokkrar réttmætar tilraunir til þess að ná saman peningum sem öllum er svo varið til góðs heldur aðeins að vekja oss til umhugsunar um livert á þessu sviöi, sem öðrum, sé ekki hægt að vonast eftir framförum. V. Að efla mentun og þekking kvenna, er síðasti liður itil- gangs félaga vorra, og hafa aðeins sum hinna eldri félaga þessa lagagrein. Flest kvenfélög liafa fundi einu sinni eða tvisvar í mánuði. í mörgum tilfeilum veit eg að konur hlakka til fundanna; út um landsbygðina er þetta ef til vill eina hvíldin og upplyfting er þreytta móðurin hefir frá hin’u endalausa erfiði sem landibúnað- inum er samfara. Rækt ættum vér að leggja við það aö hafa fundina uppbyggilega og skemtilega. Guðræknis-stund í byrjun fundar, starfi fundarins svo komið frá á stuttum tíma, þar á eftir uppbyggilegt prógram undir umsjón sérstakrar nefndar. Erindi þannig löguð að eölilegt væri að hafa úmræður um efni þeirra á eftir, upplestur, söngur o. fl. Allir meðlimir félaga vorra erú hæfir til að leggja sinn skerf til þannig lagaðra skemt- ana. Heppilegt fyndist mér að þetta bandalag semdi prógram fyrir skemtiskrá funda yfir árið sem félögin notuðu svo eftir vild.

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.