Árdís - 01.01.1935, Síða 12

Árdís - 01.01.1935, Síða 12
10 Aðallega miðuðu hreyfingar þessar, sem þegar hefir Terið getið, í þekkingar áttina. Konan krafðist frelsis að mega læra. Á “renaissance”-tímabilinu virðist sem dyr þekkingarinnar hafi konurn verið opnaðar nieð lítilli fyrirstöðu. Á þeim tíma (á fjórtándu öld) sá:;u konur á námsbekkju'm skólanna og kven- kennara rnátti finna í háskólum á ítalíu, Spáni og í Frakklandi. Kveniæknar voru einnig í öilurn þessum löndum, og auk þess kvenrithöfundar, skáld og fleira. En varanlegasti árangurinn af lærdómshreyfingu þessari, kvenþjóðinni til handa, var sá, að þá spruttu upp víða u'm öll hin latnesku lönd, nunnu-klaustur með skóla fyrir stúlkur. Voru margar þessar nunnur (eða kennarar) mjög vel að sér. Ömurlegt er aö þurfa að kannast við að kirkjan hafi verið sú stofnun, sem mest ibarðist á móti frelsi kvenna. Ekki aðeins hamlaði hún framför, heldur braut einnig á bak að miklu leyti Iþað frelsi, sem fengið var. Kirkjan var voldug á þeim öldum, og hafði mikil áhrif í stjórnmálum. Svo var það árið 1377, að háskól- inn í Bologna á ítalíu, þar sem konur höfðu áður bæði lært og kent, lét útganga ákveðið boð þess efnis, að aldrei framar skyldi kvenmanni leyft þar inn fyrir dyr, hversu göfug og heiðvirð sem væri. Eryti nokkur þetta boð, skyldi hún sæta þungri refsingu. Aðrir fóru að dæmi þessa skóla og loks voru allir háskólar aftur lokaðir kvenlþjóðinni. Um lok fimtándu aldar, eða um það leyti er Columbus fann Ameríku, var kvenfrelsisbaráttan komin í algleyming á Englandi. Þeir, sem þaðan fluttu síðar til hinnar nýju heimsálfu, fluttu stríð- ið með sér, því fulltrúar frá báðum hliðum fluttu' þangað. Naum- as-t voru nýbyggjar þeir búnir að koma sér fyrir í bjálka-kofunum fyrstu, þegar baráttan hófst á ný. Um hundrað ár var þrefað um það, hvort stúlkur rnættu læra landafræði, og þegar það var loks leyft, hvort sæmilegt væri fyrir stúlkur að nema eðlisfræði. Loks var það borgin Boston. sem lét undan hinni einbeittu mentunar- kröfu' kvenna, og stofnaði hinn fyrsta gagnfræðaskóla, þar sem konur áttu' aðgang jafnt körlum, árið 1826, eða fyrir rúmum hundrað árum síðan. En svo megnri móitspyrnu mætti hann, að eftir tvö iár, var hann aftur lokaður fyrir stúlkum, og enginn skóli leyfði stúlkum aðgang eftir það fyr en 1852, eða nærri þrjátíu árum síðar. Ári seinna, 1853, var stofnaður fyrsti háskóli í heimi síðan á renaissance-gullöldinni, sem veitti stúlkum aðgang jafnt sem piltu'm. Ekki þurfum við að seilast út fyrir okkar eigin þjóðflokk itil að finna sömu sögu. Fáar af mæðrum okkar og ömmum áttu kost á að koma inn fyrir skóladyr. Fæstar þeirra höfðu tóm tii að auðga anda sinn með miklum lestri. Jafnvel þar sem kringum- stæður voru þannig. á gamla landinu, að sonunum var komið tii menta, mátti dcttirin sitja heima, og þóttist góð, þegar hún fékk

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.