Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 14

Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 14
12 það vandasama verk, fáist ekki aðrir en þeir, er svo eru verki sínu vaxnir, að við getum trúað þeim fyrir börnunum okkar. Bn þá ber okkur, þegar slfkir kennarar erú fengnir, að sýna þeim kærleika og samúð í þessu sameiginlega verki þeirra og okkar. Kirkjuna má nefna, sem annan þátt í uppeldi hvers barns og þjóðar. Hennar hlutverk, að því er til uppeldis kemur, er að glæða það, sem af öllu er helgast í mannssálinni, hæfileikann til að komast í samband við Guð. Væri því fráleilit að hugsa sér að mæðurnar, sem mest elska börnin sín, beiti ekki kröftum sínum til að gera hana verki sínu vaxna og elski ekki af öllu hjarta þá stofnunina, sem æðsta hlutverkið hefir og á að leggja grundvöllinn að innræti og siðferði barnanna, og halda á lofti fyrir þeim fyrir- myndinni fullkomnu. Þar sem við eigum þá alla framtíð barna okkar og alla heill þjóðanna undir þeim mannfélagsstofnunum þremur, sem nefndar hafa verið, þá gefur að skilja hver ábyrgð hvílir á okkur að vaka yfir velferð þeirra. Til þess erum við konurnar þá einnig sér- staklega kallaðar, og er þá vel ef við notum þekking þá, er við nú höfum fengið, og stjórnarfarsleg réttindi, til þess að halda vernd- arhöndúm um þessar dýrmætu stofnanir. Enda mun þess full þörf, svo mikil hætta sem þeim nú öllum stafar af tíðaranda vorra daga. Heimilið er í hættu statt, vegna vaxandi vanhelgunnar á þeim helgidómi, og nýtízku kenningum um hjónabandið og nýjum siðum á heimilunum. Víða eru heimilin lítið annað en hús, þar sem fól'kið, sem að heimilinu stendur, etur og sefur. Til hjúskapar er einatt stofnað af mikilli léittúð og hjónaskilnaður færist í vöxt með hverjú ári. Það er skylda okkar kvennanna, að minsta kosti okkar, sem kristnar teljumst, að halda á lofti svipu reiðinnar yfir sérhverju því í löggjöf þjóðanna og siðvenjum mannfélagsins, sem miðar að því, að draga úr helgi heimilislífsins og eyða áhrif- um þess. Ekki mun síður þörf að vaka yfir skólunum. Ekki svo að skilja, að við ætlum okkur að segja fyrir um fræðslugreinir, sem 1 skólum eru kendar. En rétt og skyldu höfúm við til þess, að heimta, að í skólunum sé börnunum, með orðum og eftirdæmi, kent að bera lotning fyrir hugsjónum siðgæðisins og þar fái ekki líttþroskaðir oflátungar að hafa fyrir æskulýðnum siði og kenn- ingar, sem stríða í bága við það hið bezta, sem við mæðunrar leitumst við að innræta þeim á heimilunúm. Og loks mun oss mæðrum vera það skylt, fremur öllu öðru, að leggja kirkjunni alt það lið, sem við megum. Æði víða má sjá þess merki, að vondur veraldar-andi ásækir kirkjuna og sundrung og óvild draga úr starfskröftum hennar. En þó er kirkjan sú stofn- un, sem við hljótum að setja traúst okkar til. Eða hvort mættum við' hugsa til þess, að börn vor færu á mis við blessun þá, sem kirkjan hefir að færa þeim í nafni hans, sem forðum lagði hendur yfir smábörnin og blessaði þau?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.