Árdís - 01.01.1935, Page 15

Árdís - 01.01.1935, Page 15
13 Vér konur hins eldra tíma, erum þar komnar nú, að oss ber að taka systurlega saman höndum við konur hins nýja tíma. Þetta má sérstaklega til sanns vegar færa um okkur, íslenzku konu'rnar í Ameríku. Dætrum okkar eigum við að skila merkinu, sem okkar mæður skiluðu okkur, itil þess þær beri það miklu lengra fram, en okkur hefir auðnast að koma því. En okkur verður að skiljast það, að dætur okkar eigi að bera það á nokkuð annan hátt en við. Leggjum blessun okkar yfir þær, og biðjum að þær fái reynst jafn miklu betur en við, sem þær hafa meiri tækifæri og krafta til þess en við. Það má vera að okkur konunum sé ekki ætlað að vera fram- arlega í fylkingu lærisveina Drottins, og vel megum við því una, ef svipuð sæmd mætti falla í okkar skaut, sem konunum í læri- sveina hópnum fyrsta, sem síðasitar urðu til þess að víkja frá krossinum á föstudaginn langa, og fyrstar til þess að koma út til grafarinnar upprisu-morguninn. Ef við reynumst trúar Kristi, þá vegnar okkur vel í okkar verkahring, hvort hann er stór eða smár, og þá vinnum við ætlunarverk okkar þjóð og kirkju til blessunar.

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.