Árdís - 01.01.1935, Side 21

Árdís - 01.01.1935, Side 21
Syng mig heim! (9%ö) Syng mig heim til sæludala Sögu lands við notðurpól! Krýnd þar hátign hvítra sala Hefur reist sinn konungsstól. Syng mig heim til hrauns og hvera, Heim í móðurjarðar skaut, Þars í fangi bylgjur bera Bjartra kvelda gullið skraut, Syng mig heim til helgra lunda, Hljótt þars hvísla laufin smá. Þar sem ótal unaðs stunda, Er að minnast til og frá, Heim í skautið fríðra fjalla Fjóluhvamm og berja laut, Heim, þars söngva hljómar kalla Hug til sín frá dagsins þraut. Syng mig heim að vík og vogi Vestan sól og fjalla blæ, Þar sem frelsis friðarbogi Faldar gulli land og sæ. Heim þars fegurð himins lána Heiðtær vötn við dala lönd ; Heim þars fríðir firðir blána Fyrir kærri ættlands strönd.

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.