Árdís - 01.01.1935, Page 22

Árdís - 01.01.1935, Page 22
Syng mig heim — þars sterka strengi Stillir foss í gljúfra sal, Meðan sefgrænt saumar engi Silungsá í kyrrum dal. Syng mig heim að silfurskærri Svalalind við fjallsins rót, Þar sem blómin- bakka nærri Brosa döggvuð himni mót. Syng mig heim, þars svanir kvaka Sætum rómi í kvöldsins frið ; Þar sem undir tóna taka Tærir straumar býðum nið. Syng mig upp í öræfanna Unaðsdýrð og helgu ró, Þar sem Drottinn dásemdanna Döpru hjarta gleði bjó. Syng mig heim til sunds og eyja, Syng mig heim að Islands strönd ; Þar sem fjöllin bláfríð beygja Bjartan tind mót skýja rönd. Syng mig heim í helgisalinn, Hvít þars rós á leiði grær. — Syng mig heim í sæludalinn, Svali, stilti aftanblær. Maria G. Árnason.

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.