Árdís - 01.01.1935, Page 22
Syng mig heim — þars sterka strengi
Stillir foss í gljúfra sal,
Meðan sefgrænt saumar engi
Silungsá í kyrrum dal.
Syng mig heim að silfurskærri
Svalalind við fjallsins rót,
Þar sem blómin- bakka nærri
Brosa döggvuð himni mót.
Syng mig heim, þars svanir kvaka
Sætum rómi í kvöldsins frið ;
Þar sem undir tóna taka
Tærir straumar býðum nið.
Syng mig upp í öræfanna
Unaðsdýrð og helgu ró,
Þar sem Drottinn dásemdanna
Döpru hjarta gleði bjó.
Syng mig heim til sunds og eyja,
Syng mig heim að Islands strönd ;
Þar sem fjöllin bláfríð beygja
Bjartan tind mót skýja rönd.
Syng mig heim í helgisalinn,
Hvít þars rós á leiði grær. —
Syng mig heim í sæludalinn,
Svali, stilti aftanblær.
Maria G. Árnason.