Árdís - 01.01.1935, Síða 23

Árdís - 01.01.1935, Síða 23
21 íslenzkar frumherja konur. Eftir frú Kirstínu H. Ólafsson “Young man, go West.” — Ungi maður bein 'Jjú braut 'þinni Vestur. Það mun hafa verið nálægt 1870 að þessi orð höfðu borist sem á vængjum, út um víöa veröld, og hvívetna verið tekið sem frábærlega viturlegri ráðlegging, því um það leyti var hið víðlenda og auðuga Vesturland Ameríku í hugúrn manna nokkurs konar land vona og framtíðardrauma — nokkurs konar fyrirheit- anna land. Hvort orðin sjálf höifðu um það leyti iborist til íslands veit eg ekki. En andi þeirra hafði áreiðanlega svifið þar yfir, hrifið hugi yngri kynslóöarinnar og fylt þá útþrá mikilli — vestur- þrá — þrá þangað sem gull og grænir skógar, bæði í eiginlegum og óeiginlegum skilningi biðu allra þeirra sem nógir væru fuil- hugar til að yfirbuga þrautir þær sem óumflýjanlega yrðu á veg- um Iþeirra sem tilraun gerðu að höndla þau hnoss. Og svo var það skömmu eftir 1870 að nokkrir ungir íslend- ingar tóku sig upp, og héldu vestur — vestur um haf. iSvo fóru fleiri, og að lcikum stórir hópar. Allir héldu þeir í sömu átitina — vestur, og allir í sömu erindagerð — að leita sér fjár og frama, gengis og gæfu. Ekki voru það Víkingasynirnir einir sem snortnir voru af þessum æfintýra anda, lieldur og systur þeirra Víkingadæturnar. Margar fóru þær vestur í fylgd með mönnúm sínum og börnum, en margar einar síns 'liðs. Þær ætluðu að leita að tækifærum til að bæta kjör sín og sinna, og trúðu því fastlega að Vesturheimur gæfi þau margfalt fleiri og betri, en ættlandið kæra en fátæka átti ráð 'á. Konurnar þessar, sem þannig rifu sig upp frá ættlandi, vinum og vandamönnum, og öllu sem þeim var eðlilegast og kærast, og stefndu í vestur, út í óvissuna, en með trú á iframtíðina, eru kon- urnar sem við viljum minnast hér í dag — hugprúðu, þrauitseigu, sigursælu frumherjakonurnar. Til þess aö geta gert sér ljósa grein fyrir eðli og eiginlegleik- uin íslenzkrar þjóðar, og þá íslenzkrar kvenþjóðar, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir islandi sjálfu, því ekki .er það tilviljan sem skapar þjóðareinkenni, heldur umhverfiö, lífsskilyrðin, lífskjörin. Nú hafði íslenzk þjóð alið aldur sinn um þúsund ára skeið á eyj- unni “norður við heimskaut í svaiköldum sævi.” Þar höfðu með- fædd þjóðareinkenni lagast og þroskast í samræmi við staðhætti, þar hafði hún framfleytt lífinu að mestu leyti af afurðum landsins svo hrjóstugt sem það var, því vegna fjarlægðar frá öðrum löndum voru aðrar bjargir bannaðar.

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.