Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 24

Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 24
22 Satt er það, ‘“landið var fagu’nt og frítt”, “himininn heiður og blár, hafið skínandi ibjart.” Þegar sú hlið náttúrunnar blasti við, var gott að lifa á íslandi. Bn ibreyttist svipurinn svo að viðhorfði eldar, ísar og úfinn sjór, þá harönaði í ári. Þá reyndi á krafta og karlmensku, þá reyndi á þor og þrautseigju, þá reyndi á framsýni og fyrirhyggju, þá reyndi á nýtni og nægjusemi. Þá reyndi á þann eiginlegleika að vera ávalt við öllu búinn, stríðu sem blíðu, að kunna að haga seglum eftir hverskonar vindi, svo ekki bæri í sitrand heldur til lands iþar sem bjargast mætti á einhvern hátt. Já, íslenzk náttúra er fögur, bæði til láðs og lagar í ljómandi langdegis birtunni. Sú fegurð og sú tign hlau't að setja stimpil sinn á eðlisfar þjóðarinnar, og hefir gefið henni fagrar, bjartar hugsjónir, gert hana glöggskygna og gáfaða, ráðvanda og æru- kæra. Vetrar myrkrin svo löng og dimm, hafa runnið henni í merg og bein og gert hana hugsandi, þögula, dula. Dýrð og leiftur norðurljósanna finst mér muni hafa örfað hugmýndaflugið og getið af sér skáldskapar gáfuna, — og alt þetfa hjá konum jafnt sem körlum. Tímabilið áður en vesturferðir hófust var ekkert gullaldar- tímabil í sögu íslands. Lélegt stjórnarfar og útlend verzlunar einokun gerðu þjóðina efnalega ósjálfstæða. Almenningur var fátækur og átti lítils úrkosta. Það var því ekki furða, þó rót, kæmist 'á hugi manna, þegar fregnir um auðæfi og fjölbreytt tækifæri Vesturiandsins 'bárust heim. Þá var 'það að vesturferðir hófust. Þá var Iþað að hópar íslenzkra kvenna og karla lögðu út á leiðina til Vesturs. Plest var þeltta fólk efnalítið eða efnalau'st. Alt var það fáfrótt um landið sem það stefndi til, og gjör ókunnugt lifnaðarháttum, atvinnuvegum og öllum lífsskilyrðum þar. Bátt af því skildi orð í tungumáli landsins, eða gat gert sig skiljanlegit. Bn alt vonaði það fastlega að þar mundi mögulegt að komast til fjár og frama. Og alt hafði það fastan ásetning að beita öllum lífs og sálarkröftum til að ná því takmarki. Margt sporið á vesturvegi reyndist þu'ngt. Pyrsta sporið, það að kveðja og yfirgefa alt það kæra, án vonar um afturfundi var afar þrungið sársauka. Annað sporið, það að koma útlendingur í framandi land, var erfitt, ekki hvað sízt þegar fyrirlitning í orði og athöfn blasti við. Þó munu slíkar viðtökur bafa 'horfið úr sögunni von bráðar. Erfiðústu sporin hafa líklega verið þau er stigin voru í barátt- unni við fátæktina á fyrstu frumibyggjaárunum, og þau voru svo mörg. Leitin eftir hentugum nýlendusvæðum — gekk misjafn- lega, og mörg fjölskyldan varð að rífa sig upp aftur og aftur og leita á ný áður en fundinn var staður hentugur til framlbúðar. Pyrstu húsakynnin voru léleg, og fæði og klæði af skornum skamti. Plóð, þurkar, engisprettur og sjúkdómar gengu sem plágur yfir sumar nýlendurnar. Alt reyndi þetta mjög á þrek og þol frumbyggjanna. En að yfirstíga erfiðleiika var einmitit listin

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.