Árdís - 01.01.1935, Page 26

Árdís - 01.01.1935, Page 26
24 stórkostleg breyting á tíðarandanum að ryðja sér til rúms um allan heim. Konur voru að vakna til nieðivtundar um að þær ættu heimting á sömu hlunnindum og karlmenn. Og hinn mentaði heimur var að vakna til meðvitundar um, að í þessu hefðu þær rétt fyirr sér. Og íslenzka þvenþjóðin sem vestur flutti, áttaði sig fljótt á því, að í nýja umhverfinu voru tækifærin til að svala mgntaþránni svo margfalt fleiri og auðfengnari en á gamla land- inu. Og nú létu frumherjakonurnar til sín taka. Dætur þeirra skyldu þó fá að njóta mentunarinnar sem þær sjálfar höfðu ekki átt ikost á. Og svo var unnið, og svo var sparað, og svo fóru þær sjálfar á mis við flest þægindi til þess að kleift væri að setja ungmeyjarnar til menita. — Og þær, dæturnar, sannar dætur mæðra sinna spöruðu heldur ekki kraftana. Þær einnig kunnu að neita sér um flest þægindi, til að geta lialdið í áttina við námið. Þess var heldur ekki langt að bíða, að tekið vœri eftir gáfum, þreki og þolgæði þessara ísienzku námsmeyja, rétt eins og tekið var eftir sömu hæfilegleikum ,hjá íslenzkum skólapiltum. Nú eftir rúmlega sextíu ára dvöl hér í álfu liafa konur af íslenzkum ættum rutt sér braut á flestúm sviðum menta, bæði bóklegi’a og verklegra. íslenzkar konur hafa getiö sér orðstýr sem lögfræðingar, læknar og hjúkrunarkonur. Þær hafa látið til sín heyra sem skáld, rithöfundar og söngkonur. Þær hafa skipaö ábirgðarstöður sem kennarar, og í öðrum embættum. Þær hafa látið til sín faka á sviðum kaupsýslu og verklegra framkvæmda. Og í öllum tilfellunum eru það sömu eiginlegleikarnir sem hafa verið þeim lyftistöng til vegs og vanda, eins og þeir er komu mæðrum þeiri’a að svo góðu haldi í baráttunni fyrir tilverunni á fyrstu frúmbyggjaárunum. Það eru .hugsjónirnar um bætt og frjálsari lífskjör. Það er dugnaðurinn, viljakrafturinn, ósérhlífn- in og þolgæðið í að gera hugsjónina að raunveruleik. Það er glöggskygnin á að velja það sem göfugt er og gagnlegt, en hafna hinu, sem ekki er líklegt til bóta. Annað starfsvið alerlega nýtt f sögu íslenzkrar kvenþjóðar opnaðist frumbyggja konunum, er þær komu vestúr um haf. Þetta var svið félagsmálanna. Hversu merkilega fljótar íslenzkar konur voru að setja sig inn í nýjar kringumstæður og hagnýta þær sést máske einna glöggvast hér. Eftir aðeins tíu ára dvöl í landinu, voru þessar kristnu trúkonur búnar að fá ofurlitla æfing í þátttöku í safnaðarmálum. Þá var þeim svo vaxinn fiskur um hrygg að þær lögðu út í að stofna hið fyrsta íslenzka kvenfélag, undir forustu husfrú Þórdísar Björnson. Þetta skeði árið 1883 að Mountain, N. D. Tilgangur félagsins var sá að styðja nýmynd- aðan söfnuð á ýmsan hátt og að stunda líknarstarfsemi. Upp frá þessu mynduðust slík ikvenfélög í sambandi við flesta eða alla íslenzka söfnuði, hvaða kirkjuflokki sem þeir hafa tilheyrt. Til- gangúrinn hefir ætíð verið sá sami, og ef til vill ennfremur sá að Ijá fylgi öllum þeim málum sem miðuðu íslenzkri þjóð og sér- staklega íslenzkri kvenþjóð til gagns og sóma, eins og tekið er

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.