Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 27

Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 27
25 fram í grundvallarlögum kvenfélagsins á Garðar sem stofnað var 1885. Erfitt mun starfið hafa verið á fyrstu fátæktar árum bygðanna. Og erfitt mun hafa verið að reka fþað með þeim sam- göngutækjum sem þá gerðust. — En andi ‘þjónusbu'seminnar sat við stýrið, og hafði sér til aöstoðar ráð og dáð hinna óeigingjörnu kvenna, sem alt vildu á sig leggja góðu málefni til stuðnings. Og starfið ‘blessaðist. Og það hefir haldið áfram óslitið fram á þennan dag. Er þá nokkur sýnilegur árangur af þessu starfi? .Vissulega. Hægt er að benda á fjölmargar kirkjur, prýðilega útbúnar, sem eiga kvenfélögum að þakka flesta innanstokksmuni. Hægt er að benda á gamalmenna heimilið Betel, sem á tilveru sína að þakka framtakssemi eins kvenfélagsins. Hægt væri að nefna stórar peningaupphæðir sem félögin hafa gefið ýmsum málefnum til stuðnings. Áhrifin til góðs sem kærleiksylurinn frá góðverkum félaganna hefir vakið. og menningargildið sem sumt af starfinu hefir í sér fólgið, eru máske ekki eins 'bersýnileg, en jafn raun- veruleg fyrir því. Á síðustu árum hafa safnaða kvenfélögin fært út verkahring sinn, og myndað tvö bandalög eða sambönd í þeirri von að ávextir starfsins verði enn meiri, vfðtækari og blessunarríkari. Hugsjón sú átti upptök sín hjá frú Láru Bjarnason, konunni sem eg hygg megi telja frumherja íslenzkra kvenna vestan hafs á sviði ment- unar, kristilegrar líknarstarfsemi, og kristilegrar félagsstarfsemi. En í framkvæmd komst hugmyndin fyrir 'ötula framgöngu Mrs. Guðrúnar Johnson. Langt er frá því að félagsstarfsemi íslenzkra kvenna hafi verið einskorðuð við mál safnaðar eða safnaða kvenfélaga. Þær hafa bu'ndist félagsböndum um langtum fleiri hugsjónir. Þær hafa starfað með mönnum sínum að bindindismáíum, mentamálum, kirkjumálum og þjóðræknismálum. Þær eiga sín eigin hússtjórn- arfélög .góðgjörðafélög, trúboðsfélög, og enn fleiri félög, sem öll liafa það markmið að hrinda einhverri umbótahugsjón áleiðis til sigurs. Nú hefir verið getið að nokkru afstöðu frumherja kvenanna við málefni út á við, út frá heimilum þeirra. En því megum við ekki gleyma að í insta eðli sínu voru og eru íslenzkar konur sér- staklega heimilanna konur vegna þess hvað íslenzk heimili hafa gegn um aldaraðir verið einkennilega sett og hafa mátt til að iðka það að vera sjálfum sér nóg að svo langflestu leyti. Rithöfundur einn hefir komist svo að orði, að Mklega séu tólf mætustu konur landsins konur sem ekki séu þektar utan heimila sinna. Um sannleiksgiidi þessarar staðhæfingar skal eg ekki reyna að dæma. En hitt er áreiðanlegt að sé akur heimilisins ræktur samvizku- samlega og vel, þá er það úr þeim akri sem vænta má mestu, bestu og varanlegustu ávaxtanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.