Árdís - 01.01.1935, Page 29

Árdís - 01.01.1935, Page 29
27 Lára Bjarnason Fullu nafni hét hún Lára Mikaelína. Hún var dóttir Péturs Guðjohnsens, söngfræðings, og danskrar konu hans, Guðrúnar Knudsen. Var Lára elzt iþeirra Guðjohnsens-systkina fimtán, fædd í Reykjavík 16. maí 1842. Gott fékk hún uppeldi í föð- urhúsum, þótt eigi væri þar auð að dreifa, öðrum en lærdómi og listum. Var 'hún kona ágætlega mentuð. 15. nóv. 1870 giftist hún ný- vígðum prestinum Jóni Bjarna- syni, þeim er síðar varð höfuð- prestur íslendinga í Vesturheimi. Þremur árum síðar fluttust þau hjón til Bandaríkjanna og dvöldu' í þv.í landi í fjögur ár á vegum Norðmanna við margvís- legt starf, svo sem frá segir í sögu doktor Jóns. Þau hjónin kornu til nýbygð- anna í Nýja íslandi 1877. Auk samvinnu við mann sinn við hirð- isstarf hans bætti frú Lára því við sig, að halda barnaskóla á Gimh’ káuplaust að kalla, vetur eftir vet- ur, og eru fá dæmi slíks dreng- skapar. Víngarðsverk sitt bið mesta vann frú Lára í Winnipeg, hægri hönd síns mæta manns þau þrjátíu ár er hann þjónaði þar Fyrsta lúterska söfnuði og fánaberi kvenfélagsins, sunnudagsskólans og sönglistarinnar u'm fjölda mörg ár. Siðgæðismál og menningu nýlendulýðsins íslenzka lét hún sig miklu varða. Móðir sönglist- arinnar í frumbyggjalífinu vestra má hún heita, svo sem faðir hennar hefir nefndur verið faðir sönglistarinnar á íslandi. Starf hennar var margþætt og máttugt, enda konan hraustmenni til líkama og sálar. Kvenifélögin um allar bygðir búa enn að áhrifum frú Láru. Hún Stýrði svo tugum ára skifti stærsta og veigamesta félaginu og þaðan bárust áhrif til annara félaga. Kvenfélaginu í heima- Lára Bjarnason

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.