Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 30

Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 30
28 högum blés hún í brjóst anda dáSar og atorku. En fyrir öl'lu var henni það, að í félaginu væri kristin trú og guðsdýrkun. Tildur alt og tilgerð var henni andstyggilegt. Beint að verki vildi hún láta ganga, en engar krókaleiðir íara, hvorki ti'l fjársöfnunar né annars. Frumkvöðull var frú Lára margra fyrirtækja en af öllu ber frumkvæði 'það, er hún átti að stofnun ellihælis hér í landi handa umkomulausum íslendingum á æfikvöldi. Frá henni kom kvenfé- lagi FyrSra lúterska safnaðar í Winnipeg hugmynd fyrst og fram- kvæmd síðar í þessa átt. Hugmynd sinni kom félagið á almanna- færi, og fjárhagslega lagði það undirstöðuna að Hknarstofmuninni. Enda hefir frú Lára reist verið minnismerki á Beíel, og þarf þó eigi slíkt til, svo nafn hennar á lofti haldist. Þessi forvígiskona kristilegrar baráttu kvenþjóðarinnar ís- lenzku í Vesturheimi andaðist í Winnipeg 17. júní 1921, södd líf- daga og sæl í heimvoninni til landsins þar sem hjarta hennar hafði numið sitt “heimilisréttarland”, eins og nýbyggjamir. sem hún stríddi með, höfðu numið sín “heimilisréttarlönd” í skógun- um og á sléttunum hér. Mikil kona var hún á sinni tíð, hún Lára Bjarnason. J

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.