Árdís - 01.01.1935, Page 33

Árdís - 01.01.1935, Page 33
31 Guðrún Johnson Það er víst vanalegt þegar um einhverja nýung er að ræða, að það sé langur undirbúningstími áður en það kemst í fram- kvæmd; og svo mun hafa verið þegar hugmyndin að sameina kvenfélögin innan Hins evangeliska lúterska kirkjufélags kom á gang, það var .hugsað um iþað og talað úm það í niörg ár án nokkurra framkvæmda, og það var ekki fyr en árið 1925, fyrir ötula framkvæmdarsemi frú Guð- rúnar Johnson að félagið var myndað og fyrsta þing þessa fé- lagsskapar var haldið 1926 að Gimli, Man. Varð þá frú Guðrún forseti og hefir gegnt iþví starfi síðan. Prú Guðrún er mikil hæfileika kona og gædd sérstöku starfs- þreki, enda hefir hún notað það í þarfir félagsskaparins. Það liggur mikið starf eftir hana á ýmsum sviðum okkar íslenzka félagsskap- ar og einnig á meðal enskumæl- andi fólks. Hún hefir verið lífið og sálin í “Bandalagi lúterskra kvenna” sem hún hefir veitt for- stöðu í síðastliðin tíu ár. Hún var tvívegis, í fleiri ár, forseti kvenfélags Fyrsta lút. safn- aðar, og hefir ávalt hlynt að öllum þess málefnum með alúð og ein- lægni. Frú Guðrún er forseti Heimilisiðnaðarfélagsins, meölimur Jóns Sigurðssonar félagsins I. O. D. E. og hefir einnig í mörg ár tilhejut og unnið með Y. W. C. A. sem starfar að 'því að leiðbeina ungum stúlkum. Einnig til- heyrir hún “Auxiliary to the Blind” og þar leggur hún sína krafta fram óskerta til að hlynna að þeim sem sitja í myrkrinu. Guðrún Ásgeirsdóttir Jo'hnson er fædd að Lundum í Staf- holtstungum í Mýrasýslu á Íslandi 17. febrúar 1868. Poreldrar hennar voru þau Ásgeir Finnibogason, danebrogsmaður og hrepp- stjóri, og Ragnhildur ólafsdóttir kona hans. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum til tvítugs aldurs og hlaut meiri mentun en 'þá gerðist alment, því heimilið var hið rausnarlegasita í alla staði og andlegt líf þar þroskaðra en víðast annarsstaðar. Um tvítugs aldur fór hún til Reykjavíkur og naut þar víðtækari mentunar. Árið 1893 flutti hún hingað vestu'r og giftist 4. nóvember 1894, Pinni Johnson frá Melum í Hrúitafirði. Börn þeirra eru: Anna, gift John Duncan, Antler, Sask., Ásgeir, féll í hinu mikla stríði, og Jón Ragnar, lögmaður og rithöfundur.

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.