Árdís - 01.01.1935, Side 35

Árdís - 01.01.1935, Side 35
33 Nefndin hélt henni jþví dálítið samsæti að heimili Mrs. H. G. Henrickson, og sömuleiðis kennurum þeim sem gestrisnu hennar höfðu notið, þeirra er til varð náð. Við þetta tækifæri var lienni flutt stutt ávarp og gefin bók itil minningar um samfundinn, pré- dikanir eftir Dr. Björn B. Jónsson í skrauttoandi. Okkur, sem þarna vorum skildist, að þetta hefði glatt hana mikið og því fórum við allar heim glaðar í huga. Á þingi því sem lialdið var í Árborg og Riverton 1930 var á- kveðið að kvenfélögin létu livert annað vita, ef fólk flytti úr einu bygðarlagi í annað, þar sem annað kvenfélag væri fyrir ef hægt kynni að vera að greiða á einhvern hátt fyrir því fólki og sýna því hlýleik. Ef t. d. einhver manneskja flytur í ókunnugan stað til lengri eða skemmri dvalar, þar sem hún á enga nána ættingja né vini, þá skrifi presturinn eða kvenfélagsforsetinn, þar sem mann- eskjan hefir verið, prestinum eða kvenfélagsforsetanum í þvd plássi sem hún flyiur til, og tilkynni um komu hennar. Gæti þetta leitt til þess, að sú mannesgja fyndi kirkjulegt heimili og vini í sínu nýja heimkynni. Auðvitað þarf að vera greinilega tekið fram hvar hægt er að finna slíkt fólk. Nokkru seinna var kosin ])riggja kvenna nefnd í kvenfél. Fyrsta lút. safn. í Winnipeg til að hafa þetta mál með höndum og öllum kvenfélögunum tilkynt hverjar þessar konur væru. En eftir því sem eg bezt veiit, var það aðeins eitt kvenfélag sem leitaði til nefndarinnar. Eg vil leyfa mér að taka hér upp nokkur orð sem standa í Ársskýrs'lu forseta 1931, þessu máli viðvíkjandi, þau eru á þessa le-ið: “Eg vil benda konum á það, að þetta er alls eltki lítilfjörlegt, eða þýðingarlaust atriði. Það hefir margur unglingurinn, sem í fyrsta skifti hefir farið að heiman, orðið úti eða kaliö í kulda- nepju einstæðingsskaparins. Ættum vér þv allar að vera sam- taka í því að gera það sem vér getum í þessum efnum.” Gætum við nú ekki einmitt á þessu þingi eytt nokkrum tíma til að tala um þetta mál aö nýju, það er vel þess verít. Síðastliðið haust flutti Miss María Hermann erindi um sama efni á fundi kvenfélags Fyrsta lút. safnaðar, og taldi liún þetta mikið nauð- synjamál. En svona löguð starfsemi er alveg óframkvæmanleg nenia með samtökum. Eins og skýrt var frá á síðasta þingi. réðis't félag vort í það á árinu sem leið, að gefa út ársrit. Vil eg nú skýra frá því sem eg veit að gleður ykkur allar, að þrátt fyrir kreppuna, sem svo mikið er talað um, hefir ritið selst vonum fremur vel. Með góðri hjálp kvenfélaganna hefir nú útgáfunefndin séð sér fært að gefa út annan árgang og vil eg nú taka tækifæriö itil að þakka kvenfé- lögunum fyrir þá góðu samvinnu og aðstoð sem þau liafa veitt, hæði með því að leggja því til auglýsingar og selja ritið; Einnig þakka eg öllum öðrum sem gert hafa hið sama. Eftir því sem eg bezt veit, er fólk prýöisvel ánægt með ritið. Fröken Halldóra Bjarnadóttir í Reykjavík fer lofsamlegum orðum um ritið og biðut um leyfi að birta tvær greinar úr því í Hlín: “Börnin og

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.