Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 36
34
náttúran” og “Höllin fagra”. Met eg umrnæli hennar mjög rnikils
og tel þau mikinn heiöur fyrir “Árdísi”. Eg vona að við allar
verðum samtaka um það, að hlynna að þessum litla vísir, sem vér
vonum allar að vaxi og 'heri góða ávaxti.
Eins og áður er getið, hefir kristindómsfræðslan verið aðal-
starf íélags vors alt til þessa. Mér finst að á þessu þingi ættum
við aö athuga livert ekki væri hægt að færa eitthvað út verka-
hringinn. Mjög áhugasöm félagssystir hreyfði því við mig í vetur
hvert ekki mundi tiltækilegt að koma á einhverskonar samkepni,
sem velái áhuga og ánægju og víötækari samvinnu í félaginu. Ef
til vill gætu lélö'gin búið til ein'hvern hiut sem þau kæmu sér
saman um og haft hann svo til sýnis á ársfundi félagsins og gefiö
verölaun fyirr beztu vinnuna. Líka gætu þau kannske haft vinnu-
fundi með unglingum, einkum stúlkum og kent þeim handavinnu
og vanið þær á iöjusemi og vandvirkni. Það er afar nauðsynlegt
að unglingarnir læri að vinna með áhuga og ánægju'. Vér gætum
líka gefið verðlaun d þeirri samkepni. Líka gætum við fcannske
haft samkepni í einhverri Mklegri lærdómsgrein. Þetta finSt mér
þess vert, að því sé gaumur gefinn.
Það er mér, og vafalaust okkur öllum, mikið ánægjuefni, að nú
hefir vinkona vor og velunnari félags vors, frú Kirstín H. Ólafsson,
Garðar, North Dakota, gerst meölimur í félaginu. Gerði hún þaö
strax þegar þaö var gert að lögúm, að einstaklingar gætu verið
meðlimir. Hún hefir jafnan viljað að kvenfélag þaö, sem hún sjálf
tilheyrir gengi í Bandalagið, en því miður hefir það ékki enn
orðið. Það eru fleiri ikvenfélög sem enn standa utan Banda-
lagsins, en þeim er óðum að fækka. Eitlt finst mér öðru fremur
því valdandi, að sum kvenfélögin eru treg til að ganga í þennan
félagsskap. Ástæðan er sú að frá upphafi virðast flest kvenfélög-
in hafa haft aðeins eitt augnamið, það að afla fjár til safnaðar-
þarfa. Þetta er svo sem ekki óeðlilegt, því peningaþörfin hefir
verið mikil, en söfnuðirnir flestir mjög fátækir. Þessi peningamál
hafa orðiö svo rík í hugum félaganna, að þaú hafa naumast séð
nokkuð annað. En kvenfélögin hafa áreiðanlega ástæðu Itil að
gefa sig við fleiri málum kirkjunnar lieldur en peningamálunum
einum. Þau meiga ekki gleyma þeim dýrmæta sannleika, að
“eitt er nauðsynlegt,” enn eins og áðuir, að velja sér hið góða
hlutskiftið, sitja við fætur frelsarans og læra af honum. Kvenfé-
lögin þurfa að læra að gefa sig meir við hinni andlegu hlið kirkju-
málanna, heldur en þau hafa gert alt til þessa. Það er naumast
þörf að minnast þess hér, því þaö hefir svo oft verið gert áður, að
þessi samvinna á ekki að verða félögum til þyngsla fjárhagslega
svo nokkrú nemi. Þetta 10 centa gjald af hverjum meðlim getur
ekki kailast því nafni. Samt hefir oss enn ekki tekist að útrýma
algerlega þessum ótta, en hann hlýtur að hverfa, því hann er
algerlega ástæðulaus.
Friðarmálið er eitt af þeim stórmálum, sem segja má um