Árdís - 01.01.1935, Side 40

Árdís - 01.01.1935, Side 40
38 Ekki má svo skiljast við þetta mál, að ekki sé með nokkrum orðum minst ihinnar frábæru gestrisni og velvildar af hendi fólks í Argyle-bygð. Bygðin sjálf, svo fögur sem hún ávalt er, stóð búin sínum hezta sumarskrúða, og fólkið alt, karlar jafnt sem konur, létu ekkert tilsparað, hvorki fyrirhöfn né annað, að gestum gæiti liðið sem bezt. Til Glenboro kom aðalhópurinn (30—40 manns) frá Winnipeg að kveldi hins 5. júlí. Var hópnum öllum boðið heim á prestssetrið til að rétta úr sér og dusta af sér ferðarykið. Þá var gengið til kirkju þar sem var um hönd höfð stut’t guðsþjónusta og gestir iboðnir velkomnir af presti bygðarinnar, séra Agli Fáfnis. Síðan var gengið niður í fundarsal kirkjunnar þar sem tilreidd var ágæt máltíð. Að því búnu var fólk flutt út um bygðina hver á sinn náttstað. Sem sagt þá tók fólk höndum saman til að gera gestum dagana sem ánægjulegasta. Og munu allir liafa farið heim til sín með innilegasta þakklæti í huga fyrir viðtök- urnar.

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.