Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 45

Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 45
43 að gera sér grein fyrir gildi 'þess. Heimilið og heimilisfólkið, for- eldrar og systkini, er þess veröld. Faðirinn og móðirm eru kon- ungurinn og drotningin í því litla konungsríki. Alt sem þau segja og gera, hlýtur að vera rétt og gctt. Barnið heldur það. Það er margt og rnikið, sem börnin læra á þessum fyrstu árum, en barnið veit ekki að það er að læra og foreldrarnir vita oft heldur ekki, að þau enu að kenna. Hver hugsun, hvert orð og hver athöfn, sem fram kemur á heimilinu hefir sín áhrif á sálarlíf barnsins og byggja skapgerð þess og eru undirstöðurnar sem líf þess byggist á. Áhrifa u’tan heimilisins gætir lítið fyrstu fimm árin. Á þeim árum berum við sjálf, foreldrarnir, alla ábyrgð á uppeldi barnsins og öllum velfarnaði þess. Það er ekkert til sem getur losað oss við þá ábyrgð. Þegar þetta er athugað, verðiur það býsna ljóst, að í þeim efnum, sem hér er um að ræða, verðum vér foreldrar að gæta vor vandlega. Ekkert er raunalegra en það, að foreldrar reynast því ekki vaxin, vegna skorts góðra andlegra hæfileika, að gefa börnum sínum það fordæmi og þá handleiðslu, sem þeim er nauðsynleg á þeirra fyrstu æskuárum. Með sönnu má segja, að það sé móðirin, sem barnið stendur næst fyrstu sjö árin. En engu að síður hefir faðirinn, systir og bróðir, líka mikið við það að gera, að mynda skapgerð barnsins. Móðirin hefir ibarnið undir sinni hendi nótt og dag fyrstu æfiár þess. Þaö er því hennar skapgerð og framkoma 'öll, sem fyrst og fremst mótar 'hugarfar og verknað ibarnsins. En svo þýðingarmikið sem hlutverk móðurinnar er í þessum efnum, þá er hlutverk föðursins ekki öllu þýðingarminna, sérstakiega þegar um drengi er að ræða. Drengurinn getur elskað móður sína eins heitt og innilega, eins og barnið getur lengst komist í þeim efnum, en það er engu að sfður faðirinn, sem drengurinn lítur upp til og dáist að og reynir að líkjast, eða hann hefir ógeð á honum og forðasit hann. Ekkert verk í þessum lieimi er þýðingarmeira en uppeldi barnsins, líkamlegt, andlegt, siðferðislegt, félagslegt uppeldi. Það er vandaverk mikið og til þess að leysa það vel af hendi, þarf mikla andlega áreynslu og vandlega tamningu sinna eigin geðs- rnuna. Garðyrkjumaðurinn þarf vandlega að þekkja alt eðli hverrar einustu píöntu, sem hann gróðursetur í görðum sínum. Hann veit hver er hentugasti tíminn til að gróðursetja hverja plönitutegund fyrir sig og hann veit 'hvaða jarðvegur hentar hverri tegund og hann veit yfir höfuð um alt sem til þess þarf, að plantan geti náð sem mestum og beztum þroska. Hann veit fullvel, að öllum plönt- um hentar ekki það sama. Hver um sig verður að hafa það, sem hún sérs'taklega þarfnast. Það sem er einni plöntu naúðsynlegt,

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.