Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 46
44
hentar annari oft alls ekki. Hann sér um að ekkert illgresi vaxi
í blómabeðunum og öllu öðru heldur hann þaðan, sem skaðað
getur heil'brigðan þroska plöntunnar sem hann er að rækta.
Þetta á líka við börn vor.
Hvert barn útaf fyrir sig er einstaklingur, sem er eitthvað,
meira og minna, öðru vísi heldur en allir aðrir. Engin Itvö börn
hafa nokkurtíma verið, eða geta nokkurntíma orðið alveg eins.
Jafnvel Dione fimmburarnir hafa, hver um sig, sín sérkenni.
Þeim er öðruvísi farið heldur en t. d. vélunum, sem allar eru ná-
kvæmlega alveg eins, þær s'em eru af sömu tegund og s'ömu gerð.
Jón og María eru ekki bara piltur og stúlka. Þau lifa hvort
sínu sálarli'fi út af fyrir sig, og þegar um þeirra andlega uppeldi
er að ræða, duga ekki að nota alveg sömu aðferðina við bæði.
Foreldrarnir þurfa að skilja skapgerð hvors um sig og taka fult
tillit til þess. Það fer mjög eftir því, hvernig foreldrumum hepnast
að skilja börnin sín og leiðbeina þeim, hversu vel, eða illa, barna-
uppeldið lánaslt.
Fyr eða síðar rekum við oss á ýmsa örðugleika viðvíkjandi
börnum vorum. Þar eru mörg vandamál, sem ráða þarf fram úr.
Ýmsir skapbrestir koma oft snemma í ljós, svo sem ólund, þrái,
ástilling, hræðsla og síðar ótölulega margt annað, sem fram kemur
hjá barninu sem athyglisvert er og vandasamt viðureignar, svo
sem það, hvernig þau velja sér leiksystkyni, hin mikla löngun
þeirra til skamtana, löngun þeirra til að fa,ra sinna ferða og taka
lítiö tillit til þess sem foreidrarnir segja, þeirra miklu eigin-
girni o. fl. Öll þessi viðfangsefni eru sitöðugt fyrir oss og mörg
önnur og þó sérsíaklega það, sem er allra mest áríðandi og það er
að skapa rétt og heilbrigt samband milli foreldranna og barnanna.
Alt til s'íðustu ára munum vér flestar hafa treyst hinni miklu
ást, sem vér berum til barna vorra, til að leiðbeina oss í því mikla
vandamáli, að ala þau upp, og bænum vorum fyrir þeim, til vors
himneska föður. Sem betur fer, hefir uppeldi barna vorra oft
hepnasit vel. Börn margra þeirra kvenna, sem nú er,u komnar
fram yfir miðjan aldur, eru ágætisfólk og blómi þjóðar vorrar. En
því verður ekki neitað, að uppeldið hefir oft verið gert mjög af
handahófi. Foreldrarnir hafa jafnvel ekki reynt að skilja skap-
gerð barnanna og notað sömu aðferðina við öll sín börn, ýmist
hörku eða agaleysi.
Á seinni árum hefir mikið verið gert til þess að hjálpa for-
eldrunum í hinu erfiða hlutverki þeirra, barnauppeldinu. Sú
starfsemi er einu nafni kölluð “foreldra fræðsla”.
Foreldra fræðsla er félagsbundin samtök sem hefir það mark-
mið, að gefa foreldrum kost á að kynnast öllu því, sem sálarfræði,
félagsfræði, heilsufræði og önnur vísindi hafa að segja um þarfir,
vöxt og viögang barnsins, líkamlegan og andlegan. Þessi nýja