Árdís - 01.01.1935, Page 49

Árdís - 01.01.1935, Page 49
álirifa, sem þau verða fyrir. Hér eru mörg og áhrifarík öfl að verki, en kirkjan veröur að vera áhrifaríkust. Aldrei hefir kirkjan haft sterkari hvöt til að leysa vel af hendi sitt ætlunarverk, heldur en einmitt nú á þeim erfiðu tlmum sem vér lifum á, þegar alt félagslíf og atvinnulíf sýnist svo langt frá því sem vera ætti. Ár frá lári fjölgar því unga fólki vor á meðal, sem fer stað úr stað í von um atvinnu, sem það getur ekki fengið, tækifærin til sjálfsbjargar, sem ekki eru að finna. Þegar þannig er ástatt, er hættan afskapleg, að verða fyrir illum áhrifum og lenda út á margskonar glapstigu. Hafi foreldrunum ekki hepnast að byggja upp viljaþrek sinna unglinga svo vel, að þeir geti staðið á móti þessum illu öflum, þá verður kirkjan að vera á vaðbergi. Unglingarnir verða að læra að þekkja og rækja skyldur sínar við Guð og menn, ef vel á að fara. Kirkjan verður að kenna ungling- unum, öðru vísi en með ílóknum guðfræðilegum hugmyndum, að aðalatriðið er að lifa eins og lifa ber og raunverulega ráðningu á því vandamáli, er að þekkja Guð. Aldrei hefir verið s'kýrara, en einmitt nú hrópað til kirkjunnar, að vera foreldrunum siamtaka í því, að gróðursetja vel og trúlega í hjörtu unglinganna trúna, meðvitundina um Guð og eilífðar- málin, sem gefur þeim kraft og hugi'ekki 'til að mæta erfiðleikun- um mörgu, sem á vegi þeirra verða, á þessum erfiðu tímum. Vér, foreldrar, verðum einnig að gegna skyldum vorum í þess- um efnum og hjálpa kirkjunni til að gegna sínum skyldum. Opnum kirkjudyrnar upp á gátt og látum þar ekki búa fánýta viðhöfn, lieldur kærleika og einlæga samhygð og hjálpum þannig til að skapa trúnaðartraust hjá foreldrum og börnum, sem er einlægt og hvetjandi til að hugsa rétt og breyta rétt. Thóðbjörg Henrickson

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.