Árdís - 01.01.1935, Page 50

Árdís - 01.01.1935, Page 50
48 KallaÖar heim. Miss Egilsína Guðlaug Doll frá Riverton, Manitoba, lézt 9. nóvember 1934, á Ninette heilsuhæli. 26 ára að aldri. Var hún meðilmur kvenfélags Bræðrasafnaðar, og starfaði með alúð og áhuga meðan kraftar leyfðu. Þakklæti og söknuður ættingja og vina fylgja henni. Mrs. Ásgerður Magnússon frá Víðir, Manitoba, lézt á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg 2. desember 1934. Var hún 43 ára að aldri, eftirskilur eiginmann og níu ibörn. Hún var starfandi með- limu’r kvenfélags Víðir safnaðar. Minning hennar er sveipuð fögrum endurminningum í hugum allra er þektu hana. Mrs. Guðrún Jónasdóttir Skúlason frá Geysir. Man., lézt á Al- menna sjúkrahúsinu í Winnipeg 1. maí 1935, 71 ára að aldri. Eftirskilur hún eiginmann, fimm uppkomin börn og rnörg barna- börn. Af einlægni og trúmensku starfaði hún að kristindóms- málum bygðar sinnar. Var um langt skeið meðlimur kvenfélags- ins “Freyja” í Geysisbygð. Allir er kyntust henni eru au'ðugri og betri fyrir þá kynning. Þann 11. júní 1935 lézt að heimili sínu í Árborg, Manitoba, Mrs. Sigurbjörg Isabelia Guðmundsson, 41 árs að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann og ellefu 'börn. Var liún meðlimur Kvenfélags Árdals safnaðar. Hin látna var þróittlunduð og lífsglöð, frábær trúarstyrkur og rósemi hennar í hinu langa sjúkdóms- stríði sveipar ljóma um minningu hennar. Þessar félagsystur kveðjum vér með kærleik og trega, þökk • um störf þeirra og biðjum guð að blessa minningu þeirra. I. J. O. M m

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.