Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 18
18 Upprifjun MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Ábyrg umræða um Evrópustefnu Sjálfstæðisflokksins þar sem þitt álit skiptir máli. Allir velkomnir! Mánudagur 5. janúar kl. 16.00 - 18.00 Hvaða umboð á forysta flokksins að fá í Evrópumálum? Bjarni Benediktsson, alþingismaður, og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, ræða þær leiðir sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir í Evrópumálum á landsfundi flokksins í lok janúar á opnum fundi í Valhöll. Auðlindahópur Evrópunefndarinnar stendur fyrir fundinum og eru allir velkomnir. Taktu þátt í að móta framtíðina Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. sendir bestu óskir um gleðilegt ár ásamt innilegu þakklæti til allrar þeirra fjölmörgu sem styrktu og studdu starf nefndarinnar á síðastliðnu ári og sýndu þannig í verki hinn sanna jólaanda. Guð blessi ykkur öll. Stjórnin. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is Mér finnst bæði hollt oggott í kringum áramótað líta aðeins um öxlog íhuga hvað hefur gerst og hvernig hefur gengið. Ég held það væri að bera í bakka- fullan lækinn að líta til baka og skoða hvað á daga okkar dreif á nýliðnu herrans ári 2008, enda voru þeir fjölmargir sem gerðu því ógnarári skil. Ég ákvað því bara að leyfa mér stórstökk aftur í tímann og reyna að skemmta ykkur lítillega, les- endur góðir, og um leið að segja smásögu, sem aldrei hefur áður verið sögð á prenti. Það gerðist stundum í gamla daga að allt var á suðupunkti innra með mér og ég beinlínis beit á jaxlinn til þess að brúka ekki kjaft, þegar ritstjórar mínir og mentorar, þeir Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, sögðu við mig við ákveðin tækifæri, rólegir, yfirvegaðir og umburðarlyndir: „Agnes mín, þú þarft að skoða málið í sögulegu samhengi og hafa heildaryfirsýn, áður en þú dregur ályktanir.“ Þetta fannst mér, ungum blaða- manninum, sem fékk að njóta ná- ins samstarfs og handleiðslu þeirra Matthíasar (í 17 ár) og Styrmis (í rúm 24 ár) sem ritstjóra Morg- unblaðsins, oft óþolandi, enda hef ég sjaldnast getað státað af því að búa í ríkum mæli yfir dyggðinni þolinmæði, þótt vissulega haldi ég því fram að eitthvað hafi þol- inmæði mín aukist með árunum. Ég held að ég hafi aldrei brúkað kjaft við Matthías en ég átti það til að vera mjög frek, ósvífin og há- vær í andsvörum mínum við Styrmi og einhvern tíma var ég jafnvel komin á fremsta hlunn með að grýta einhverju í hann! Eða grýtti ég einhverju?! En auðvitað höfðu þeir báðir rétt fyrir sér, alltaf þegar við tók- umst á, hvort sem það var ein á móti tveimur eða ein á móti einum. Það hefur reynslan kennt mér. Ég er fyrir margt löngu búin að sjá það og viðurkenna þótt brussu- gangur minn í þá daga sem gekk út á að skúbba og skúbba hratt og örugglega og hafa svo bara áhyggjur af afleiðingum skúbbsins næsta dag eða ekki hafi ekki leyft slíkar játningar þá. Besti skólinn Það er í smiðju til þeirra Matt- híasar og Styrmis sem ég leita til þess að halda mér í því formi rétt- látrar nálgunar og sögulegrar yf- irsýnar sem nauðsynlegt er að búa yfir þegar ákveðin mál eru reifuð. Skólinn þeirra er sá allra besti skóli sem ég hef gengið í og mér er slétt sama hvað öfundartungur undirmálsslefbera og hælbíta sem aldrei hafa notið þess að starfa með og undir ritstjórn Matthíasar og Styrmis segja um þá og þeirra ritstjórn á Morgunblaðinu. Í mínum huga eru þeir risar sem ég get alltaf litið upp til og leitað til. Og ég er síður en svo ein um slíkt viðhorf hér á ritstjórn Morg- unblaðsins. Og hana nú! Þennan formála varð ég að hafa að því sem mig langar nú að fjalla um en það er enginn annar er Þor- steinn Pálsson sem einu sinni var þingfréttaritari Morgunblaðsins og Staksteinahöfundur, ritstjóri Vísis, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands Íslands, þingmaður Reykvíkinga og Sunnlendinga, for- maður Sjálfstæðisflokksins í 7 ár og fimm mánuði, og á þeim tíma forsætisráðherra í eitthvað rúmt ár. Loks varð hann ráðherra í tveimur ríkisstjórnum Sjálfstæð- isflokksins, 1991-1995 og 1995- 1999, þar sem arftaki hans á for- mannsstól, Davíð Oddsson, var for- sætisráðherra. Eftir það hætti Þorsteinn pólitískum afskiptum, en þáði það úr hendi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að verða sendi- herra Íslands, fyrst í London í fjögur ár og svo í Kaupmannahöfn, mig minnir í þrjú ár. Þetta var inn- gangur, nauðsynlegur í sögulega samhenginu þeirra Styrmis og Matthíasar. Þjóðarsátt í húfi Í desember 1990 hafði Þorsteinn Pálsson verið formaður Sjálfstæð- isflokksins í rúm sjö ár, eða frá haustinu 1983. Þarna á jólaföstu, var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn- arandstöðu. Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag voru í ríkisstjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Ég var uppfull af áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum og skrifaði mikið hér í Morgunblaðið af pólitískum fréttaskýringum og fréttum. Þjóðarsátt þeirra Einars Odds Kristjánssonar, Guðmundar J. Guðmundssonar og Ásmundar Stefánssonar var kornung þegar þetta var, ekki einu sinni orðin árs- gömul og samt var hún í miklu uppnámi, því við blasti að Stein- grímur Hermannsson myndi nýta sér heimild til þingrofs, þar sem svo virtist í desemberbyrjun, að ekki væri þingmeirihluti fyrir stað- festingu bráðabirgðalaganna sem sett voru á kjarasamning Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra við BHMR sumarið 1990, sem hefði kollvarpað allri þjóðarsátt, ef hann hefði ekki verið gerður ógildur. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði alls ekki að veita frumvarpinu um stað- festingu bráðabirgðalaganna braut- argengi, Hjörleifur Guttormsson, var sömuleiðis ekki á þeim bux- unum og þar með hefði ekki verið þingmeirihluti fyrir frumvarpinu og ríkisstjórnin þar af leiðandi fall- in. Sjálfstæðisflokkurinn, undir for- ystu Þorsteins Pálssonar, var harð- lega gagnrýndur af forystumönn- um Vinnuveitendasambands Íslands, ekki síst af vini mínum Einari Oddi Kristjánssyni heitnum, formanni Vinnuveitendasambands Viðtalið sem aldrei Morgunblaðið/RAX Myndin Þessi mynd af Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var tekin á skrifstofu hans í Valhöll fyrir viðtalið sem aldrei birtist í Morgunblaðinu, en það var tekið á sama stað. KANNSKI ER ÞORSTEINN PÁLSSON MUN LANGRÆKNARI OG HEFNIGJARNARI EN DAVÍÐ ODDSSON Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.