Morgunblaðið - 04.01.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.01.2009, Qupperneq 18
18 Upprifjun MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Ábyrg umræða um Evrópustefnu Sjálfstæðisflokksins þar sem þitt álit skiptir máli. Allir velkomnir! Mánudagur 5. janúar kl. 16.00 - 18.00 Hvaða umboð á forysta flokksins að fá í Evrópumálum? Bjarni Benediktsson, alþingismaður, og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, ræða þær leiðir sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir í Evrópumálum á landsfundi flokksins í lok janúar á opnum fundi í Valhöll. Auðlindahópur Evrópunefndarinnar stendur fyrir fundinum og eru allir velkomnir. Taktu þátt í að móta framtíðina Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. sendir bestu óskir um gleðilegt ár ásamt innilegu þakklæti til allrar þeirra fjölmörgu sem styrktu og studdu starf nefndarinnar á síðastliðnu ári og sýndu þannig í verki hinn sanna jólaanda. Guð blessi ykkur öll. Stjórnin. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is Mér finnst bæði hollt oggott í kringum áramótað líta aðeins um öxlog íhuga hvað hefur gerst og hvernig hefur gengið. Ég held það væri að bera í bakka- fullan lækinn að líta til baka og skoða hvað á daga okkar dreif á nýliðnu herrans ári 2008, enda voru þeir fjölmargir sem gerðu því ógnarári skil. Ég ákvað því bara að leyfa mér stórstökk aftur í tímann og reyna að skemmta ykkur lítillega, les- endur góðir, og um leið að segja smásögu, sem aldrei hefur áður verið sögð á prenti. Það gerðist stundum í gamla daga að allt var á suðupunkti innra með mér og ég beinlínis beit á jaxlinn til þess að brúka ekki kjaft, þegar ritstjórar mínir og mentorar, þeir Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, sögðu við mig við ákveðin tækifæri, rólegir, yfirvegaðir og umburðarlyndir: „Agnes mín, þú þarft að skoða málið í sögulegu samhengi og hafa heildaryfirsýn, áður en þú dregur ályktanir.“ Þetta fannst mér, ungum blaða- manninum, sem fékk að njóta ná- ins samstarfs og handleiðslu þeirra Matthíasar (í 17 ár) og Styrmis (í rúm 24 ár) sem ritstjóra Morg- unblaðsins, oft óþolandi, enda hef ég sjaldnast getað státað af því að búa í ríkum mæli yfir dyggðinni þolinmæði, þótt vissulega haldi ég því fram að eitthvað hafi þol- inmæði mín aukist með árunum. Ég held að ég hafi aldrei brúkað kjaft við Matthías en ég átti það til að vera mjög frek, ósvífin og há- vær í andsvörum mínum við Styrmi og einhvern tíma var ég jafnvel komin á fremsta hlunn með að grýta einhverju í hann! Eða grýtti ég einhverju?! En auðvitað höfðu þeir báðir rétt fyrir sér, alltaf þegar við tók- umst á, hvort sem það var ein á móti tveimur eða ein á móti einum. Það hefur reynslan kennt mér. Ég er fyrir margt löngu búin að sjá það og viðurkenna þótt brussu- gangur minn í þá daga sem gekk út á að skúbba og skúbba hratt og örugglega og hafa svo bara áhyggjur af afleiðingum skúbbsins næsta dag eða ekki hafi ekki leyft slíkar játningar þá. Besti skólinn Það er í smiðju til þeirra Matt- híasar og Styrmis sem ég leita til þess að halda mér í því formi rétt- látrar nálgunar og sögulegrar yf- irsýnar sem nauðsynlegt er að búa yfir þegar ákveðin mál eru reifuð. Skólinn þeirra er sá allra besti skóli sem ég hef gengið í og mér er slétt sama hvað öfundartungur undirmálsslefbera og hælbíta sem aldrei hafa notið þess að starfa með og undir ritstjórn Matthíasar og Styrmis segja um þá og þeirra ritstjórn á Morgunblaðinu. Í mínum huga eru þeir risar sem ég get alltaf litið upp til og leitað til. Og ég er síður en svo ein um slíkt viðhorf hér á ritstjórn Morg- unblaðsins. Og hana nú! Þennan formála varð ég að hafa að því sem mig langar nú að fjalla um en það er enginn annar er Þor- steinn Pálsson sem einu sinni var þingfréttaritari Morgunblaðsins og Staksteinahöfundur, ritstjóri Vísis, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands Íslands, þingmaður Reykvíkinga og Sunnlendinga, for- maður Sjálfstæðisflokksins í 7 ár og fimm mánuði, og á þeim tíma forsætisráðherra í eitthvað rúmt ár. Loks varð hann ráðherra í tveimur ríkisstjórnum Sjálfstæð- isflokksins, 1991-1995 og 1995- 1999, þar sem arftaki hans á for- mannsstól, Davíð Oddsson, var for- sætisráðherra. Eftir það hætti Þorsteinn pólitískum afskiptum, en þáði það úr hendi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að verða sendi- herra Íslands, fyrst í London í fjögur ár og svo í Kaupmannahöfn, mig minnir í þrjú ár. Þetta var inn- gangur, nauðsynlegur í sögulega samhenginu þeirra Styrmis og Matthíasar. Þjóðarsátt í húfi Í desember 1990 hafði Þorsteinn Pálsson verið formaður Sjálfstæð- isflokksins í rúm sjö ár, eða frá haustinu 1983. Þarna á jólaföstu, var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn- arandstöðu. Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag voru í ríkisstjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Ég var uppfull af áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum og skrifaði mikið hér í Morgunblaðið af pólitískum fréttaskýringum og fréttum. Þjóðarsátt þeirra Einars Odds Kristjánssonar, Guðmundar J. Guðmundssonar og Ásmundar Stefánssonar var kornung þegar þetta var, ekki einu sinni orðin árs- gömul og samt var hún í miklu uppnámi, því við blasti að Stein- grímur Hermannsson myndi nýta sér heimild til þingrofs, þar sem svo virtist í desemberbyrjun, að ekki væri þingmeirihluti fyrir stað- festingu bráðabirgðalaganna sem sett voru á kjarasamning Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra við BHMR sumarið 1990, sem hefði kollvarpað allri þjóðarsátt, ef hann hefði ekki verið gerður ógildur. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði alls ekki að veita frumvarpinu um stað- festingu bráðabirgðalaganna braut- argengi, Hjörleifur Guttormsson, var sömuleiðis ekki á þeim bux- unum og þar með hefði ekki verið þingmeirihluti fyrir frumvarpinu og ríkisstjórnin þar af leiðandi fall- in. Sjálfstæðisflokkurinn, undir for- ystu Þorsteins Pálssonar, var harð- lega gagnrýndur af forystumönn- um Vinnuveitendasambands Íslands, ekki síst af vini mínum Einari Oddi Kristjánssyni heitnum, formanni Vinnuveitendasambands Viðtalið sem aldrei Morgunblaðið/RAX Myndin Þessi mynd af Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var tekin á skrifstofu hans í Valhöll fyrir viðtalið sem aldrei birtist í Morgunblaðinu, en það var tekið á sama stað. KANNSKI ER ÞORSTEINN PÁLSSON MUN LANGRÆKNARI OG HEFNIGJARNARI EN DAVÍÐ ODDSSON Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.