Morgunblaðið - 07.01.2009, Side 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
STARFSMENN hverfastöðva borg-
arinnar verða á ferðinni næstu
daga og hirða upp flugeldarusl á
opnum svæðum en ekki verður far-
ið sérstaklega inn í húsagötur.
Hvatt er þó til þess að íbúar leggist
á eitt og hreinsi sjálfir flugeldarusl
í sínu nánasta umhverfi.
Mælt er með því að fólk setji ekki
ruslið í ruslatunni heldur komi
sjálft á endurvinnslustöðvar Sorpu.
Morgunblaðið/Sverrir
Flugeldum hent
Á MORGUN,
fimmtudag, mun
Ólafur Stefáns-
son handbolta-
stjarna bjóða upp
á samræður við
foreldra og
áhugafólk um líf-
ið og uppeldis-
mál í Hlégarði í
Mosfellsbæ kl.
20.30. Ólafur er áhugamaður um
kennslu- og uppeldismál og hefur
viðað að sér þekkingu um árabil,
bæði upp á eigin spýtur og með há-
skólanámi í London, segir í tilkynn-
ingu. Aðgangur er ókeypis.
Handboltastjarna
ræðir uppeldismál
Ólafur Stefánsson
LÖGREGLAN var kölluð að fjöl-
býlishúsi í Kópavogi nokkru eftir
miðnætti í fyrrinótt. Kvartað var
undan hávaða og sá sem kvartaði
sagðist ekki ná að festa svefn. Þeg-
ar komið var á staðinn reyndist
kvörtunin á rökum reist en heyra
mátt óm af hljóðfæraleik út á stétt.
Þegar málið var kannað frekar
reyndist karl á fimmtugsaldri vera
að spila á píanó. Lögreglan segir,
að maðurinn hafi verið ölvaður og
ekki í neinu standi til að spila á pí-
anó eða önnur hljóðfæri.
Gat ekki sofið
vegna tónlistar
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur
með nýrri reglugerð opnað fyrir
möguleikann á útgáfu markaðs-
leyfa fyrir lyf sem skortur er á og
ekki hefur verið sótt um markaðs-
leyfi fyrir.
Þessar breytingarnar eru þó háð-
ar því að almannaheilbrigði og al-
mannahagsmunir búi að baki og að
viðkomandi lyf hafi markaðsleyfi í
öðru EES-ríki.
Aðgangur að lyfjum
FARÞEGAR
Flugfélags Ís-
lands í áætlun-
arflugi í fyrra
voru um 420.000
sem er 2% fækk-
un frá árinu á
undan. Þar af
voru um 22.000
farþegar til
Færeyja og Grænlands.
Hlutfallslega fjölgaði farþegum
mest á leiðinni milli Reykjavíkur og
Vestmannaeyja, um 26%, og flugu
um 29.000 farþegar þá leið. Á leið-
inni til Akureyrar og Ísafjarðar
stóð farþegafjöldinn í stað og var
um 47.000 þúsund til Ísafjarðar og
200.000 til Akureyrar. Farþegar á
leiðinni til Egilsstaða voru um
114.000 sem er 15% fækkun milli
ára.
Flugfarþegum
fækkaði á árinu
STUTT
„AUÐVITAÐ myndum við gjarnan
vilja losa okkur frá vísitölunni en við
erum í sömu sporum og svo margir
aðrir að okkar lán eru vísi-
tölutengd,“ segir Sigurður Páll
Harðarson, framkvæmdastjóri
Byggingarfélags námsmanna.
„Þetta hangir saman, við þurfum
að borga af láni og ef við sleppum
vísitölunni þá getum við ekki staðið í
skilum, það er bara svo einfalt.“
Spurður hvort hann hafi áhyggjur af
því að leigusamningum verði í aukn-
um mæli sagt upp svarar Sigurður:
„Auðvitað höfum við áhyggjur af
því. Maður er náttúrlega hræddur
um að ef það verður frekari veiking
á krónu eða vísitalan hækkar óeðli-
lega komi það fram í hærra leigu-
verði. Við erum að skoða hvað við
getum gert en það er ekki tímabært
að upplýsa það eins og er.“
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„LEIGAN var um 77 þúsund þegar
við fluttum þarna inn, svo hækkaði
hún um 15% í fyrra sem var ansi mik-
ið en hefur svo haldið áfram að hækka
um þúsundkall og þúsundkall síðan
og fer bara að verða dýrasta leiga á
höfuðborgarsvæðinu held ég,“ segir
Eggert Ragnarsson sem leigir stúd-
entaíbúð í Grafarholti af Bygginga-
félagi námsmanna.
Íbúðin, sem er 50,1 m² stór, kostar
Eggert og konu hans, Amöndu Tyah-
ur, nú 92 þúsund krónur á mánuði án
rafmagns, og nálgast leiguverðið því
að vera um 2.000 kr. á fermetrann.
Það er í nokkru ósamræmi við al-
mennt leiguverð sem hefur farið
lækkandi eftir að hafa verið í hæstu
hæðum síðustu ár, en ástæðuna er að
finna í vísitölutengingu leigunnar.
Íbúðir á almenn-
um markaði hafa
vart verið sam-
keppnishæfar við
stúdentaíbúðir,
sem fram að þessu
hafa verið hag-
stæðasti kostur-
inn, en það gæti
nú verið að breyt-
ast. Hræringar
hafa verið á leigu-
markaði undanfarið, framboð af hús-
næði hefur aukist mjög enda hefur
mikið verið byggt en jafnframt dregið
úr fasteignaviðskiptum.
Samkvæmt upplýsingum frá Hús-
eigendafélaginu hefur leiguverð á
höfuðborgarsvæðinu lækkað að með-
altali um 20-30% frá síðastliðnu
sumri. Húseigendur grípa í auknum
mæli til þess ráðs að aðskilja leiguna
frá neysluvísitölunni til að halda í
góða leigjendur þrátt fyrir að hagn-
aður standi ekki undir láninu, frekar
en að láta húsnæðið standa autt.
Sjálfum bauðst Eggerti nýlega
stærri íbúð, 80 m², sem er mun nær
skólanum og á lægra leiguverði, 80
þúsund kr. á mánuði. Íbúðin hentar
þeim hjónum því í alla staði betur en
þau sjá sér ekki fært að flytja. „Upp-
sagnarfresturinn á íbúðinni er þrír
mánuðir frá mánaðamótum, svo að ef
ég segi honum upp núna tekur það
ekki gildi fyrr en í febrúar og ég gæti
ekki flutt út fyrr en í maí.“
Þau þyrftu því að greiða tvöfalda
leigu í hátt í 4 mánuði sem þau ráða
ekki við. „Þannig að við þurfum bara
að búa þarna áfram,“ segir Eggert.
Hann segist hins vegar fullviss um að
haldi verð á stúdentaíbúðunum,
áfram að þróast í öfuga átt við leigu-
verð á almennum markaði verði óum-
flýjanlega brottflutningur þaðan.
Breytingar á leigumarkaði
Dæmi eru um að stúdentaíbúðir séu nú dýrari en sambæri-
legar íbúðir á almennum markaði vegna vísitölutengingar
Eggert
Ragnarsson
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
FAXI RE-9 fann fyrstu loðnu ársins
kl. 3.30 í gærmorgun. Hún var í
Langaneskantinum norður og norð-
austur af Langanesi. Börkur NK
fann einnig loðnu undir kvöld. Skipið
var þá statt um 60 sjómílur ANA af
Langanesi. Lundey NS og hafrann-
sóknaskipið Árni Friðriksson höfðu
ekki fundið loðnu síðdegis í gær.
„Við erum fyrst að sjá einhverja
loðnu núna þegar við erum komnir
60 sjómílur austnorðaustur úr
Langanesinu,“ sagði Sturla Þórðar-
son, skipstjóri á Berki NK um kvöld-
matarleytið í gær. Þeir voru þá á
nyrsta leitarleggnum í sinni leitar-
áætlun. Þá var verið að kasta trollinu
til að fá sýni úr loðnunni. Sturla
sagði að eitthvað hefði sést af loðnu í
fiskileitartækjunum en lagði ekki
mat á hve mikið það væri.
Albert Sveinsson skipstjóri á Faxa
RE sagði að fundist hefðu randir og
flekkir af loðnu eftir að fyrsta torfan
fannst í gærmorgun. Skipið sigldi
eftir ákveðnum leggjum og fór ekki
af stefnunni til að fylgja torfunum
eftir. Þegar rætt var við Albert síð-
degis í gær var Faxi búinn að sigla 36
sjómílur í norðaustur með kantinum
frá því fyrsta torfan fannst og var
enn að finna loðnu. Albert sagði að
hún virtist halda sig á svipuðum stað
miðað við kantinn.
„Það er loðna hérna og lítur út
eins og hún hefur gert undanfarin ár,
eins og mér finnst þetta vera,“ sagði
Albert. Áhöfnin á Faxa hafði tekið
tvö sýni úr torfunum og sagði Albert
að þetta væri fínasta loðna. „Svæðið
sem við erum að skanna er þetta
hefðbundna loðnusvæði akkúrat á
þessum árstíma,“ sagði Albert.
Loðnufundur kom ekki á óvart
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
nytjastofnasviðs Hafrannsókna-
stofnunarinnar, sagði að búist hefði
verið við því að loðna gæti fundist á
því svæði sem Faxi var á í gær og
eins þar sem Börkur var kominn í
gærkvöldi.
„Við vitum ekki enn hversu víð-
áttumikið þetta er. Þetta var líklegur
staður fyrir þá loðnu sem var mæld í
desember. Við vonum að þetta haldi
áfram,“ sagði Þorsteinn. „Við erum
að safna í sarpinn til að geta séð flat-
armálið og útbreiðsluna til að geta
metið þetta.“
Þorsteinn sagði að ólíklegt hefði
verið talið að Árni Friðriksson
myndi finna loðnu í þessari leit. Hins
vegar voru vonir bundnar við að
Lundey myndi finna loðnu, en Þor-
steinn sagði það ekki óeðlilegt þótt
ekkert fyndist á hennar slóðum.
Lundey mun leita austur fyrir Kol-
beinseyjarhrygg áður en leit hennar
lýkur.
Um borð í fiskiskipunum er tækja-
búnaður sem hefur verið kvarðaður í
samræmi við tæki hafrannsókna-
skipanna. Þannig er samsvörun á
milli mælinga þeirra. Niðurstöður
mælinga fiskiskipanna nýtast því
beint við mat á stærð loðnustofnsins.
Þorsteinn sagði að gögnunum frá
skipunum væri hlaðið niður hjá Haf-
rannsóknastofnuninni dag og nótt.
Í leiðangri Hafrannsóknastofnun-
arinnar seint í fyrra mældust aðeins
270 þúsund tonn af hrygningarloðnu.
Aflaregla í loðnu gerir ráð fyrir því
að skilin séu eftir í sjónum 400 þús-
und tonn af loðnu til hrygningar.
Þorsteinn sagði að ef niðurstaða
loðnuleitar nú yrði svipuð og í des-
ember s.l. þá yrði engin tillaga um
veiðikvóta lögð fram.
Fyrsta loðnan fannst
í Langaneskantinum
Faxi RE og Börkur NK voru báðir búnir að finna loðnu í gærkvöldi
Morgunblaðið/Kristinn
Á milli steins
og sleggju
LOÐNUSKIPIN Faxi RE, Börkur
NK og Lundey NS hafa verið við
loðnuleit ásamt hafrannsóknaskip-
inu Árna Friðrikssyni. Skipin fóru
til leitarinnar síðastliðinn sunnu-
dag. Skipin hafa siglt eftir
ákveðnum leiðarlínum sem spanna
loðnumiðin fyrir norður- og austur-
landi. Börkur NK átti að ljúka sinni
leit í gærkvöldi eða í nótt. Þá var
búist við að Lundey NS og Faxi RE
lykju leitinni í dag eða á morgun.
Mælinganiðurstöður frá skip-
unum eru sendar um gervitungl og
er unnið úr þeim hjá Hafrann-
sóknastofnuninni.
$%&'
$(&
$)&
$*&
$+&
$$&
,-&,)&
)&
. !"
/
0
1
.
Loðnu leitað eftir línum
Hvað er loðna?
Loðnan er smávaxinn fiskur af
loðsílaætt. Hún er svonefndur
uppsjávarfiskur og heldur sig í
torfum nálægt yfirborði sjávar.
Hún hrygnir 2-6 ára gömul og
drepst oftast að hrygningu lok-
inni.
Hvernig er loðnan veidd?
Loðna hefur verið veidd í hringnót
og einnig í flotvörpu. Loðnuveiðar
íslenskra skipa náðu hámarki árið
1997 þegar veiddar voru rúmlega
1,3 milljónir tonna. Loðnan hefur
aðallega veiðst fyrstu þrjá mánuði
ársins.
Hve mikið er veitt?
Loðnuveiðar sveiflast mjög milli
ára. Á síðasta fiskveiðiári var leyfð
veiði á rúmlega 157 þúsund tonn-
um. Aflinn á fiskveiðiárinu 2007/
2008 var um 160 þúsund tonnum
minni en á fyrra fiskveiðiári.
S&S