Morgunblaðið - 07.01.2009, Side 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
MENNINGARHÚSIÐ á Dalvík, sem Sparisjóð-
ur Svarfdæla er að láta reisa og ætlar að færa
sveitarfélaginu að gjöf, verður tekið í notkun á
þessu ári. „Þetta er glæsilegt hús og verður
notadrjúgt, þarna verður meðal annars bókasafn
bæjarins þannig að húsið verður í daglegri notk-
un,“ sagði Jóhann Antonsson, formaður stjórnar
sparisjóðsins, við Morgunblaðið. Fjölnota salur
verður einnig tilbúinn til notkunar í ár.
Eins og nærri má geta bíða Dalvíkingar mjög
spenntir eftir því að starfsemi hefjist í húsinu, að
sögn Jóhanns. Húsið, sem er 700 fermetrar að
flatarmáli, er sérstakt og mun setja mikinn svip
á bæinn, en það stendur aðeins steinsnar frá
Ráðhúsinu í miðjum bænum.
Stjórn sparisjóðsins ákvað fyrir fáeinum miss-
erum, í ljósi góðrar afkomu sjóðsins, að gefa
byggðarlaginu umrætt hús. Var slíkt for-
dæmalaust og vakti mikla athygli.
Veður hafa skjótt skipast í lofti og margar
fjármálastofnanir eru í vandræðum en Jóhann
segir að fé hafi verið tekið frá fyrir byggingunni
áður en hamfarirnar á fjármálamarkaðnum
dundu yfir í haust. Um 300 milljónir króna höfðu
verið teknar til hliðar vegna verkefnisins, og
segir Jóhann það duga fyrir nánast öllum kostn-
aði. Unnið er á fullu við húsið um þessar mundir.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður tek-
ið í notkun, en það verður líklega að mestu leyti
tilbúið um mitt ár. skapti@mbl.is
Menningarhúsið í notkun á árinu
Sparisjóður Svarfdæla ákvað í ljósi góðrar afkomu 2006 að gefa íbúum sveitarfélagsins glæsi-
legt menningarhús Búið var að taka frá fé fyrir framkvæmdum fyrir bankahrunið í haust
Í HNOTSKURN
»Stjórn Sparisjóðs Svarf-dæla ákvað, í ljósi góðr-
ar afkomu sjóðsins 2006, að
kosta byggingu menningar-
húss á Dalvík. Tilkynnt var
um göfina í febrúar 2007.
»Arkitekt hússins erFanney Hauksdóttir og
verktaki við húsið er fyr-
irtækið Tréverk á Dalvík.
» Í menningarhúsinu verð-ur m.a. fjölnota salur,
bókasafn, kaffihús og upp-
lýsingamiðstöð og mun Dal-
víkurbyggð taka við rekstri
hússins að byggingu lok-
inni.
Glæsilegt Menningarhúsið í miðbæ Dalvíkur verður áberandi. Arkitekt er Fanney Hauksdóttir.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„OKKUR finnst það alveg skelfilegt
að taka svona há komugjöld. Það er
ekkert óeðlilegt við að hækka þau
pínulítið, en að nota þetta sem fé-
þúfu, það finnst mér ekki í lagi,“ seg-
ir Helgi K. Hjálmarsson, formaður
Landssambands eldri borgara.
Um áramótin tók gildi ný reglu-
gerð um hlutdeild sjúklings í kostn-
aði vegna heilbrigðisþjónustu og er
þar í fyrsta skipti tekið upp komu-
gjald vegna innlagnar á sjúkrahús,
utan fæðingardeildar. Helgi segir að
þarna sé eins og endranær verið að
ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur og komugjöldin komi mjög
illa við eldri borgara.
„Þetta verður þess valdandi að
fólk sem á erfitt með að standa undir
þessu dregur það að fara til læknis.
Það eru ekki allir sem draga beint úr
vasa sínum þennan stóra pening,
fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar.“
Þegar heilbrigðisnefnd samþykkti
gjaldtökuna var að sögn miðað við að
upphæðin yrði sambærileg komu-
gjöldum á slysadeild og bráða-
móttöku, sem eru 4.600 kr., en það
reyndist á endanum verða talsvert
hærra og greiðir almenningur nú
6.000 kr. fyrir að leggjast inn á
sjúkrahús frá og með 1. janúar. Elli-
og örorkulífeyrisþegar greiða helm-
ingi minna, 3.000 krónur.
Sjúkrakostnaður hækkar því tals-
vert fyrir hinn almenna borgara því
auk hinna nýju innlagningagjalda
hækka líka komugjöld á heilsu-
gæslustöð og gjöld vegna læknavitj-
ana, hvort um sig um 400 kr., auk
hækkana á ýmsum bólusetn-
ingagjöldum. Þá hefur kostnaður við
flutning með sjúkrabíl í veikindum
hækkað ár frá ári og er nú 4.700 kr.
fyrir sjúkratryggða, en var til sam-
anburðar 3.500 kr. samkvæmt reglu-
gerð árið 2006. Sjúklingur sem þarf
á bráðri sjúkrahúsinnlögn að halda
og er sóttur á sjúkrabíl þarf því að
greiða samtals 10.700 kr. nú, en
hefði aðeins þurft að greiða 3.500 kr.
fyrir tveimur árum. Ellilífeyris- eða
örorkuþegi í sömu sporum þarf þá
að greiða 7.700 kr. samtals.
Halldór Sævar Guðbergsson, for-
maður Öryrkjabandalags Íslands,
segir að hækkunin komi ekki aðeins
illa við þá sem lifi á strípuðum ör-
orkubótum heldur ekki síður þá sem
nú lifa af atvinnuleysisbótum. „Við
hefðum viljað sjá ríkisstjórnina
reyna að ná tekjum með öðrum leið-
um, eins og að hækka hátekuskatt
eða fjármagnstekjuskatt.“
Hann óttast að þótt gjöldunum sé
komið á í skjóli kreppu verði erfitt
að losna við þau í framtíðinni, þau
muni frekar hækka með tímanum en
vera felld niður. „Ég hugsa að þetta
sé þá komið til að vera, því miður.
Þetta var ekki það sem við von-
uðumst eftir að fá í nýársgjöf.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Á móti Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalagið gagnrýna upptöku komugjalda á sjúkrahús og segja ráðist á garðinn þar sem hann sé lægstur.
Komugjöldin slæm þróun
Kostnaður við sjúkraflutning og sjúkrahúsinnlögn í veikindum hefur hækkað um
7.200 kr. á þremur árum Nýtt gjald kemur illa við eldri borgara og öryrkja
HAFÍSINN var
víðsfjarri strönd-
um Íslands yfir
hátíðarnar, sam-
kvæmt upplýs-
ingum Veð-
urstofunnar.
Á gervi-
hnattamynd sem
tekin var í byrjun
vikunnar má sjá að hafísjaðarinn
var næst landi um það bil 75 sjómíl-
ur norðvestur af Vestfjörðum.
Að venju má reikna með stökum
jökum og röstum nær landi og bið-
ur Veðurstofan sjófarendur að fara
að öllu með gát. Ekki er útlit fyrir
að ísinn færist nær landi næstu
daga þar sem vindátt mun að mestu
verða af suðri og norðaustri.
sisi@mbl.is
Hafísinn er
víðsfjarri
landinu
SKIPAKOMUR á Grundartanga ár-
ið 2008 voru fleiri en nokkru sinni
fyrr. Flutningar um höfnina eru um
1,3 milljón tonn, en fjöldi skipa á
árinu var 271, sem er nokkur aukn-
ing frá því sem best þekktist áður.
Elkem hefur m.a. verið að breyta
framleiðslu sinni, sem kallar á
meiri umsvif, en einnig hefur fram-
leiðsla Norðuráls aukist á síðustu
árum.
Í auglýsingu er nýtt deiliskipulag
fyrir Klafastaðahluta Grund-
artanga þar sem til verða yfir 100
iðnaðarlóðir. Nokkrir aðilar hafa
verið að spyrjast fyrir um lóðir seg-
ir á vef Faxaflóahafna.
sisi@mbl.is
Mörg skip á
Grundartanga
NÝSKRÁNINGUM ökutækja fækk-
aði um 42% milli áranna 2007 og
2008 eða úr 30.034 fyrra árið í
17.509 árið í fyrra. Eigendaskipti
ökutækja á síðasta ári voru 83.589
en þau voru 105.545 á árinu á und-
an. Hlutfallsleg fækkun eig-
endaskipta nemur því 20,8% milli
ára, samkvæmt upplýsingum Um-
ferðarstofu.
Í janúar 2008 voru u.þ.b. 64%
fleiri ökutæki nýskráð en í janúar
2007. Síðan urðu mikil umskipti og
í desember 2008 voru nýskráningar
aðeins 7,8% af nýskráningum des-
embermánaðar ársins á undan en
það jafngildir 92,2% fækkun.
Mun færri
ný ökutæki
Tíðkast að rukka komugjöld á
sjúkrahús í öðrum löndum?
Bent hefur verið á að sambærileg
komugjöld við sjúkrahúsinnlögn hafi
lengi verið við lýði í Finnlandi og Sví-
þjóð. Eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst státar Ísland þó af því
nú að innheimta hæstu gjöldin,
6.000 kr. Í Finnlandi er komugjaldið
svipað en ögn lægra, þ.e. 30,3 evrur
sem nemur 5.139 ISK. Sambærileg
gjöld í Svíþjóð eru ekki ákveðin mið-
lægt heldur af hverju héraði fyrir sig,
og eru almennt um 80 SEK, sem
nemur 1.254 ISK. Ungmenni undir
20 ára aldri eru almennt undanskilin
og aldraðir greiða lægri upphæð.
Hvernig er gjaldið innheimt?
Samkvæmt upplýsingum frá
Tryggingastofnun hefur ekki verið
ákveðið hvernig standa á að inn-
heimtu komugjaldsins, þ.e. hvort
sendur verður gíróseðill eða hvort
greitt verði á sjúkrahúsinu sjálfu.
S&S