Morgunblaðið - 07.01.2009, Page 20

Morgunblaðið - 07.01.2009, Page 20
DANSFÉLAGIÐ Hvönn í Kópa- vogi, elsta starfandi dansfélag bæj- arins, heldur upp á 15 ára starfs- afmæli sitt á haustmánuðum. Félagið fékk þá ánægjulegu jóla- gjöf frá Kópavogsbæ að komast lokst í fast húsnæði eftir 14 ár í bænum. Hildur Ýr Arnarsdóttir danskennari hefur verið yfirþjálf- ari frá byrjun og hefur haldið utan um kennslu og starfsemi í góðri samvinnu við stjórn félagsins. Hús- næðið sem Hvönn hefur nú fengið er í íþróttakademíunni við Vall- arkór 14, þar sem líkamsrækt- arstöðin H10 var áður til húsa. Húsnæðið verður komið í fulla notkun 17. janúar þegar formleg kennsla hefst hjá dansfélaginu og opnunarhátið verður sunnudaginn 18. janúar. Dansfélagið Hvönn fær- ir nú alla sína starfsemi úr íþrótta- húsi HK við Skálaheiði upp í Vall- arkór. Þar verður aðalskrifstofa félagsins og félagsaðstaða ásamt tveimur danssölum sem hægt er að opna á milli þegar nemendasýn- ingar og slíkar uppákomur verða haldnar. Samkvæmt upplýsingum frá Hildi Ýr hefur dansfélagið Hvönn á síðastliðnum árum átt góðu gengi að fagna og unnið til margra Ís- landsmeistaratitla í standard-, lat- in- og línudönsum. „Nemendur eru frá þriggja ára aldri og upp úr, engin efri mörk eru sett því að allir geta lært að dansa og aldrei of seint. Við erum full tilhlökkunar þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu og tökum vel á móti öllum,“ segir Hildur Ýr danskennari. Ný byrjun hjá dansfélaginu Hvönn Dans Allir geta lært að dansa – en sumir ná betri árangri en aðrir. TENGLAR .............................................. www.hvonn.com Margir eiga hlýjar útivistarflíkur með feldi. Hjá flestum íslensku fyr- irtækjanna er notast við alvöru feld sem fenginn er frá Kína. Ekki eru allir sáttir við stað- arvalið og segja illa farið með dýrin í Kína. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Bæði fyrirtækin ZO-ONog 66°N nota loðfeldiframleidda í Kína í úti-vistarfatnað sinn. Hjá báðum fyrirtækjunum fengust þær upplýsingar að eftirlit í verk- smiðjunum væri strangt og gætu fyrirtækin framvísað vottorðum um að dýrin, ýmist marðarhundar eða þvottabirnir, væru alin upp við góðar aðstæður og lógað sam- kvæmt settum reglum og á mann- úðlegan hátt. Um væri að ræða sérstaka loðdýrarækt sem færi fram með fullri vitund kínverskra stjórnvalda. Strangar kröfur í Bandaríkjunum Í laugardagsblaði Morgunblaðs- ins gagnrýndi Hanna María Arn- órsdóttir dýralæknir íslenska fyr- irtækið Cintamani fyrir að nota feldi, framleidda í Kína, í útivist- arfatnað sinn. Hún sagði vitað að dýr alin upp til iðnaðar í Kína hlytu afar slæma meðferð. Þá hefði það sýnt sig að pappírar, sem ættu að staðfesta viðunandi meðferð „Okkar vara hefur fengið að fara inn á Bandaríkjamarkað óáreitt sem segir ýmislegt,“ segir Jón. Nákvæmra vottorða ekki krafist á Íslandi Halldór G. Eyjólfsson, forstjóri 66°N, hefur svipaða sögu að segja. Hann segir fyrirtækið hafa flutt úlpur með loðfeldi til Bandaríkj- anna í fjögur ár án nokkurra vand- kvæða. Bandaríkjamenn séu afar nákvæmir í þessum efnum, þeim sé umhugað um dýravernd og ekki sé hægt að koma hverju sem er inn í landið. „Þú nærð ekki að toll- afgreiða svona hluti inn til Banda- ríkjanna nema allt sé á hreinu. Það stoppar allt á landamærunum þar til réttum pappírum er framvísað.“ Halldór segir hvergi annars staðar krafist jafn nákvæmra vott- orða. „Þeirra er ekki krafist á Ís- landi og ekki annars staðar í Evr- ópu,“ segir hann og fékkst það staðfest í gær hjá Umhverf- isstofnun að ekki væri krafist vott- orða á framleiðsluháttum m.t.t. dýraverndar við innflutning á loð- feldum til Íslands. Notkun loðfelda frá Kína algeng Marðar- hundar eru líkir þvotta- björnum í út- liti en eru ekki af sömu ætt. dýra, væru marklausir og oft órekjanlegir. Skúli J. Björnsson, stjórnarmaður og einn eigenda Cintamani, svaraði gagnrýninni í fyrradag og sagði fyrirtækið setja það skilyrði að skinnin væru keypt af vönduðum og viðurkenndum framleiðendum og væri til vottorð, frá dýralæknisembættinu í Nan- tong, því til staðfestingar. Verið væri að vinna að því nú að setja allar upplýsingar um fram- leiðsluferlið í Kína inn á heimasíðu Cintamani og yrðu þær aðgengi- legar fljótlega. Jón Erlendsson, framkvæmda- stjóri ZO-ON, segir að í verksmiðj- unum sem fyrirtækið notast við í Kína sé einnig verið að framleiða fyrir stór vörumerki á borð við Nike og Adidas. Þau myndu ekki nýta sér verksmiðjurnar nema allt væri vottað og klárt að þar væri ekki farið illa með dýr. Fyrirtækin væru að framleiða fyrir Banda- ríkjamarkað sem segði sína sögu þar sem bandarísk stjórnvöld og verslanir gerðu strangar kröfur um að skinnin væru ekki af dýrum sem hefðu sætt slæmri meðferð. 20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 Marðarhundar þykja afar líkir þvottabjörnum í útliti og í það vísar enskt heiti þeirra („rac- coon dogs“ en þvottabirnir kall- ast „raccoons“ upp á engil- saxnesku.) Dýrin eru þó af ólíkum ættum, þvottabirnir af ætt hálfbjarna en marð- arhundar af hundaætt, líkt og nafnið gefur til kynna. Dýrin tvö eru svipuð að stærð og þyngd auk þess sem líftími þeirra er svipaður. Stærð gota er hins vegar afar ólík. Þvotta- birnir eignast 2-5 afkvæmi í einu en í goti marðarhunda eru jafnvel fimmtán eða fleiri hvolp- ar. Marðarhundar eru algengir í Asíu en þeim hefur þó farið ört fækkandi undanfarin ár vegna loðfeldaiðnaðarins. Samkvæmt könnun þriggja dýraverndarhópa á loðdýrarækt í Kína eru um 1,5 milljónir marð- arhunda ræktaðar í þeim til- gangi einum að hlýr feldur þeirra nýtist við framleiðslu yfirhafna. Líkir en óskyldir Verið er að vinna að því nú að setja allar upplýsingar um framleiðsluferlið í Kína inn á heimasíðu Cintamani og verða þær aðgengilegar fljótlega. HVER kannast ekki við að kaupa æfingatæki til heimabrúks, ætla sér að nota það daglega, en sitja svo uppi með rykfallinn og oft rándýran grip inni í geymslu eða undir stiganum? Talið er að Bandaríkjamenn einir eyði um fjór- um milljörðum dala árlega í þrekhjól, göngubretti og þrekstiga sem sjaldan eða aldrei eru svo notuð. Nýleg könnun þar í landi sýnir að 40% þeirra sem fjárfesta í líkamsræktartækjum nota þau mun minna en þeir höfðu ætlað sér. Samkvæmt grein í bandaríska dagblaðinu New York Times eru það nefni- lega ekki kaupin á æfingatækinu sem hvetja fólk til líkamsræktar, mun meira þarf til. Og rannsóknir sýna að þeir sem ekki eiga líkamsræktartæki til heimabrúks eru líklegri til að stunda líkamsrækt. Í októberhefti tímaritsins Annals of Behavioral Medicine segir frá rann- sókn á 205 fullorðnum sem hvattir voru til að byrja að stunda reglulega lík- amsrækt. Eftir sex mánuði hafði helmingur þeirra hafið æfingar en þriðj- ungur þeirra var hins vegar hættur eftir 12 mánuði. Rannsóknin sýnir að þeir sem áttu líkamsræktartæki heima voru 73% líklegri til að byrja að æfa en sömuleiðis voru þeir 12% líklegri en þeir sem ekki áttu slíkt tæki til að hætta að æfa áður en árið er úti. Þykir rannsakendum niðurstaðan benda til að líkamsræktartæki heima við sé ekki nægur hvati til líkamsræktar einn og sér. Aðrir þættir eru mun mikilvægari. Hugarfarið skiptir meira máli: Að hafa trú á sjálfan sig, að setja sér raunhæf markmið og vinna markvisst að þeim er vænlegast til árangurs. Morgunblaðið/Ómar Árangur Að setja sér markmið og vinna markvisst að því skilar árangri. Líkamsræktar- tækið í geymslunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.