Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
ÞAÐ var ánægjuleg
grein sem birtist í
Morgunblaðinu sunnu-
daginn 4. janúar þar
sem foreldrar lang-
veikrar stúlku lýstu yf-
ir sérstakri ánægju
sinni með þjónustuna
hjá Sjónarhóli og í Rjóðr-
inu. Greinin gefur innsýn í
hve nauðsynlegt er að bjóða upp á
val hvað varðar þjónustu og aðstoð í
velferðarkerfinu.
Bjarmalundur, ráðgjafarstofa um
Alzheimer og öldrun, var opnaður í
maí 1997 og er til húsa að Tryggva-
götu 16 í miðbæ Reykjavíkur. Að
hluta til er Sjónarhóll fyrirmynd
Bjarmalundar, þ.e. að fjölskyldur
geta fengið allar upplýsingar varð-
andi málaflokkinn á einum stað og
aðstoð við að gera áætlanir varðandi
næstu skref. Starfsfólk Bjarma-
lundar er líkt og umferðarlögregla
sem leiðir fólk í gegnum flókið vel-
ferðarkerfi og bendir á rétta veginn.
Þess ber að geta að þó sérhæfing
Bjarmalundar felist í aðstoð og ráð-
gjöf við sjúklinga með heilabilun og
aðstandendur þá er þar einnig veitt
ráðgjöf um hvaðeina er snertir mál-
efni aldraðra, svo sem fjármál, hús-
næðismál, félagsmál og hvað sem
upp kann að koma. Ýmsir aðrir sér-
fræðingar eru í tengslum við
Bjarmalund, þ.m.t lögfræðingur.
Undirritaðar hefur lengi dreymt
um að opna heimili (einbýlishús í
venjulegu íbúðahverfi) fyrir skamm-
tímainnlagnir og afþreyingu fyrir
sjúklinga á fyrri stigum sjúkdóms-
ins. Þar er Rjóðrið að hluta til fyr-
irmynd þar sem boðið er upp á
skammtímainnlagnir fyrir langveik
börn af öllu landinu í þann tíma sem
fjölskylda viðkomandi hefur þörf
fyrir. Þar er sveigjanleikinn í fyr-
irrúmi eins og sjá mátti af reynslu
þeirra hjóna.
Sjúkdómsferli heilabilunar tekur
að meðaltali 10-12 ár. Heilmikil
þjónusta er í boði á höfuðborg-
arsvæðinu á seinni stigum, þ.e. eftir
að sjúklingur getur ekki verið leng-
ur einn án eftirlits. Má nefna sjö
dagdeildir, þrjú sambýli og margar
sérhæfðar deildir á hjúkrunarheim-
ilum. Það hefur hins vegar skort
verulega á þjónustu á fyrri stigum
þ.e. fyrir og eftir greiningu og þar til
viðkomandi þarf á dagdeild að halda,
en það tímabil getur verið 5-7 ár að
jafnaði. Má þar nefna sérhæfða ráð-
gjöf, aðstoð við hæfi í heimahúsi, til-
boð á afþreyingu og skamm-
tímainnlagnir. Álagið á fjölskylduna,
einkum makana, byrjar yfirleitt
löngu áður en sjúkdómsgreiningin
fæst. Því þarf að vera í boði ráðgjaf-
armiðstöð eins og Bjarmalundur og
einnig þarf að vera hægt að bjóða
upp á skammtímainnlagnir og af-
þreyingu strax og sjúkdómsgreining
er ljós. Alzheimerssjúklingar eru
vissulega langveikir og það er lík-
lega enn meira bindandi að annast
þá heldur en blessuð börnin þar sem
mun erfiðara er að fá afleysingu
(pössun) frá umönnuninni. Það þarf
ekki að spyrja að því að ef aðstand-
endur ættu kost á að fá hvíld ein-
staka helgi, í viku eða eftir þörfum
hvers og eins, þá yrði úthaldið mun
meira og minni hætta á ótímabær-
um, rándýrum innlögnum.
Hugmyndafræðin um Bjarmalund
hefur verið í þróun frá því í árs-
byrjun 2004. Árlegar viðskiptaáætl-
anir hafa verið gerðar frá árinu 2005
og í fyrra vann viðskiptaáætlun
Bjarmalundar fyrir árið 2008 til
verðlauna í frumkvöðlakeppni Inn-
ovit og fékk einnig viðurkenningar í
formi styrkja frá þremur ráðu-
neytum.
Hugmyndafræðin gengur út á það
að í framtíðinni verði Bjarmalundur
allsherjar þekkingar- og þjónustu-
miðstöð þar sem boðið verður upp á
samfellda þjónustu fyrir sjúklinga
og aðstandendur frá upphafi ein-
kenna og fram að stofnanavistun.
Hluti af þessari þjónustu er sérhæfð
heimaþjónusta og hefur Bjarma-
lundur þegar undirbúið þann þátt
með því að semja námskrá upp á 4
eininga framhaldsnám fyrir fé-
lagsliða sem vilja sérhæfa sig í
umönnun fólks með heilabilun, auk
þess að sjá um kennslu og þjálfun.
Þegar hafa á sjötta tug félagsliða út-
skrifast úr þessu námi, sem var
skipulagt í samstarfi við Eflingu
stéttarfélag og Mími símenntun.
Næstu skref hjá Bjarmalundi eru
að vinna að því að ná fram þjónustu-
samningum svo hægt sé að veita
ókeypis ráðgjöf og stuðning líkt og
Sjónarhóll gerir. Einnig að halda
áfram að berjast fyrir því að fá að
opna heimili fyrir skammtímavist-
anir og afþreyingu. Stóra spurningin
er hvort kreppuástandið vinni með
eða á móti Bjarmalundi í þessu hug-
sjónastarfi.
Frekari upplýsingar um Bjarmal-
und má finna á www.bjarmalund-
ur.is.
Bjarmalundur – Einkaframtak
Hanna Lára Steins-
son og Dögg Kára-
dóttir segja frá
starfsemi Bjarmal-
undar
» Starfsfólk Bjarma-
lundar er líkt og um-
ferðarlögregla sem leið-
ir fólk í gegnum flókið
velferðarkerfi og bendir
á rétta veginn.
Höfundar eru félagsráðgjafar og reka
Bjarmalund, ráðgjafarstofu um Alz-
heimer og öldrun.
Hanna Lára
Steinsson
Dögg
Káradóttir
SPENNANDI þróun
hefur orðið undanfarið í
bílaiðnaði. Allir þekkja
áhyggjur vegna aukins
koltvísýrings (út-
blástur) í umhverfinu og
áherslu stjórnvalda í
þróuðum löndum á
minnkuðum útblæstri.
Á alþjóðavettvangi
hrúgast upp samþykktir
um minnkun útblásturs og ákveðin
mörk hafa verið sett hverri þjóð.
Stjórnvöld á Íslandi láta iðulega frá
sér heyra um takmarkanir í út-
blæstri og blandast það inn í áform
um ný álver, en kolaskaut eru notuð
við framleiðsluna, en þau eyðast og
mynda útblástur. En hann er brot af
því sem hann væri ef rafmagn er
framleitt með brennslu jarðkolvetna
eða kola eins og gert er í Kína. Um
framleiðslu áls eru því deilur þrátt
fyrir hófsaman útblástur þegar
vatnsafl er notað til framleiðslu raf-
magns. – En samstaða er orðin um
að útblástur verði haminn á Íslandi
en við erum jú katólsk-
ari en páfinn.
Toyota Príus varð-
aði veginn
Fyrir fáeinum árum
kom á markað bíllinn
Toyota Príus, en hann
er kallaður tvinnbíll
þar sem í honum eru
tvö orkukerfi; annað er
bensínmótor og hitt er
rafmótor drifinn af
nikkelhydríð-
rafgeymi. Bíllinn opn-
aði augu fólks fyrir
möguleikum á notkun
orkukerfis, sem byggðist á öðru en
brennslu eldsneytis. Þótt orkugeymd
rafkerfisins sé takmörkuð í Príusn-
um vegna þunga rafgeymanna er
orðið ljóst að rafbílar eru framundan.
– Ýmsir aðrir rafgeymar hafa verið
reyndir, en nikkelgeymar eru of
þungir til þess að unnt sé að nota þá
fyrir flestar gerðir bíla. Áður höfðu
blýgeymar verið í ýmsum bílum sem
fóru skammt frá sínum höf-
uðstöðvum. Ritari minnist þess að
póstþjónustan í München notaði fyr-
ir hálfri öld blýrafbíla til að dreifa
pósti um nærliggjandi götur. Blý-
geymar eru miklu þyngri en nikk-
elgeymar miðað við orkugeymd. Enn
léttari geymar eru nauðsynlegir til
þess að bylting geti orðið. Vís-
indamenn þurftu ekki að rýna í lotu-
kerfið lengi til að sjá að málmur
framtíðarinnar hlyti að vera litíum,
léttastur allra málma og líktist
magnesíum efnafræðilega. Svo kom
að því fyrir nokkru að ferðatölvur
með litíumrafgeymum komu á mark-
að en þær þurfa töluverða orku ef
þær eru öflugar en léttar. Þá gerðist
það, sem sumir höfðu óttast, að þær
urðu varasamar vegna eldhættu með
skammhlaupi. Af þessari ástæðu
þurfti einn þekktasti framleiðandinn
í BNA að innkalla mikinn fjölda af
fartölvum vegna óöryggis. En það
voru „barnasjúkdómar“ og senn
urðu til litíumrafgeymar sem eru
öruggir en gerðir þeirra eru margar.
– Þess vegna datt mönnum hjá GM
(General Motors) í hug, að tengja
saman marga fartölvugeyma og setja
í bíl, en þannig varð til Volt, hálf-
gerður sportbíll, sem var mjög öfl-
ugur, en drægi hans var ekki upp-
gefið. Þá varð ljóst að stutt yrði í
litíumbíl og bílarisarnir brettu upp
ermar.
Kínverjar eru komnir með litíum-
rafgeyma-tvinnbíl á markað
Bæði Kínverjar og Indverjar hafa
framleitt ódýra bíla fyrir heima-
markað. Það var því ekkert óvænt að
Kínverjar skyldu lýsa yfir áformum
um smíð á bíl með litíumrafgeymi.
GM stefnir að því að setja slíkan á
markað en nánari lýsingar eru ekki
til. – En svo gerðist það að kínverski
F3DM (DM stendur fyrir tvær gerðir
orkukerfa) bíllinn er kominn í fjölda-
framleiðslu og kom á markað í Kína í
des. 2008, en hann kostar í útsölu um
3 milljónir króna, en ekki er ljóst
hvert verðið er fyrir útflutning.
Hann er með litíum-jón-járnfosfat
rafgeymum. Þeir láta ekki að sér
hæða, Kínverjarnir. Þar með eru
bílar komnir með þriðju kynslóð raf-
geyma, um þrisvar sinnum léttari en
nikkelgeymarnir. Bíllinn kemst 100
km á rafgeymunum einum, en ef
lengra skal aka þá bætist við bensín-
mótor, sem er þriggja strokka og 70
hö., en samtals eru bæði kerfin 165
hö., sem gerir bílinn öflugan. Hann
kemst í 160 km hraða á rafmótornun
einum. Um 8-9 klst. tekur að hlaða
tóman geymi, en 10 mín. að hlaða
hann hálffullan. – Fyrstu GM tvinn-
bílarnir (tvö orkukerfi og rafmagns-
snúra til að hlaða geyma) eru ekki
væntanlegir á markað fyrr en eftir
tvö ár, en það er eins víst, að frétt-
irnar um F3DM valdi titringi hjá
GM. Hann er enn nokkuð dýr, en full
ástæða er til að ætla að verðið muni
lækka hratt með tímanum, en litíum
er dýrt og lítil eftirspurn hefur verið
eftir því. Kínverskir bílar eru sér-
staklega áhugaverðir vegna lágs
launakostnaðar en gæði á iðnvörum
þaðan fara sífellt batnandi. Full
ástæða er til að ætla að þeir muni
standast samanburð við bíla frá rót-
grónu framleiðendunum. Þetta eru
mjög spennandi tíðindi. Ekki er nóg
með að bílarnir séu losunarfríir,
heldur er orkukostnaður milli 2 og 3
kr. á km (miðað við rafmagn í heima-
húsum), en það er fjórum sinnum
ódýrari orka en er með bensínnotkun
(að vísu með veggjaldi). F3 bíllinn er
á flestan hátt sambærilegur við Co-
rolla, en á leiðinni er annar og stærri
F6 bíll, en hann er sambærilegur við
Toyota Avensis. Hér eru því hreint
ekki um einhverjar litlar og þröngar
„dollur“ að ræða heldur góða fjöl-
skyldubíla, sem hæfa stærstum hluta
fjölskyldna á Vesturlöndum.
Kínverjarnir eru komnir
Jónas Bjarnason
skrifar um það nýj-
asta í framleiðslu
rafbíla
Jónas Bjarnason.
» Bílaframleiðendur
leita að nýjum raf-
geymum til að knýja
bíla. Toyota Príus kom
með tvinnkerfi. Kínverj-
ar hafa nú sett á markað
byltingakenndan rafbíl.
Höfundur er efnaverkfræðingur.
ÍSLENSKT þjóð-
arbú sárvantar erlend-
an gjaldeyri til þess að
endar nái saman og
hægt sé að standa við
nýfengnar byrðar þjóð-
arbúsins vegna fádæma
gáleysis stjórnvalda
gagnvart fjárglæfrum
örfárra auðkýfinga. Það
er skylda ábyrgra aðila í samfélaginu
að leita logandi ljósi að auknum
tekjum fyrir þjóðarbúið. Sú leið sem
blasir við er að nýta betur sjávarauð-
lindina enda eru veigamikil rök fyrir
því að hægt sé að veiða mun meira úr
nytjategundum hér við land, s.s.
þorski og síld. Í ár stefnir í minnsta
þorskafla við Íslandsstrendur í 100 ár
þrátt fyrir að hér hafi verið í notkun
kerfi sem í upphafi átti að skila þjóð-
arbúinu stöðugum afla sem væri lið-
lega þrefalt meiri en þau 130 þúsund
tonn sem ætlað er að sækja á land á
núverandi fiskveiðiári. Öll rök hníga
sömuleiðis að því að rétt
sé að auka síldveiðar en
fréttir berast af því að
hafnir séu fullar af síld
og að hún sé í ein-
hverjum mæli sýkt af
sníkjudýri. Í stað þess
að veiða síldina og vinna
verðmæti úr henni gríp-
ur sjávarútvegs-
ráðherra til sérstakrar
friðunar á henni.
Margir þeir sem hafa
atvinnu af því að veiða
fisk hafa veigamiklar
efasemdir um skynsemi þeirra hafta
sem lögð eru á veiðar og ganga út á
að veiða minna til þess að geta veitt
meira seinna. Sjómenn og fleiri hafa
séð að þetta seinna hefur ekki komið,
heldur bara enn meiri niðurskurður á
aflaheimildum.
Reyndar hefur sú aðferð að skera
niður veiðar á þorski til þess að
byggja upp þorskstofn hvergi í heim-
inum gengið eftir, heldur hefur þvert
á móti sýnt sig að þar sem veitt hefur
verið vel ríflega umfram ráðleggingar
reiknifiskifræðinga, s.s. í Barentshaf-
inu og við Færeyjar, hefur það síður
en svo leitt til minnkandi veiða úr við-
komandi fiskistofnum. Reiknifiski-
fræðingar – sem enn reyna að reikna
út afla komandi ára þar sem eina
breytan sem að þeirra mati skiptir
einhverju máli er veiðin sjálf – endur-
skoða stöðugt reiknikúnstir sínar
þegar dæmið gengur ekki upp, og
gerðu það t.d. um síðustu aldamót
þegar því var haldið haldið fram að
stofninn hefði í raun verið miklu
minni en fyrri mælingar gerðu ráð
fyrir og nú í haust þegar mælingar
sýndu að stofninn hefði vaxið óeðli-
lega mikið!
Helgi Laxdal, fomaður Fiskifélags
Íslands, birti grein í Morgunblaðinu
nú um áramótin þar sem hann gerði
lítið úr sjónarmiðum sjómanna. Þeir
hafa að vonum efasemdir um ráðgjöf
sem ekki hefur skilað neinu. Helgi
Laxdal taldi að álíka mark ætti að
taka á sjónarmiðum sjómanna og
tómstundagamni klúbbfélaga á elli-
heimili norður í landi við að spá í
veðrið.
Þetta sjónarmið formanns Fiski-
félags Íslands er stórfurðulegt þar
sem ekkert er eðlilegra en að hafa
ríkar efasemdir um aðferðir og spár
reiknifiskifræðinga rétt eins veð-
urfræðinga ef spárnar ganga aldrei
eftir.
Formaður Fiskifélags Íslands veð-
ur villu og reyk þegar hann telur í
grein sinni að rökstuddar efasemdir
um skynsemi þess að nota togararall
Hafrannsóknastofnunar snúist um að
margur telji stofnunina stunda fals-
anir á gögnum. Efasemdirnar snúast
fyrst og fremst um aðferðafræðina og
túlkun þeirra gagna sem er aflað.
Margir sjómenn efast mjög um
marktækni þess að meta breytingar á
stofnstærð þorsks með því að toga á
sömu slóðum ár eftir ár þar sem lík-
urnar á að umhverfisaðstæður séu
eins á milli ára eru engar. Breytingar
eru á hitastigi, straumum, útbreiðslu,
æti og fleiri umhverfisþáttum sem
hafa veruleg áhrif á hvar von er á að
finna fisk. Margir líffræðingar efast
sömuleiðis um réttmæti á túlkun
þeirra gagna og útreikninga sem ráð-
gjöf Hafró byggir á, s.s. að svo-
nefndur náttúrulegur dauði (dauði af
öðrum völdum en veiðum) sé 18%
fasti af stofnstærð. Reyndar sýna út-
reikningar Hafró sjálfir á áti hvala á
þorski hér við land að hrefnan ein
hámar í sig tvöfalt það magn sem
heilög reiknilíkön ætla að farist af
öðrum völdum en veiðum. Það rekst
því hvað á annars horn í þessum út-
reikningum sem gefur sterklega til
kynna að bæði náttúrulegur dauði og
stofnstærð þorsksins sé vanmetið.
Það er ómögulegt að átta sig á því
hvaða hvatir ráða því að formaður
Fiskifélags Íslands skuli ráðast með
svo ómálefnalegum hætti að sjó-
mönnum og öðrum sem hafa vel rök-
studdar efasemdir um vafasama ráð-
gjöf. Væri ekki nær að Fiskifélag
Íslands færi málefnalega og með opn-
um hug í gegnum þá gagnrýni sem
fiskveiðiráðgjöfin hefur sætt?
Formaður Fiskifélagsins skammar sjómenn
Sigurjón Þórðarson
er ósáttur við skoð-
anir formanns
Fiskifélags Íslands
» Væri ekki nær að
Fiskifélagið færi
málefnalega og með
opnum hug í gegnum þá
gagnrýni sem fisk-
veiðiráðgjöfin hefur
sætt?
Sigurjón Þórðarson
Höfundur er líffræðingur.