Morgunblaðið - 07.01.2009, Page 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
víkinga sem þar bjuggu. Þórunn
var bæjarfulltrúi sósíalista og sat í
framfærslunefnd Reykjavíkur. Á
þeim vettvangi var hún ötull mál-
svari lítilmagna. Auk þessa starfaði
hún fyrir Mæðrafélagið og Mæðra-
styrksnefnd.
Við lok síðari heimsstyrjaldar
varð til alþjóðleg hreyfing kvenna
sem flestar komu úr andspyrnu-
hreyfingunni og höfðu kynnst
fangabúðum nasista. Þær ákváðu
að virkja samtakmátt sinn. Þórunn
hreifst mjög af þessum hugmynd-
um og varð strax virk í Alþjóða-
samtökum lýðsræðissinnaðra
kvenna. Hún sat stofnfund samtak-
anna í Kaupmannahöfn og hér
heima var hún virkur félagi í
Menningar- og friðarsamtökum ís-
lenskra kvenna. Hún sat um árabil
í stjórn MFÍK, sem formaður og í
fleiri hlutverkum og sinnti auk
þess ýmsum trúnaðarstörfum. Á
aðalfundi MFÍK árið 2006 var Þór-
unn gerð að heiðursfélaga. Komin
yfir fertugt tók Þórunn upp þráð-
inn þar sem frá var horfið námi og
lauk fyrst kennara- og stúdents-
prófi frá Kennaraháskólanum en
tók síðan cand.mag. próf frá HÍ
1982.
Þórunn ferðaðist víða innan
lands og utan og á efri árum var
hún enn óbangin við að leggja ein í
langferðir hvort sem var til Kúbu
eða Kína. Hún talaði tæpitungu-
laust og lagði mikið upp úr því að
kalla hluti sínu rétta nafni: Bragg-
ar hétu herskálar og varnarlið var
hernámslið og kvennafrí var
kvennaverkfall. Stjórn Menningar-
og friðarsamtakanna MFÍK sendir
börnum Þórunnar og fjölskyldum
samúðarkveðjur. Minningin um
heiðarlega hugsjónakonu verði
okkur öllum hvati til að standa
vörð um frið og jöfnuð.
María S. Gunnarsdóttir,
form. Menningar- og frið-
arsamtakanna MFÍK.
✝
Innilegar þakkir fyrir hlýhug, vináttu og samúð við
andlát og útför
GUÐLAUGAR EINARSDÓTTUR,
Víghólastíg 14,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á krabba-
meinslækningadeild 11E á Landspítalanum
og á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir
frábæra umönnun og stuðning.
Sveinbjörn Björnsson,
Björn Már Sveinbjörnsson,
Einar Örn Sveinbjörnsson, Guðrún Karlsdóttir,
Hólmfríður Frostadóttir,
Ísak Helgi Einarsson,
Þorvaldur Bragason, Guðrún Jóhannsdóttir,
Birna Þorvaldsdóttir,
Bragi Þorvaldsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
vinur,
ELÍN J. ÞÓRÐARDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1a,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 1. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
8. janúar kl. 15.00.
Elín J. Jónsdóttir Richter, Reinhold Richter,
Valgerður Þ. Jónsdóttir, Árni Þórarinsson,
Arngunnur R. Jónsdóttir, Helgi Rúnar Rafnsson,
Jón Þórir Ingimundarson,
Elín Ingimundardóttir,
Ingimundur Eyjólfsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og
bróðir,
ÞORSTEINN I. SIGURÐSSON
húsasmíðameistari,
Faxafeni 12,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur laugardaginn 3. janúar.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 14. janúar kl. 13.00.
Signý Rós Þorsteinsdóttir, Guðmundur Úlfar Jónsson,
Sigurður Þorsteinsson,
Ágústa Helga Vigfúsdóttir,
barnabörn og systkini.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
MAGNÚS MAGNÚSSON,
Maggi í Dölum,
Kirkjuvegi 31,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja laugar-
daginn 3. janúar.
Birna Rut Guðjónsdóttir,
Aðalheiður Svanhvít Magnúsdóttir, Eggert Sveinsson,
Gíslína Magnúsdóttir, Gísli Óskarsson,
Magnea Ósk Magnúsdóttir, Daði Garðarsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MUNDA KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sunnuvegi 7,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi sunnu-
dagsins 4. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Helgi Ólafsson,
Guðmundur Óli Helgason,
Guðrún Lára Helgadóttir, Christer Allanson,
Þórólfur Örn Helgason,
Hulda Hrönn M. Helgadóttir,
Kjartan Orri Helgason, Guðlaug Erla Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTBJÖRG JAKOBSDÓTTIR,
Sunnuvegi 9,
Hafnarfirði,
andaðist á Landspítala, Fossvogi mánudaginn
5. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jón Finnsson,
Kristín Jónsdóttir, Ásbjörn Snorrason,
Kristbjörg Tinna, Jón,
Tindur Orri, Ylfa Hrönn,
Styrmir Ási Kaiser.
Lúlú varð tíðrætt um liðna tíð og
um eiginmann sinn Guðjón Baldvin
sem lést fyrir aldur fram 1993. Þau
höfðu þekkst frá barnæsku og voru
óaðskiljanleg alla tíð. Fráfall
Badda, eins og Lúlú kallaði hann,
var henni mikið áfall og hún varð
aldrei söm.
Lúlú var tíður gestur heima hjá
okkur Bryndísi og hafði sérstakt
lag og mikið dálæti á börnum okk-
ar Bryndísar, Baldvini og Jóhönnu
Vigdísi, og gætti þeirra oft og hafði
gaman af. Baldvin er skírður í höf-
uðið á öfum sínum og Lúlú þótti
hann vera nákvæm eftirlíking af
afa sínum Badda og var ekki leið-
um að líkjast. Amma Lúlú, eins og
krakkarnir kölluðu hana, var natin
við þau, sýndi þeim hlýju og þeim
fannst alltaf gaman að koma á
Laugarásveginn til ömmu meðan
ástand hennar leyfði. Lúlú fór með
okkur fjölskyldunni í sumarfrí til
Flórída tvö ár í röð fyrir nokkrum
árum. Þá þegar var farið að bera
töluvert á hennar sjúkdómi en
engu að síður naut hún sín til hins
ýtrasta.
Ólafur Friðrik, fóstursonur
minn, var alla tíð augasteinn ömmu
sinnar og afa. Hann var tengda-
mömmu stoð og stytta eftir fráfall
Badda og hann naut þess að vera á
Laugarásveginum. Milli þeirra
ríkti einlægt og náið samband alla
tíð.
Lúlú var tíguleg kona og glæsi-
leg og sómdi sér vel við hlið eig-
inmanns síns. Þeim hjónum vegn-
aði vel enda samstillt bæði og
dugmikil, kappsöm og vel úr garði
gerð. Tengdamamma var menntað-
ur íþrótta- og teiknikennari en
lengst af helgaði hún heimili og
börnum starfskrafta sína.
Í minningunni geymist mynd af
þér, Lúlú, heima í Reynhlíðinni,
kátri og glaðri að spjalla um liðna
tíð yfir kaffibolla að gantast við
börnin. Ég er þakklátur fyrir sam-
fylgdina í gegnum árin, fyrir þá
hlýju, alúð og ræktarsemi sem þú
sýndir mér og öllum börnum okkar
Bryndísar. Nú er amma Lúlú farin
að hitta manninn sinn hjá Guði
sögðu krakkarnir. Far þú í Guðs
friði.
Guðjón Baldursson.
✝ Hilmar Bieringfæddist í
Reykjavík 23. des-
ember 1927. Hann
lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 22. desember
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Moritz Biering, f.
10.6. 1877, d. 26.10.
1945, og Þorbjargar
Sæmundsdóttur, f.
17.6. 1886, d. 29.12.
1973. Hann var
yngstur átta systk-
ina og látin eru Pétur Wilhelm,
Emilía, Magnús, Lousie og Vil-
helmína. Eftirlifandi systur hans
eru Anna, f. 1912, og Hulda
Ingibjörg, f. 1922.
Hilmar kvæntist hinn 10.6.
1948 Helgu Pálsdóttur, f. 5.11.
1926. Foreldrar hennar voru
Páll Friðriksson, d. 1935, og Sól-
veig Danivalsdóttir, d. 1972.
Börn Hilmars og Helgu eru 1)
Hildur, f. 1949. Sonur hennar er
Kjartan. 2) Páll, f. 1951. Börn
hans eru Lóa Katrín og Garðar
Helgi. Með Guðrúnu Árnadóttur
átti Hilmar soninn Ara, f. 1954.
Börn hans eru Selma, Jón Berg-
ur, Steingrímur og Stefán.
Hilmar hóf nám í Herberts-
prenti 1943 og lauk sveinsprófi í
setningu 1948. Vann við prent-
verk til ársins 1952. Vann með
hléum hjá Bandaríkjaher frá
1952 til 1968, síðast
sem yfirmaður
vöruflutninga. Árið
1970 hóf Hilmar
störf hjá Reykjavík-
urborg og vann hjá
borginni til ársins
1993 þegar hann lét
af störfum sökum
aldurs. Framan af
starfaði hann sem
fulltrúi í hag-
fræðideild og síðar
var hann deild-
arfulltrúi í fjár-
mála- og hag-
sýsludeild. Hann sat í kjörstjórn
í öllum kosningum í Reykjavík
frá 1970 til 1994 og í 15 ár sá
hann um útgáfu Árbókar
Reykjavíkur. Árið 1990 var hann
skipaður af heilbrigðisráðherra í
stjórn Heyrnar- og talmeina-
stöðvar Íslands þar sem hann sat
til ársins 1994.
Hilmar var mjög ritfær maður
og á yngri árum gaf hann út tvö
tímarit, Víðsjá og Myndablaðið.
Hann ritaði fjölda greina í
Morgunblaðið og þá aðallega um
Reykjavík. Borgin og saga henn-
ar var honum alla tíð afar hug-
leikin og á efri árum setti hann
saman rit sem hefur að geyma
margháttaðan fróðleik um sögu
Reykjavíkur.
Útför Hilmars fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Hilmar móðurbróðir minn lést að
morgni 22. desember. Hann fædd-
ist í Reykjavík 23. desember. Þessi
afmælisdagur er mér eins og
mörgum í fjölskyldunni minnis-
stæður af því að á þessum degi
hittumst við systkinabörnin með
foreldrum okkar í afmælisboði
frænda. Þetta var afar kærkomið
yngri kynslóðinni þar sem það
stytti biðina eftir sjálfum jólunum.
Hilmar var yngstur í hópi átta
systkina. Af þessum systkinahópi
eru nú aðeins tvær systur á lífi,
önnur þeirra er móðir mín.
Mörgum hlýjum minningum um
hann deildi hún með okkur börnum
sínum þegar við komumst til vits
og ára. Meðal þeirra eru minningar
hennar um Hilmar á æskuheimili
þeirra á Laugavegi 6. Líklega hef-
ur að mati móður minnar ekki
fæðst fallegri drengur í Reykjavík
á þessum tíma en Hilmar, og það
þrátt fyrir að stóru systur hans
fyndist það nánast óviðeigandi að
vera að eignast lítinn bróður þá
orðin 15 ára. Uppi varð fótur og fit
hjá systrum Hilmars þegar afi tók
á sig rögg og lét klippa strákinn,
sem var með axlasítt hár allt í
slöngulokkum, og áttu þær erfitt
með að fyrirgefa honum framtakið.
Þegar Hilmar komst á fullorð-
insár bjó hann hjá foreldrum sín-
um ásamt Mínu systur sinni þar til
hann kvæntist. Þegar afi dó 1945
hafði hann legið banaleguna heima.
Húsnæðið var ekki stórt, aðeins
herbergi og stofa. Mamma mín bjó
á þessum tíma með tvo elstu bræð-
ur mína í sumarbústað í Kópavogi
við erfiðar aðstæður þar sem pabbi
var á þessum tíma veikur á sjúkra-
húsi. Það stóð ekki á því hjá ömmu
og systkinum mömmu að bjóða
henni að flytja til þeirra með
drengina, þar sem þau bjuggu þar
til rættist úr húsnæðismálum fjöl-
skyldunnar.
Alla tíð var mjög kært með
Hilmari og systkinum hans og
fylgdust þau náið hvert með öðru í
gleði og sorg. Einn af eftirminni-
legustu dögunum í fjölskyldunni
var þegar Hilmar gekk að eiga
Helgu. Hún varð mikilvægur hluti
af fjölskyldunni og var ævinlega
kölluð Helga mágkona. Helga og
Hilmar fögnuðu á síðastliðnu ári 60
ára hjúskaparafmæli sínu.
Ég minnist frænda míns sem
manns sem þótti vænt um fjöl-
skyldu sína og hafði áhuga á
hvernig henni farnaðist. Það var
ljúft að setjast niður með þeim
hjónum því bæði voru þau víðlesin,
skemmtileg og miðluðu af miklum
fróðleik. Hilmar hafði fylgst með
vexti og viðgangi miðbæjarins, og
lét sér annt um sögu hans. Hann
aflaði sér mikilla upplýsinga um
uppbyggingu Reykjavíkur, var
manna fróðastur um þá þætti og
var búinn að skrifa talsvert um
sögu borgarinnar. Hilmar bar
menningarbrag Reykjavíkur frá
fyrri hluta síðustu aldar gott vitni.
Viðmót hans einkenndist af kurt-
eisi og hlýju. Kærastar eru mér
endurminningarnar um allar þær
yndislegu stundir sem við mamma
sátum í stofunni hjá Hilmari og
Helgu á Flyðrugrandanum og þau
umvöfðu okkur með kærleik sínum
og hlýju. Bestu þakkir fyrir allt.
Megi minningar um góðan mann
verða Helgu, Hildi, Palla, fjölskyld-
um þeirra og vinum styrkur í sorg
þeirra.
Auður
Sigurðardóttir.
Hilmar Biering