Morgunblaðið - 07.01.2009, Page 30

Morgunblaðið - 07.01.2009, Page 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson.) Í dag verður til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín Ólafía, eða Olla eins og hún gjarnan var kölluð. Ég hitti hana fyrst um jólin, fyrir 22 árum, þegar Óli, sonur hennar, bauð mér heim í jólaboð fjölskyldunnar. Hún tók á móti mér með útbreiddan faðminn rétt eins og hún hefði alltaf þekkt mig og þannig mótaði hún okkar sam- skipti. Hún var alltaf til staðar fyr- ir mig og síðan börnin er þau komu til sögunnar eitt af öðru. Hún sýndi fólki mikla umhyggju, ég þurfti ekki að segja margt, það var bara eins og hún vissi hvernig mér liði. Oft á tíðum þegar ég var dauð- þreytt og lítið sofin með krakkana litla sagði hún svo oft: „Steina mín, nú vil ég að þú leggir þig“. Síðan var settur undir mann koddi og hlýlega breitt yfir mann teppi og síðan hafði hún ofan fyrir börn- unum á meðan ég hvíldist. Svona var þetta oft og ég fór alltaf út- hvíld frá henni. Olla var mikil dama, alltaf smart og vel tilhöfð og hún var varla Ólafía Sigurbjörg Ólafsdóttir ✝ Ólafía SigurbjörgÓlafsdóttir fædd- ist á Álftarhóli í Aust- ur-Landeyjum 25. febrúar 1927. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 21. desember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 6. janúar. vöknuð þegar hún var búin að setja upp andlit. Hún kvartaði aldrei, það var allt í lagi hjá henni, hún gerði ekki kröfur á neinn en var alltaf sjálf tilbúin að gera allt fyrir alla aðra. Eftir að Goggi afi kvaddi þá var hún dugleg að koma til okkar og hugsa um börnin og heimilið, nú síðast í mars þegar við hjónin skelltum okkur til Parísar. Hún var alltaf að, settist síðust niður við mat- arborðið þó að hún væri sjálf gest- ur og eldhúsið var mjög tómlegt á aðfangadag, engin Olla mér við hlið við matargerðina. Hún bjó yfir mikilli visku, eitt sinn sagði hún við mig: „Steina mín, það er svo skrítið að það er alltaf séð fyrir manni, hlutirnir fara ekki alltaf eins og maður vildi eða hafði vonast eftir, en vittu til þeir fara vel á end- anum“. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Elsku Olla, hetjan mín. Takk fyrir hlýjuna og umhyggjuna í minn garð. Hvíldu í friði, Þín Steinunn. Elsku amma, ég var á leiðinni til þín aftur sunnudagsmorguninn 21. desember þegar mamma hringdi og sagði að þú værir farin í þitt síðasta ferðalag. Ég hafði verið hjá þér allan laugardaginn fram á kvöld en fór heim að sofa um nótt- ina. Guðni kom og náði í mig um kvöldið, hann kom inn og gekk að rúminu þínu og kvaddi þig og sagði, góða ferð Olla mín. Ég vissi þá innst inni að ég ætti ekki eftir að sjá þig aftur, Guðni er nefnilega eins og þú að því leytinu til að hann finnur ýmislegt á sér. Þau voru ófá skiptin sem þú hringdir og spurðir „er ekki allt í lagi, hver er veikur?“. Minningarnar lifna allar við og erfitt er að taka einhverja eina fram yfir aðrar því að ég var ömmustelpa og á mikið af ynd- islegum minningum sem betur fer, við vorum óskaplega nánar alla tíð nánast eins og mæðgur, töluðumst við á hverjum degi í síma eða alla- vega annan hvern dag. Það er kannski ekki skrítið því við bjugg- um fyrstu 2 árin í Skipholtinu hjá þér áður en ég, mamma og pabbi fluttum til Hveragerðis vorið 1970. Ég kom alla tíð mikið í bæinn til þín, hvort sem þú varst heima eða að vinna í hlaðdeildinni úti á Reykjavíkurflugvelli en þaðan á ég margar skemmtilegar minningar. Ég náði aldrei að kynnast Jósef afa því hann dó 3 árum áður en ég fæddist og þá stóðst þú uppi sem ekkja með 3 börn. Þú þurftir alla tíð að hafa sjálf fyrir hlutunum, fékkst ekkert upp í hendurnar og vannst alltaf mikið. Ég man eftir því að þegar þú varst komin á aldur, 67 ára og máttir hætta að vinna þá datt þér það ekki í hug, að „fara að hanga heima allan daginn og gera hvað?“, svo þú vannst bara til sjötugs. Ég man þegar þú kynntist Georg afa og þið hófuð sambúð, hann varð strax hluti af fjölskyldunni okkar og börnin hans líka. Það var mikill missir þegar hann lést en þú hélst samt ótrauð áfram og lést það ekki buga þig að vera ein. Nokkrum ár- um eftir að Georg afi dó seldirðu stóru íbúðina í Skipholtinu og keyptir þér litla en fallega íbúð í Lækjarsmára þar sem þú bjóst þér fallegt heimili. Þú varst fagurkeri, heimsborgari og dama. Þú naust þess að eiga fal- legt heimili og fallega hluti. Iðu- lega þegar ég kom í heimsókn þá varstu að hlusta á tónlist eða út- varp. Hin seinni ár voru leikhús- ferðir í uppáhaldi hjá þér og það var alltaf ómissandi að fara í lagn- ingum, helst einu sinni í viku. Síð- asta vor fórstu með Stínu systur þinni og stelpunum hennar í ynd- islega helgarferð til Noregs. Þegar ég var að skreyta fyrir jólin hjá mér og Palli var að hjálpa mér að koma öllu jóladótinu, dúkk- unum og dúllum fyrir þá varð mér á að segja að þetta og hitt væri ekki alveg á réttum stað. Þá sagði Guðni að nú væri ég orðin alveg eins og þú með allt dúlleríið mitt. Ég er stolt af því að líkjast þér, betri fyrirmynd er ekki hægt að fá. Þú varst amma mín en líka vinkona mín og kletturinn sem ég gat alltaf leitað til og það verður erfitt hjá mér og okkur öllum að hafa þig ekki hjá okkur lengur. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði en jafnframt með vissu um að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þín Ebba. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Hún amma mín var einstök kona. Hún var falleg bæði að innan sem utan. Hún var góð við allt og alla. Hún var þolinmóð og tillits- söm við þá sem þurfti og ég man ekki eftir henni ömmu öðruvísi en brosandi. Hún var hjálpsöm og dugleg og vildi allt fyrir mann gera. Þegar hún gekk inn í her- bergi þá ljómaði allt og allir í kringum hana. Hún amma átti svo sannarlega stóran hluta í hjörtum allra sem veittist það frábæra tækifæri að kynnast henni. Amma, þú ert best. Ég elska þig og gleymi þér ALDREI! Þín Berglind María Ólafsdóttir. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Hún amma var falleg og góð kona. Hún hugsaði alltaf um alla aðra á undan sjálfri sér. Hún var ávallt hress og brosti mikið. Hún var frábær kokkur og naut lífsins út í eitt. Það var yndislegt að vera í kringum hana og hún á stórt og hlýtt pláss í hjarta mér. Guð geymi þig, elsku amma. Þinn Ólafur Jósefsson. Okkar fallega móðursystir Ólafía Ólafsdóttir er fallin frá. Engan grunaði í vor að við ættum eftir að kveðja Ollu frænku rétt hálfu ári síðar. Stelpuhelgin í Osló á þjóðhá- tíðardegi 17. maí var okkar síðasta ævintýraferð erlendis, en því miður féll niður lautarferð með hangikjöt og flatkökur á Þingvelli sem hefur verið einn af hápunktum sumarsins hin seinni ár. Það er óhætt að segja að Olla var alls staðar hrókur fagnaðar, kímnigáfan og sögur af systkinum gátu alltaf skemmt okk- ur. Hún fylgdist vel með og hafði skoðanir á mönnum og málefnum. Olla var glæsileg kona og mikill fagurkeri. Fram á unglingsár héld- um við systurnar að hún væri hið fallega fáklædda módel á málverki eftir Gunnlaug Blöndal sem hékk í stofunni hennar, og undruðum okk- ur ekkert á þessu frjálslyndi móð- ursysturinnar. Munu módelmyndir Blöndals af ljóshærðum fegurðar- dísum ætíð minna okkur á hana. Olla var hjartahlý og alltaf tilbú- in til að aðstoða. Við áttum margar skemmtilegar stundir með henni á blettinum okkar, þar sem hún víl- aði ekki fyrir sér að ráðast á sinu síðasta sumars í blómabeði eða fúaverja með okkur pallinn. Olla var ein af þeim sem una sér illa verklausir. Þegar hún settist inn í bíl var hún óðara búin að draga upp bréfþurrku úr vasa sínum og farin að pússa mælaborðið. Hún var alin upp á barnmörgu sveita- heimili þar sem allir urðu að leggja sitt af mörkum og systkinin fóru snemma að heiman til að vinna fyr- ir sér. Áhugi og gleði yfir náttúrunni fylgdi henni frá uppvextinum, en trúlega er hún ein fárra kvenna sem hafa sjálfviljugar tekið mús í fóstur inn á heimilið, en hana fann hún vegalausa í flugvél frá Ísafirði um hávetur. Og ófáa spörfugla, gæsir og hrafna fóðraði hún af svölunum. Olla og mamma voru næstar í aldri af systrunum. Þær voru mjög samrýmdar, unnu saman þegar þær voru ungar og töluðust við á nánast hverjum degi þar til yfir lauk. Síðustu ár hittust þær einnig oft í viku og eyddu deginum sam- an, horfðu á gamlar bíómyndir frá sokkabandsárunum, röltu um hverfið og sóttu reglulega kyrrð- arstund í Neskirkju. Við munum allar sakna góðra samverustunda með Ollu. Blessuð sé minning hennar. Björg, Helga og Ásta. ✝ Guðrún M. Sigfús-dóttir fæddist á Galtastöðum ytri í Hróarstungu 13. júní 1923. Hún lést á dval- ar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 28. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigfús Magn- ússon bóndi á Galta- stöðum, f. 14.6. 1874, d. 19.10. 1951, og Katrín Sigmunds- dóttir húsfreyja, f. 3.2. 1892, d. 7.8. 1934. Systkini Guðrúnar voru Ingólfur, f. 20.3. 1925, d. 19.9. 1965, Brynhildur, f. 24.9. 1927, d. 24.11. 1928, og Sigmundur, f. 24.12. 1929, d. 26.1. 1982. Systur samfeðra Anna, f. 1.12. 1905, d. 7.2. 1995, og Magna, f. 25.3. 1910, d. 11.6. 1985. Guðrún giftist 4. júní 1960 Guð- kennara, f. 19.2. 1961. Börn þeirra Þórdís Edda, f. 20.4. 1992, og Sturla, f. 26.6. 1995. b) Arnar Holm tæknimaður, f. 14.12. 1964, í sam- búð með Magdalenu Hansen hjúkr- unarfræðingi, f. 10.11. 1972. 2) Ágúst leikstjóri, f. 29.6. 1947. Börn hans eru Guðmundur Ísar, f. 16.10. 1985, d. 27.12. 1998, og Iðunn Snæ- dís, f. 23.9. 1995. Guðrún ólst upp í foreldrahúsum til ellefu ára aldurs en við lát móður sinnar flutti hún til Seyðisfjarðar til móðursystur sinnar og fjölskyldu hennar og ólst þar upp. Hún fór ung að vinna fyrir sér og vann allan sinn starfsaldur hjá Landsíma Íslands, fyrst á Seyðisfirði og síðar í Reykja- vík. Eftir að Guðrún og Guðmundur giftust sinnti Guðrún húsmóð- urstörfum og bjó þeim hjónum fal- legt heimili á Tómasarhaga 44 þar sem þau bjuggu alla sína búskap- artíð. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. mundi Ágústssyni, framkvæmdastjóra Kexverksmiðjunnar Fróns, f. 2.9. 1918, d. 2.12. 2001. Dætur þeirra eru: 1) Anna Katrín, f. 4.11. 1961, d. 3.6. 1964, og 2) Anna Katrín verkefnastjóri, f. 23.6. 1965, gift Hringi Hafsteinssyni, verkefnastjóra, f. 30.12. 1963. Börn Önnu og Hrings eru Högna, f. 29.4. 1988, og Dagur, f. 13.10. 1999. Börn Guð- mundar af fyrra hjónabandi eru: 1) Edda V. forstöðukona, f. 23.12. 1943, gift Elíasi Sveinbjörnssyni, ráðgjafa og stuðningsfulltrúa, f. 20.1. 1943. Börn Eddu og Jóns Holm eru: a) Linda Björk Holm forstöðukona, f. 18.6. 1961, gift Skúla Péturssyni, Tengdamömmu hitti ég fyrst þeg- ar ég bankaði upp á á Tómasarhag- anum til að draga heimasætuna út á lífið. Þessari vesturbæjarfrú hefur varla litist nokkuð á þennan leðraða slána á hermannaklossum, – en hún tók mér nú samt opnum örmum. Við Anna Katrín urðum par og Tómas- arhaginn varð ein af okkar helstu bækistöðvum. Það var gríðarlega fallegt heimili sem endurspeglaði íbúana vel. Tengdaforeldrar mínir voru af gamla skólanum þar sem húsfreyja rak heimilið en húsbóndinn önnur mál. Þau voru ólíkar persónur, ein- stakar manneskjur og frábært par. Við urðum strax góðir vinir og styrktist sá vinskapur í gegnum all- ar torfærurnar sem lífið úthlutar okkur. Af öllum minningunum, s.s. öllum jólunum, áramótunum, Mal- lorca, kindakæfunni, Los Angeles, sunnudagssteikunum, garðslættin- um, tvöföldum asna og smíðavinn- unni, – þá sakna ég kaffispjallsins við eldhúsborðið mest. Þar sátum við ýmist kvölds eða morgna og ræddum um allt og alla – eða bara þögðum. Ólíkt mér gátu þau hjónin horft yfir sviðið án æsings eða sleggjudóma. Öll mál höfðu margar hliðar og þannig ætti að nálgast hlutina. Sjálf hafði Guðrún stríðinn húmor og stórt hjarta eins og frænd- garður hennar á til. Guðrún og Guð- mundur voru einstaklega vel gerðar og heiðarlegar manneskjur sem gott var að leita til. Þau reyndust mér ómetanleg í alla staði og er ég mjög þakklátur fyrir kynni mín af þessum heiðurshjónum sem ég hlakka til að hitta á ný. Hringur. Amma var engin venjuleg kona. Hún var í mínum augum súperamma sem vissi og kunni allt. Sem barn var ég mikið hjá ömmu og afa á Tóm- asarhaganum. Þar var ég eins og lítil prinsessa því þau bókstaflega sner- ust í kringum mig. Foreldrar mínir höfðu miklar áhyggjur af því að ég borðaði aldrei neitt en amma sá til þess að ég nærðist því hún náði alltaf á einhvern undraverðan hátt að plata mat ofan í mig. Sem dæmi þá átti hún það til að skera niður brauð með skinku og setja bitana á nokkra staði í húsinu í þeirri von að ég ræk- ist á þá og borðaði þá. Og viti menn, það virkaði! Amma kenndi mér líka svo margt. Hún kenndi mér að prjóna og hekla, enda var hún ein sú myndarlegasta hannyrðakona sem ég þekki. Við gátum setið tímunum saman við borðstofuborðið og lagt kapal eða spilað á spil og alltaf var fastur liður hjá okkur ömmu að horfa á Ná- granna í eftirmiðdaginn. Amma átti alltaf nóg af tíma, nokkuð sem er svo erfitt að finna í dag. Þegar ég var lasin var ég háttuð ofan í hjónarúm og amma útbjó hunangsvatn handa mér sem hún sagði að væri allra meina bót við kvefpestum. Þegar ég hugsa um ömmu er afi ekki langt undan. Þegar ég fer að muna eftir mér var afi hættur að vinna svo þau höfðu nógan tíma til að dekra við mig, þar sem ég dvaldi alltaf part úr degi hjá þeim. Afi tók upp Tomma og Jenna úr sjónvarp- inu fyrir mig, sagði mér sögur frá Vestmannaeyjum og keyrði mig allra minna ferða. Ég bar mikla virð- ingu fyrir þeim og því fannst mér mjög mikilvægt að standast vænt- ingar þeirra. Eitt sem ég man að amma og afi lögðu mikla áherslu á var að ég mætti alltaf á réttum tíma í hádegismatinn. Ég lagði þess vegna mikið upp úr því að mæta þeirri beiðni og oftar en ekki var ég mætt fyrir framan húsið þeirra fimm mín- útur fyrir tólf og beið þar til klukkan sló tólf og þá hringdi ég dyrabjöll- unni, mjög stolt! Þegar afi dó keyptum við hús með ömmu og síðustu árin bjuggum við öll saman, við uppi og amma með íbúð niðri. Amma vildi leggja sitt af mörkum til heimilisins og því borð- uðum við alltaf morgunmatinn niðri hjá henni. Það var frábært að fara út í daginn eftir ristað brauð og kókó- malt og notalegt spjall við ömmu og fjölskylduna. Mér finnst ég mjög heppin að hafa notið svo mikillar návistar og nándar við ömmu mína og afa. Það er nokk- uð sem ég bý að alla ævi. Takk fyrir allt elsku amma. Högna Hringsdóttir. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Minningin um Gunnu frænku, en það var hún alltaf kölluð af okkur bræðrunum, mun lifa í hjörtum okk- ar fyrir léttleika, glæsileika, góðan húmor, en fyrst og fremst sem föð- ursystur okkar. Elsku Anna Katrín, Hringur, Högna og Dagur. Góður Guð styrki ykkur. Guðmundur, Kristján og Sigmundur Sigmundssynir. Guðrún M. Sigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.