Morgunblaðið - 07.01.2009, Qupperneq 34
34 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
Svo er það nú líka
svo að það að
þegja segir meira en mörg
orð. 37
»
BEDROOM Community hefur
undanfarið staðið fyrir tón-
leikum á Kaffibarnum fyrsta
miðvikudagskvöld hvers mán-
aðar. Útgáfan heldur upp-
teknum hætti og fagnar nýju
ári með tónleikum í kvöld kl.
21. Fram koma þeir Nico
Muhly, Helgi Hrafn Jónsson
og Matthew Collings, sem allir
munu flytja nýtt efni og leika
hver með öðrum. Nico Muhly, tónskáld og píanó-
leikari, lærði tónsmíðar í Juilliard í New York,
Helgi Hrafn Jónsson er söngvari og básúnuleikari
og Matthew Collings er breskur tónlistarmaður
búsettur á Íslandi. Allir gefa þeir tónlist sína út
hjá Bedroom Community.
Tónlist
Svefnherbergis-
samfélagið spilar
Nico Muhly
START Art listamannahús
opnar fyrstu sýningar nýs árs
á morgun kl. 17. Árni Bartels
sýnir verk á báðum hæðum og
Sveinbjörg Jónsdóttir sýnir í
Vestursal á neðri hæðinni.
Listamenn Start Art sýna
einnig valin verk. Verkin sem
Árni sýnir eru abstrakt-
málverk unnin með olíu, en
Sveinbjörg sýnir verk sem hún
kallar Kennimyndir. Í þeim birtast svipmyndir frá
slóðum forfeðra, svipmyndir sem hafa á einhvern
hátt markað líf þeirra eða verið hluti af lífshlaupi
þeirra. Látrabjargið sem hefur tekið ótal mannslíf
– vitinn sem hefur bjargað ótal mannslífum. Start
art er að Laugavegi 12b.
Myndlist
Árni og Sveinbjörg
sýna í Start Art
Start Art
LÍTA listaverk eins út þegar
þau hanga innan um föt eða
samlokur? Er auglýsingaskilti
á safni orðið að listaverki?
Leitað verður svara við spurn-
ingunum í listaverkagöngu
annað kvöld kl. 20, þar sem
Alma Dís Kristinsdóttir
fræðslufulltrúi Listasafns
Reykjavíkur leiðir fólk að lista-
verkum í nýju ljósi. Ferðin
hefst í A-sal Hafnarhússins og færist svo út fyrir
veggi safnsins. Tilgangurinn er að skoðað lista-
verk safnsins sem komið hefur verið upp hjá
verslunum í miðborginni og hluti sem sömu fyr-
irtæki lánuðu safninu á sýningu í Hafnarhúsinu.
Hlynur Hallsson er sýningarstjóri.
Myndlist
Hvar eiga lista-
verk heima?
Hlynur Hallsson
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
HANN var kallaður Villi og gat spilað á fiðlu og stjórnað
hljómsveit um leið. Ár eftir ár kom hann með nýja árið
inn í stofu, og þegar hann kom og spilaði vissi maður að
það var bjart framundan. Betri helmingur ársins var í
augsýn, handan við fáein hret, en hann var fyrirboðinn.
Hann hét reyndar Willi Boskovsky og var Austurrík-
ismaður; konsertmeistari Fílharmóníusveitarinnar í Vín-
arborg. Hann var síbrosandi og virtist óendanlega glaður
í hlutskipti sínu. Samt var hann ekki stjórnandinn, en
þessum tónleikum, nýárstónleikum hljómsveitarinnar í sal
Tónlistarfélagsins í Vínarborg – Musikverein, stjórnaði
hann alla mína bernsku eftir að sjónvarpið fór að miðla
list hans heim í stofu um áramót. Villi hafði þann hæfi-
leika að miðla gleði. Vínartónlistin var kannski ekki svo
skemmtileg, og ekki minnist ég þess að mig hafi langað
að hlusta á hana – nema þegar dagur Villa rann upp í árs-
byrjun. Svo var beðið eftir dönsunum sem komu í sumum
lögunum, og þeir voru flottir.
Milljarður manna horfir á nýárstónleika frá Vín
Í aldarfjórðung, frá 1955-1979 stjórnaði Willi Bosk-
ovsky nýárstónleikum Vínarfílharmóníunnar og gerði
þetta fyrirbæri – Vínartónleikana – að slíkum viðburði að
víðast hvar í hinum vestræna heimi eru nú haldnir Vín-
artónleikar af ýmsum gerðum í byrjun árs. Áætlað er að
milljarður manna horfi á tónleikana ár hvert, en þeim er
sjónvarpað til tæplega 50 landa, þar af til átta Afr-
íkuríkja.
En Willi Boskovsky var ekki upphafsmaður hefð-
arinnar. Clemens Krauss hét stjórnandinn sem fyrstur
efndi til árlegra tónleika Vínarfílharmóníunnar, með tón-
list eftir Strauss-feðga og samtímamenn hans. Það var ár-
ið 1929. Hann tók upp þráðinn þar sem höfuðtónskáld vín-
arvalsanna, Jóhann Strauss yngri, skildi hann eftir við
andlát sitt árið 1899; tilgangurinn var að gleðja með glað-
legri tónlist sem höfðaði til alþýðu manna.
Vínartónleikarnir hafa margir verið minnisstæðir, ekki
síst þeir sem Austurríkismaðurinn Herbert von Karajan
stjórnaði 1987, eftir að hafa verið í hálfgerðri músíkútlegð
frá föðurlandinu og Vínarvölsunum um árabil, þar sem
hann var sagður hafa verið hallur undir nasistaflokkinn í
Þýskalandi þar sem hann bjó og starfaði. Þar gerði hann
Fílharmóníusveitina í Berlín að stórveldi meðal hljóm-
sveita. Nýárstónleikarnir í ár, með Daniel Barenboim,
eiga líka eftir að lifa lengi í minninu. Barenboim er mikill
listamaður; kom eins og ferskur andvari inn í hið aldna
vígi Musikverein og stjórnaði af meiri snerpu og listfengi
en heyrst hefur þar mörg undanfarin ár.
Villi gerði þá að viðburði
Milljarður manns horfir á útsendingar frá nýárstónleikum Fílharmóníu-
sveitarinnar í Vín Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur ferna Vínartónleika í ár
Musikverein Salur Tónlistarfélags Vínarborgar þar sem Nýárstónleikarnir eru haldnir.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞETTA er mjög skemmtileg bók, og það
sem mér finnst svo frábært við hana, er að
hún verður gefin út í þremur heimshornum,
og á því eftir að fara víða,“ segir Kristín
Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Hönn-
unarmiðstöð Íslands, um bókina Nordic
Architects, sem er nýútkomin hjá Arvinius-
forlaginu í Stokkhólmi. Þar er fjallað um 70
framsæknar arkitektastofur í Danmörku,
Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð og
vakin athygli á nýlegum verkum reyndra
arkitekta og hæfileikafólks á uppleið í
greininni. Bókin gefur
jafnframt glögga mynd af
norrænni arkitekt-
úrstarfsemi í upphafi 21.
aldar.
Arkitektar segja sjálfir
frá í bókinni og ræða um
þau tækifæri og þá ögrun
sem felst í því að starfa í
umhverfi með sterkri
hönnunarhefð og jafnframt það að gera
uppreisn gegn henni.
Arkitektarnir og verk þeirra gefa jafn-
framt innlit í tækni- og alþjóðavæðinguna,
hraða upplýsingasamfélagsins svo og vax-
andi vinsældir hönnunar og samsvarandi
aukningu þverfaglegrar stafsemi.
Íslensku arkitektastofunni Arkitektar
Hjördís & Dennis var boðið að vera með í
bókinni og er þar fjallað um Sendiherrabú-
staðinn í Berlín, sem lokið var við að byggja
árið 2006 samkvæmt verðlaunatillögu
þeirra.
Höfundur bókarinnar er David Sokol í
New York. Bókin er vönduð að allri gerð,
448 síður með 350 ljósmyndum. Hún er
einnig gefin út hjá Dom Publisher í Berlín
fyrir Þýskalandsmarkað og hjá Page One
Publishing í Singapúr fyrir Asíumarkað.
„Bókin er athyglisverð og það er mjög
mikilvægt fyrir okkur að hafa íslenska arki-
tekta þarna á meðal,“ segir Kristín.
Kristín kveðst hafa það sterklega á til-
finningunni að mun minna sé gefið út á Ís-
landi af bókum um arkitektúr en erlendis.
Því sé bók um norrænan arkitektúr, þar
sem íslenskir arkitektar séu með, mikils
verð.
Arkitektúr á bók
Bók um norrænan arkitektúr gefin út í þremur löndum
Íslenskir arkitektar meðal þeirra sem fjallað er um
Hús Sendiherrabústaðurinn í Berlín.
DÓMSTÓLL í Nashville, Tennes-
see, hefur fellt þann dóm að Fisk-
háskólinn þar í borg skuli opna aftur
sýningarsali sína þar sem verk eftir
myndlistarkonuna Georgiu O’Keeffe
og fleiri fræga listamenn hafa verið
til sýnis lengi. Háskólinn berst hins
vegar fyrir því að fá að selja verkin
en þau voru gjöf frá listakonunni.
Úrskurður dómsins kvað á um það
að ef skólinn opnaði ekki sýninguna
undir eins, yrði gjöfin gerð upptæk
og skilað til erfingja listakonunnar.
Áfrýjunardómstóll tekur málið til
meðferðar nú í vikunni.
Fisk-háskólinn var upphaflega há-
skóli fyrir blökkumenn, og O’Keeffe
gaf skólanum listaverkagjöfina
vegna þess að á þeim tíma, árið 1949,
voru velflest söfn lokuð blökku-
mönnum vegna kynþáttaaðskiln-
aðar. Verkin voru úr safni látins eig-
inmanns hennar, ljósmyndarans
Alfreðs Stieglitz. Í gjöfinni voru ekki
bara verðmæt verk eftir O’Keeffe
sjálfa, heldur einnig eftir meistara á
borð við Picasso, Renoir, Cézanne
og Diego Rivera.
Má ekki selja
O’Keeffe
Fisk-háskólanum ber að
virða gjöf listakonunnar
O’Keeffe Þessi fræga mynd, Rad-
iator Building – Night, New York er
meðal verka listakonunnar.
SEBASTIAN Barry hreppir Costa-
bókaverðlaunin í ár fyrir skáldsögu
sína The Secret Scripture. Diana
Athill, 91 árs, fær verðlaun fyrir
bestu ævisöguna Somewhere Tow-
ards the End. Besta byrj-
andaskáldsagan var valin The Out-
cast eftir Sadie Jones og
ljóðaverðlaun Costa fær Adam
Foulds fyrir bókina The Broken
Word. Michelle Magorian fær
barnabókaverðlaunin fyrir Just
Henry.
Costa-verðlaun
Á Íslandi heldur Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands árlega Vínartónleika, ferna í þetta
sinn, í kvöld og þrjú næstu kvöld kl. 19.30 í
Háskólabíói. Á Vínartónleikum Sinfón-
íuhljómsveitarinnar er hefð fyrir því að
einsöngvarar séu gestir hljómsveit-
arinnar, og að þessu sinni er það Dísella
Lárusdóttir, sem hefur gert garðinn fag-
urgrænan í Bandaríkjunum, þar sem hún
hefur unnið til viðurkenninga og verð-
launa fyrir söng sinn. Heimildir herma að
á Vínartónleikunum syngi hún bæði
„Viljuljóðið“ úr Kátu ekkjunni, „Dein ist
mein ganzes Herz“ úr Brosandi landi,
„Mein Herr Marquis“ úr Leðurblökunni
og „Glitter and be Gay“ úr Candide og
jafnvel fleiri klassískar óperettu- og söng-
leikjaperlur.
Hljómsveitin leikur hefðbundna Vínar-
smelli og óperettuforleiki. Hljómsveit-
arstjóri Vínartónleikanna í ár er for-
vitnilegur. Hann er þýskur, heitir Markus
Poschner og er einn af nemendum hljóm-
sveitarstjórafabrikkunnar frábæru,
Jorma Panula í Finnlandi, og sir Colins
Davis. Hann starfar nú við Komische
Oper í Berlín.
Dísella syngur með Sinfóníunni
Dísella Syngur aríur úr óperettum.