Morgunblaðið - 07.01.2009, Page 40
Geggjað Lady Gaga veit sem er að poppið þarf að stílísera.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Ekki er hægt að segja annað enað þéttingsfast sé haldið umspaðana í hinu háa breska ríkisútvarpi, BBC. Und-
anfarin ár hefur miðillinn staðið fyrir
íburðarmikilli forspá fyrir tónlistarárið
og eru yfir 130 málsmetandi aðilar úr
öllum öngum poppmúsíkur fengnir til að
leggja lóð sín á spádómsvogarskálarnar.
Þessi forspá hefur reynst lygilega rétt
síðan hún hófst árið 2003 sem sýnir
líklega meira hversu mikil áhrif BBC
hefur á hlustunarmynstur þjóðarinnar
(og þá um leið, restina af poppheimi).
Þegar hefur listi yfir fimmtán tónlist-
armenn og hljómsveitir verið birtur og
nú stendur yfir niðurtalning á fimm
efstu sætunum. Sigurvegarinn verður
tilkynntur nú á föstudaginn. Söngkon-
urnar Adele og Duffy voru áberandi á
síðasta ári, auk hefðbundins skammts af
gítarrokki. Í ár er hins vegar veðjað á lit-
ríkt svuntuþeysaralegið tölvupopp að
hætti níunda áratugarins. Rennum að-
eins yfir nöfnin fimmtán:
**COLR**The Big Pink
Dúett frá London sem leikur sér með
talsvert víraðan hljóðheim; sömpl og alls
kyns torkennileg hljóð mynda furðuleg,
en um leið nett aðgengileg lög. Ekki
furða að sveitin hefur verið að spila
nokkuð með TV On the Radio.
Empire of the Sun
Sýruskotið rafpopp frá Ástralíu og
bara giska smellið. Um er að ræða dúett
og koma meðlimir hvor úr sinni sveit-
inni, danssveitinni Pnau og rokksveit-
inni The Sleepy Jackson. Stór plata,
Walking on a Dream, kom út síðasta
haust.
Kid Cudi
Rappgiskið í ár. Tuttugu og þriggja
ára gamall skjólstæðingur Kanye West,
kemur frá Cleveland Ohio af öllum stöð-
um og leikur sér að sambræðslu rapps
og danstónlistar.
Little Boots
Little Boots er listamannsnafn Victo-
riu nokkurrar Hesketh. Hún hefur verið
að vinna með Joe Goddard úr Hot Chip
og hennar aðall er torkennilegt japanskt
hljóðfæri sem kallast tenorion. Und-
arlegt ... en svínvirkar!
Passion Pit
Skringileg – en grípandi – raftónlist
er greinilega málið samkvæmt BBC.
Ímyndið ykkur blöndu af MGMT og Hot
Chip og þá eruð þið komin ansi nálægt.
Dan Black
Kauði var eitt sinn í annarar deildar ný-
rokkssveitinni The Servant en hefur end-
urskapað sig sem nokkurs konar tölvu- og
danstónlistartrúbadúr. Justin Timberlake
á sýru.
Florence and the Machine
Duttlungarfull díva a la Björk, PJ Har-
vey og Kate Bush. James Ford úr Simian
Mobile Disco/The Last Shadow Puppets
er að vinna að fyrstu stóru plötu hennar.
Spennandi.
La Roux
Hmmm...dúett sem vinnur með hljóð-
gervlapopp frá níunda áratugnum. Kunn-
uglegt? „Við hlustum bara á eitístónlist,“
segir söngkonan. Svo einfalt er nú það.
Master Shortie
Helsta von Bretans í hipp hoppi. Mast-
er Shortie er ekki nema nítján ára en
blandar saman „grime“, hipp hoppi, poppi
og nýbylgju eins og ekkert sé.
The Temper Trap
Rokksveit frá Melbourne, og það frem-
ur hefðbundin bara. Dramatískt og stórt
rokk að hætti U2/Coldplay með fals-
ettusöng og öllu.
VV Brown
Söngkonan kallaði sig áður Vanessu
Brown og reyndi sig þá við fremur venju-
legt „R&B“ popp. Nú setur hún hins veg-
ar sniðugan snúning á fortíðarskotið sál-
arpopp Amy Winehouse et al. Gæti
hugsanlega slegið massíft í gegn...
Frankmusic
Vincent Frank heitir pilturinn sem
stendur að baki þessu verkefni. Hann hef-
ur að mestu verið að fást við endur-
hljóðblandanir fyrir aðra en stígur nú
fram sem sólólistamaður. Justin Timber-
lake, á heldur minni sýru.
Lady GaGa
Þessi New York „hippster“ gerði það
harla gott í fyrra með laginu „Just Dance“
og er þegar búin að gefa út stóra plötu,
The Fame. Skærbleik og -blá endur-
vinnsla, það er það sem gildir í dag.
Mumford & Sons
Eitthvað allt annað, loksins. þjóðlaga-
sveit, partur af Londonsenunni (Noah and
the Whale, Laura Marling). Banjó og líf-
ræn hljóðfæri. Gangi þeim vel blessuðum.
White Lies
Síð-síðpönk a la Editors og Interpol.
Svartar skyrtur, mjó bindi, djúpur bari-
tónn ... þið þekkið þetta.
Næsta Amy Winehouse? VV Brown vinnur skemmtilega með
þátíðarpoppið og gæti hugsanlega slegið „massívt“ í gegn.
Svona hljómar árið 2009
BBC birtir lista yfir helstu vonarstjörnur þessa árs í tónlistinni
Listinn hefur reynst furðu sannspár hin síðustu ár
Sýra Empire of the Sun leika grillað gæðapopp.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
TWILIGHT kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
CITY OF EMBER kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára
BODY OF LIES kl. 10:20 B.i. 16 ára
YES MAN kl. 6D - 8:10D - 10:30D B.i. 7 ára DIGITAL
THE SPIRIT kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
BOLT m/ísl. tali kl. 63D LEYFÐ 3D - DIGITAL
BOLT m/ensku tali kl. 8:103D LEYFÐ 3D - DIGITAL
TWILIGHT kl. 10:20 B.i. 12 ára
“JIM CARREY KEMUR LOKS INN Í
GRÍNIÐ AFTUR EFTIR FULLLANGA
FJARVERU, OG HANN VELDUR ALLS
EKKI VONBRIGÐUM!”
TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
V.J.V TOPP5.IS
FILMCRITIC.COM
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKASVALASTA MYND ÁRSINSSÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
YES MAN kl. 6 - 8D - 8:20 - 10:20D - 10:40 B.i. 7 ára DIGITAL
YES MAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára LÚXUS VIP
THE SPIRIT kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
BOLT m/ísl. tali kl. 5:503D LEYFÐ 3D DIGITAL
MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREY
BBC hóf að vinna þessa rækilegu
spá sína árið 2003. Hér fer listi yfir
sigurvegara síðustu ára og fleiri
listamenn sem náðu að „meika“ það
fyrir tilstuðlan breska ríkisútvarps-
ins
2003
50 Cent, The Thrills, Interpol
2004
Keane, Franz Ferdinand. Joss Stone
2005
The Bravery, Bloc Party, Kaiser
Chiefs
2006
Corinne Bailey Rae, Guillemots,
Clap Your Hands Say Yeah
2007
Mika, Klaxons, Cold War Kids
2008
Adele, Duffy, Glasvegas,
Sjóðheitir listamenn
síðustu ára
Fleiri málsmetandi miðlar hafa sett
saman spádóma fyrir nýhafið popp-
ár:
The Times
La Roux, Broken Records, Emoire of
the Sun, White Lies, Pumeza
Matshikiza.
The Guardian
VV Brown, La Roux, Telepathe, Jo-
nathan Jeremiah, Mirrors
The Independent
Daniel Merriweather, Empire Of The
Sun, Wounded Knee, Skint & Demor-
alised, Little Boots
NME
Florence and the Machine, Kid Cudi,
Empire of the Sun, Red Light Comp-
any, The Virgins
Drowned in Sound
Grammatics, Catherine A.D., It Hugs
Back, Mumford And Sons, Sky
Larkin
Hvað segja aðrir miðlar?