Morgunblaðið - 09.01.2009, Side 1

Morgunblaðið - 09.01.2009, Side 1
F Ö S T U D A G U R 9. J A N Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 7. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Samkvæmt könnun MMR um traust fólks á aldrinum 18–67 ára til fjölmiðla, dagana 19.–23. des. Óskorað traust til Morgunblaðsins 64,3% mikið traust lítið traust 11,4% 41,2% 24,5% Leikhúsin í landinu >> 49 LISTIR UNDARLEG ÞJÓÐ OG EVRÓVISJÓNSJÚK DAGLEGTLÍF Munnurinn getur ekki sagt orðin Reuters Barist um boltann Frank Lampard og Franck Moussa í baráttunni. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is 365 miðlar hf., sem reka Stöð 2 og Stöð 2 Sport, standa nú í samn- ingaviðræðum vegna sýningarrétt- arins á enska boltanum við erlenda birgja sína, eigendur sýningarrétt- arins. „Við eigum í viðræðum við rétthafana á þessu myndefni um lækkun á innkaupsverðinu. Þeim samningaviðræðum er ekki lokið,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. Hann vill ekki nefna tölur um það hver kostnaðurinn er af sýn- ingu enska boltans á ári hverju, en háar tölur hafa verið nefndar í því samhengi, allt upp undir milljarð króna. „Það var bankaábyrgð fyrir hendi í gamla Landsbankanum fyr- ir okkar greiðslum. Ég vil ekki tjá mig um stöðu þess máls. Þetta er allt í skoðun,“ segir hann og vill ekki svara því hvort sú ábyrgð hafi fallið niður við hrun bankans. Hins vegar segir Ari ljóst að frá því samningur var gerður um kaup á efninu hafi hann orðið stórlega óhagstæður félaginu. „Það er alveg klárt að fall krónunnar hefur haft mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Við höfum þó lokið samningum við flesta okkar birgja. En enski bolt- inn er auðvitað mjög stór biti, langstærsti bitinn reyndar.“ Hann segir rétthafana vita um og skilja þær aðstæður sem ríki á Íslandi. „Þeir átta sig á því að það er í þágu þeirra hagsmuna og framtíðarviðskipta við þessa sjón- varpsstöð að taka tillit til þessara aðstæðna,“ segir Ari og kveðst vona að enski boltinn verði áfram á dagskrá Stöðvar 2. 365 miðlar hf. reyna að semja um lægra verð fyrir sýningarrétt á knattspyrnu Varnarleikur með enska boltann Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is TÆPLEGA 3.500 fyrirtæki stefna í þrot innan tólf mánaða sé miðað við núverandi stöðu. Það sýna útreikn- ingar fyrirtækisins Creditinfo á Ís- landi. „Þegar ég segi þrot er ég að tala um að þau verði gjaldþrota eða gert verði í þeim árangurslaust fjár- nám,“ segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hún segir fyrirtækin flest á höf- uðborgarsvæðinu, þau séu í öllum atvinnugreinum, lítil sem stór og í fullri starfsemi. Mest áberandi séu byggingarfyrirtæki og verslunar- og þjónustufyrirtæki. „Ef við berum þessa tölu saman við árin á undan er þetta mikil aukning frá árinu 2008 og 200 prósenta aukning frá árinu 2007.“ Fyrirtækin séu ekki í hópi með þeim sem séu í alvarlegum vanskilum, heldur við gjaldþrot verði ekki gripið til róttækra að- gerða. Um 30 þúsund fyrirtæki eru í landinu. „Hafa þarf í huga að inni í þeirri tölu eru allar fyrirtækja- kennitölur, hvort sem þær heyra 3.500 fyrirtæki í þrot? Flest á höfuðborgarsvæði og oft í bygg- ingarstarfsemi, verslun og þjónustu eignarhaldsfélögum til eða svoköll- uðum skúffufyrirtækjum. Eflaust á það síðarnefnda við um einhver þessara nær 3.500 fyrirtækja en upp til hópa eru þetta ekki þau,“ leggur Rakel áherslu á. Creditinfo á Íslandi rannsakar nú hversu mörg þessara þrjátíu þúsund fyrirtækja eru virk. Útreikningana lagði Rakel fram á fundi sjálfstæðismanna sem auð- lindahópur Evrópunefndar Sjálf- stæðisflokksins stóð fyrir í Valhöll í gær. Í HNOTSKURN » Um 30.000 fyrirtæki eru ílandinu en umrædd 3.500 fyrirtæki, sem hugsanlega munu fara í þrot, eru langflest á höfuðborgarsvæðinu og mörg í byggingarstarfsemi, í verslun og ýmiss konar þjón- ustu. » Gangi þetta eftir er um aðræða mikla fjölgun gjald- þrota frá síðasta ári og um 200% fjölgun frá árinu 2007. HÁTT í 770 Palestínumenn, þ. á m. að minnsta kosti 257 börn, hafa beðið bana í hernaði Ísraela á Gaza-svæðinu frá 27. desember, að sögn lækna í gær. Yfir 3.100 manns hafa særst. Jórdönsk stúlka heldur hér á mynd af einu palestínsku fórnarlambanna á fundi í Amman í gær. Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna stöðvaði í gær flutninga hjálpargagna á Gaza er mað- ur beið bana og tveir særðust í árás á bílalest stofnunarinnar. | 8, 23 Minnst 257 börn hafa beðið bana á Gaza Reuters  LJÓST er að ríkissjóður mun tapa tugum milljarða króna, jafn- vel yfir hundrað milljörðum, vegna veðlána Seðlabanka Íslands til fjármálafyrirtækja á síðasta ári. Um áramótin tók ríkissjóður yf- ir kröfur á smærri fjármálafyr- irtæki og gömlu viðskiptabankana vegna þessara skulda þeirra við Seðlabankann. Nemur upphæðin um 285 milljörðum króna, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Ef þetta hefði ekki verið gert væri fjárhagsleg staða Seðlabank- ans óviðunandi í ljósi fyr- irsjáanlegs taps á þessum lána- viðskiptum. Vegna rúmra reglna um veð- lánaviðskipti gátu stóru viðskipta- bankarnir nánast sótt ótakmarkað fé í Seðlabankann. »22 Ríkið tapar milljörðum á veðlánum Seðlabankans  KRISTJÁNI Vigfússyni, sem hefur um tíu ára reynslu af vinnu í sérfræðinefnd- um og vinnuhóp- um Evrópusam- bandsins, kom á óvart hve fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins er í raun lítil. „En hér á landi er alltaf talað um báknið í Brussel,“ segir hann. Fjöldinn sem starfi þar sé ekki meiri en starfi fyrir franska land- búnaðarráðuneytið. Gengi Ísland í Evrópusambandið fengi landið þrjú atkvæði í ráð- herraráðinu og fimm til sex á Evr- ópuþinginu. Til að hafa áhrif þarf að forgangsraða. »18-21 Kom á óvart hvað fram- kvæmdastjórnin er lítil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.