Morgunblaðið - 09.01.2009, Síða 16
Um áramótin lokaði Sjúkrahúsið á Akureyri
hjúkrunardeildinni í Seli. Aldraðir íbúar Sels voru
fluttir nauðugir úr sérherbergjum sínum þar í
fjölbýli á deildum sjúkrahússins í Kristnesi.
Fyrir alþingiskosningarnar 2007 lögðu formenn
stjórnarflokkanna áherslu á grundvallarbreytingar á
málum aldraðra sem ekki hefðu tíma til að bíða
lengur eftir úrbótum í húsnæðis- og lífeyrismálum.
Báðir flokkar lýstu vilja til að fjölga hjúkrunarrýmum
með því markmiði að afnema fjölbýli og auka
framboð einbýlis á hjúkrunarheimilum.
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur þar að
auki ítrekað lýst því yfir að velferð aldraðra gangi
fyrir og niðurskurður muni ekki snerta málefni
þeirra. Á Akureyri gerðist það nú samt.
Samkvæmt Gallup könnun, sem unnin var af
Capacent á mínum vegum, eru 70,8% þjóðarinnar
hlynnt því að lífeyrissjóðirnir byggi og reki húsnæði
fyrir eldri borgara sem greitt hafa í sjóðina. Af þeim
sem svöruðu spurningunni játandi eru 76,6%
hlynnt því þrátt fyrir að það kunni að hafa í för með
sér kostnað fyrir sjóðinn og rýra höfuðstól hans.
Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa sagt að slíkt
húsnæði gæti orðið að veruleika með lagasetningu
sem heimilar sjóðunum að fjárfesta fyrir hluta
innkomu þeirra til byggingar hagkvæms
leiguhúsnæðis fyrir aldraða. Lífeyrissjóðirnir ættu að
geta staðið undir framkvæmdunum þar sem aðeins
þarf árslaun fjögurra forstjóra lífeyrissjóðanna til
byggingar fimmtán 40 m2 íbúða fyrir aldraða.
Jóhanna Sigurðardóttir, næsta skóflustunga sem
þú tekur ætti að vera að íbúðarhúsnæði fyrir
aldraða.
Eldri borgara
á ekki að flytja
gripaflutningum!
Viðhorf til þess að lífeyrissjóðurinn
byggi eða reki húsnæði.
Hlynnt(ur)
70,8%
Já
76,6%
Nei
23,4%
Andvíg(ur)
22,6%
Hvorki né
6,6%
Ertu hlynnt(ur) eða
andvíg(ur) því að
lífeyrissjóðurinn
þinn byggi og reki
húsnæði fyrir þá
eldri borgara sem
greitt hafa í sjóðina?
Ertu hlynnt(ur) því þó
að það geti haft kostnað
í för með sér fyrir
sjóðinn og rýrt
höfuðstól hans?
Breyting á viðhorfi ef kostnaður
sjóðsins gæti rýrt höfuðstól hans.
Skv. könnun Capacent Gallup.
íslenskur ríkisborgari