Morgunblaðið - 09.01.2009, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.01.2009, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 V ald Evrópusambandsins er ákvarðað í sáttmálum sam- bandsins sem aðildarríkin gera sín á milli og ESB getur ekki tekið sér vald umfram sem það sem því hefur verið af- hent með þeim. Nýjasti sáttmálinn sem nú er í gildi er kenndur við borgina Nice í Frakklandi en leiðtogar ESB hafa undirritað nýjan sáttmála, Lissa- bon-sáttmálann. Hann hefur ekki verið staðfestur af Írum en til ein- földunar er gengið út frá þeim breytingum sem hann gerir ráð fyrir. Skýrari skil Í Lissabon-sáttmálanum eru gerð skýrari skil en áður á milli þeirra sviða þar sem ESB hefur sérvald, þar sem ESB hefur sam- eiginlegt vald með aðildarríkj- unum og loks þar sem ESB hefur aðeins stuðningsvald. Þegar rætt er um vald ESB verður að hafa í huga mikilvæga meginreglu ESB sem heitir því þjála nafni, nálægðarreglan. Í stuttu máli mælir hún fyrir um að ákvarðanir skuli teknar sem næst þeim sem þær varða. Reglan kveður á um að ef aðildarríkin, héruð eða sveitarfélög innan þeirra eru betur til þess fallin að taka ákvarðanir, þá skuli ESB ekki beita sér. Þessi regla á ekki við um þau svið þar sem ESB hef- ur sérvald. Hafa verður í huga að þó ESB hafi vald í tilteknum málaflokki, þá þýðir það ekki þar með að ESB ráði þeim að fullu. Þar að auki ráða aðildarríki sambandsins á endanum ráða stefnu þess. Sérvald í tollamálum ESB hefur sérvald í málum á borð við tollamál enda er ESB tollabandalag. Í slíku bandalagi gætu aðildarríkin ekki sjálf ákveðið tolla, það liggur í hlut- arins eðli. Samkeppnisreglur, peningamálastefnan, sameig- inlega viðskiptastefnan og gerð alþjóðasamninga falla líka undir þennan flokk. Það gerir líka málaflokkurinn varðveisla lífríkis sjávar samkvæmt sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni. Þetta síð- arnefnda atriði breytir þó litlu í raun, eftir því sem segir í vinnu- skjali sem lagt hefur verið fram í Evrópunefnd Sjálfstæðisflokks- ins. Deilir völdum Flestir málaflokkar falla undir sameiginlegt vald, s.s landbún- aðar- og sjávarútvegsstefnan, mál- efni innri markaðarins, orkumál, o.s.frv. Í þessum málaflokkum deilir ESB valdi með aðildarríkj- unum, sem sagt, ESB hefur ekki einkarétt til að setja lög og reglur um þennan málaflokk heldur geta aðildarríkin einnig gert það, að því marki sem það brýtur ekki gegn laga- og reglusetningu ESB. Í sumum málum hefur ESB að- eins stuðningsvald, s.s. í heilbrigð- ismálum, menningu og menntun. Stuðningsvaldið felst í því að ESB getur veitt stuðning, aðstoðað við skipulag eða aðgerðir aðildarríkj- anna, án þess að ESB gangi á vald ríkjanna í þessum málum. Ágætt dæmi um slíkt stuðningsvald er ERASMUS-skiptinemaáætlunin. Þessi áætlun snýst um að auð- velda stúdentaskipti á milli landa ESB (og fleiri landa, Ísland er t.d. þátttakandi). Menntun er al- gjörlega á valdi aðildarríkjanna. Í málum sem falla undir stuðn- ingsvald markar ESB gjarnan stefnu eða gefur út leiðbeiningar en aðgerðir sambandsins eru ekki bindandi fyrir aðildarríkin. Ekki allt og sumt Þetta yfirlit yfir skiptingu valda milli ESB og aðildarríkjanna er að sjálfsögðu ekki tæmandi. ESB hefur margvísleg völd og Íslend- ingar hafa þegar gengist undir völd ESB að ákveðnu leyti með aðildinni að Evrópska efnahags- svæðinu (EES).  Í Morgunblaðinu á mánudag var fjallað um muninn á EES og ESB. Þá umfjöllun, eins og allan þennan greinaflokk, má nálgast á vefnum mbl.is/esb. Hefur aðeins þau völd sem því eru afhent  Með Lissabon-sáttmálanum verða gerð skýrari skil á milli valdsviða aðildarríkjanna og ESB  Samkvæmt nálægðarreglu ESB skal taka ákvarðanir eins nálægt borgurunum og mögulegt er Sérvald ESB • Tollabandalagið • Samkeppnisreglur • Peningamálastefna (á evrusvæðinu) • Varðveisla lífríkis sjávar • Sameiginlega viðskiptastefnan • Alþjóðasamningar (á tilteknum sviðum) Hver ræður? Sameiginlegt vald ESB og aðildarríkja • Innri markaðurinn • Tiltekin félagsleg málefni • Byggða- og uppbyggingarstefna • Landbúnaður og fiskveiðar • Umhverfismál • Neytendavernd • Flutningar • Samgöngumál • Orkumál • Dóms- og innanríkismál • Tilteknir þættir lýðheilsu Stuðningsvald ESB • Heilbrigðismál • Iðnaður • Menning • Ferðamannaiðnaður • Menntun • Verknám • Æskulýðs- og íþróttamál • Öryggi almennings • Samstarf í stjórnsýslumálum KRISTJÁN VIGFÚSSON, stjórn- málahagfræðingur og aðjúnkt hjá Háskólanum í Reykjavík. K ristján Vigfússon hóf störf í íslensku stjórnsýslunni árið 1992. Sem fyrrverandi að- stoðarforstjóri Sigl- ingastofnunar og sem fulltrúi sam- gönguráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel hefur hann 14 ára reynslu af vinnu í sérfræðinefndum og vinnuhópum bandalagsins. Hann segir það miklar ýkjur í um- ræðu hér á landi að halda því fram að hagsmunir smáríkja séu einatt fyrir borð bornir innan sambands- ins, þvert á móti hafi þau mikla möguleika á að koma sínum hags- munum á framfæri. Hafa verði í huga að í langflestum tilfellum fari hagsmunir aðildarríkjanna saman og það sé algjör undantekning að mál komi til atkvæðagreiðslu. Þvert á móti sé öll áhersla lögð á að ná samkomulagi sem öll ríkin geti fellt sig við. „Það sem kemur manni mest á óvart þegar maður fer að vinna í þessu apparati er hvað þetta er lítið en hér á landi er ávallt talað um báknið í Brussel,“ segir Kristján. Hjá framkvæmdastjórn ESB og stofnunum hennar vinni um 32.000 manns en Kristján bendir á að þetta sé álíka fjöldi og hjá franska land- búnaðarráðuneytinu og stofnunum þess. „Þegar maður fer að vinna í til- teknum málaflokki er maður alltaf að hitta og vinna með sama fólkinu. Auðvitað skipta reglur sambandsins miklu máli en persónuleg tengsl eru ekki síður mikilvæg.“ Eftirlitið stífara á EES ESB snýst að stórum hluta um að setja og framfylgja reglugerðum og tilskipunum en Kristján bendir á að persónuleg tengsl og skilningur á því hvernig sambandið virkar skipti miklu máli þegar kemur að því að framfylgja reglunum. Almennt séð megi segja að eftirlit með löggjöfinni sé miklu stífara í Norður-Evrópu en í suðurhlutanum og færa megi rök fyrir því að eftirlitið sé hvergi stífara en með Íslandi, Noregi og Liechten- stein. „Við erum með heila eftirlits- stofnun [Eftirlitsstofnun EFTA] sem hefur ekkert annað að gera en liggja yfir því sem við erum að gera. Eftirlitið er oftar en ekki stífara með okkur en það eftirlit sem fram- kvæmdastjórnin hefur með aðild- arríkjum.“ Íslendingar átti sig ekki alltaf á að sambandið sé sveigjanlegt og sá sveigjanleiki komi ekki alltaf fram í reglunum heldur einnig eftir því hvernig þeim er framfylgt og þær túlkaðar. Utan skeifunnar Í sérfræðinefndum og vinnuhóp- um framkvæmdastjórnarinnar sitja fulltrúar aðildarríkjanna í hálfhring, einskonar skeifu. Fyrir aftan þá sitja aðstoðarmenn. Fulltrúar EES-ríkjanna sitja yf- irleitt í miðjunni. Þeir eru þó alls ekki miðpunktur athyglinnar. Einu sinni út af fundi Fulltrúar EES-ríkjanna hafa rétt til að leggja fram tillögur og taka þátt í umræðum en þeir hafa ekki at- kvæðisrétt. Kristján segir að það skipti þó ekki alltaf öllu máli því, eins og fyrr segir, eru ákvarðanir sjaldnast teknar með því að greiða atkvæði. „Ég man bara eftir einum fundi þar sem við vorum beðnir um að fara út því það þurfti að greiða at- kvæði og hef ég setið um fimm hundruð fundi í þessum nefndum.“ Smæðin kemur á óvart  Skilningur og persónuleg tengsl ekki síður mikilvæg  Eftirlitið stífara innan EES en það væri innan ESB Morgunblaðið/Golli Reynsla „Ég man bara eftir einum fundi þar sem við vorum beðnir um að fara út.“ Ákvarðanatökuferlið Það er misjafnt hvaða aðferð er beitt við ákvarðanatöku í ESB. Samákvörðunarferlið er algengast. Það felur í sér að Evrópuþingið fær jöfn tækifæri á við ráðherraráðið til að móta löggjöf. Þetta getur verið býsna langt og flókið ferli. Völd þingsins hafa aukist mjög eftir að þessi aðferð var tekin upp. Þegar samráðsferlinu er beitt þarf ráðherraráðið að leita álits Evrópuþingsins á tillögum framkvæmdastjórnarinnar áður en ákvörðun er tekin. Þingið getur sett fram breytingatillögur, en ráðherraráðið þarf ekki að samþykkja þær og er ekki bundið af áliti þingsins. Þetta er t.d. notað fyrir landbúnaðarmál, skattamál o.fl. Í samþykkisferlinu þarf ráðherraráðið að fá samþykki Evrópuþingsins áður en teknar eru ákvarðanir. Þingið getur ekki breytt tillögu ráðsins, aðeins samþykkt eða hafnað. Í þeim málaflokkum þar sem ESB hefur vald til að setja löggjöf – en það á ekki við um alla málaflokka – er þessum þremur aðferðum beitt. Engin þeirra á t.d. við í utanríkis- og öryggismálum, þar er einfaldlega samið innan ráðherraráðsins. Viðskiptasamningar við ríki utan ESB koma heldur ekki inn á borð þingsins. Strassborgarsirkusinn Brussel StrassborgFrakkland Þýskaland Holland Belgía Bretland Af sögulegum ástæðum er Evrópuþingið með tvö aðsetur, í Brussel og Strassborg. Þingið hittist fjóra daga í mánuði í Strassborg en annars starfa þingmenn að mestu í Brussel. Þetta þýðir að þingmenn, túlkar, aðstoðarmenn og aðrir verða að færa sig frá Brussel til Strassborgar einu sinni í mánuði og taka öll skjöl og annað tilheyrandi með sér. Þessir flutningar eru, að gefnu tilefni, kallaðir Strassborgarsirkusinn. Fjölmargir Evrópuþingmenn hafa barist fyrir því að aðsetrinu í Strassborg verði lokað enda séu flutningarnir á milli kostnaðarsamir, tímafrekir, mengandi og hreinlega vandræðalegir. Kveðið er á um tvöfalt aðsetur þingsins í sáttmálum ESB og því þurfa öll aðildarríkin að samþykkja breytingu samhljóða. Frakkar hafa staðið í vegi fyrir að það verði gert. Hótel- og veitingahúsaeigendur í Strassborg eru hæstánægðir. Við þetta má bæta að skrifstofur Evrópuþingsins eru bæði í Brussel og í Lúxemborg en það er önnur saga. Stjórnkerfi og stofnanir | Evrópusambandið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.