Morgunblaðið - 09.01.2009, Page 25

Morgunblaðið - 09.01.2009, Page 25
Daglegt líf 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 ÚTSALAN hefst í dag M b l1 07 84 38 Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. 30-50% afsláttur af völdum vörum Eftir Kristín Ágústsdóttir Neskaupstaður | Árið 2008 var metár á fæðing- ardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað (FSN). Sjötíu börn fæddust á árinu og þar með var met árins 2006 jafnað. Frá því fæðingardeildinni á Egilsstöðum var lokað árið 2002 hafa um sextíu konur fætt í Neskaupstað árlega. Konurnar koma alls stað- ar að af Austurlandi og æ fleiri nýta sér þjón- ustuna í heimabyggð. Þó er töluvert um að kon- ur kjósi að fæða í Reykjavík eða á Akureyri. Sjö börn fæddust yfir jólahátíðina, frá 24. desember fram til 3 janúar. Að sögn Jónínu Salnýjar Guðmundsdóttur, ljósmóður á FSN, er mjög gott ár framundan. „Ja, eða það sem við vitum enn sem komið er,“ segir hún með bros á vör. Ennþá gefst fólki tími til að leggja sitt af mörkum og gera árgang 2009 myndarlegan. Ný tæki Jónína hefur starfað á fæðingardeild FSN frá árinu 2007 og hefur tækjakosturinn sann- arlega breyst til hins betra síðan hún tók til starfa. „Ég var ekki ánægð með tækjabúnaðinn sem deildin bjó yfir þegar ég kom til starfa og lagði mikla áherslu á að keypt væri hitaborð og hita- kassi. Með aðstoð Hollvinasamtaka FSN og góðra gjafa frá hinum ýmsu fyrirtækjum og fé- lagasamtökum tókst okkur að fjármagna kaup á þessum góðu öryggistækjum. Nú er ég sátt við þann aðbúnað sem snýr að börnunum. Næst langar mig að kaupa hjónarúm. Mig langar að útbúa eina stofuna hérna þannig að hún verði í líkingu við það sem boðið er upp á í Hreiðrinu [á Landspítalanum],“ sagði Jónína Salný. Nemar styrktir Jónína Salný er eina fastráðna ljósmóðirin við deildina, en að öðru leyti er deildin mönn- uð með afleysingaljósmæðrum frá Akureyri og Reykjavík. Bjart er þó framundan því nú eru tveir nemar á deildinni sem Heilbrigð- isstofnun Austurlands styrkir til náms í ljós- móðurfræðum. Styrkurinn fæst gegn þeirri skuldbindingu að ljósmæðurnar starfi við deildina í tvö og hálft ár að námi loknu. Oddný Ösp Gísladóttir, annar nemanna, bendir á að skuldbindingin sé á báða bóga: „Það skipti kannski ekki miklu máli þegar ég skrifaði undir samninginn að HSA væri skuldbundin að ráða mig til starfa að námi loknu, en eins og ástandið er í dag hefur það viðhorf gerbreyst. Það er mikils virði að ganga að tryggri at- vinnu að námi loknu.“ Fyrstu börn ársins Þegar fréttaritara bar að var verið að út- skrifa fyrsta barnið á árinu, sem þó var ekki fyrsta barnið sem fæddist á deildinni. Það voru nýbakaðir foreldrar, Guðfinna Harpa Árnadóttir og Helgi Haukur Hauksson frá Straumi í Fljótsdal, að leggja af stað heim með frumburðinn, stúlku sem fæddist að kvöldi 2. janúar. Fyrsta barn ársins á fæðingardeild FSN var stúlka sem kom í heiminn á hádegi 2. janúar, frumburður þeirra Díönu Margrétar Símonar- dóttur og Jóhanns Arasonar sem búa á Eski- firði. Fæðingar aldrei verið fleiri  Vilji til að útbúa „hreiður“ á sjúkrahús- inu líkt og á LSH Hitakassi Jónína Salný Guðmundsdóttir er ánægð með nýjan tækjakost fæðingadeildar FSN. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Heimferð Nýbakaðir foreldrar, Guðfinna Harpa Árnadóttir og Helgi Haukur Hauksson frá Straumi í Fljótsdal mynda frumburðinn dúðaðan í heimferðargallann. Í HNOTSKURN »Alls voru 70 fæðingar á fæðing-ardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað árið 2008. »Hollvinasamtök FSN eru sannarlegagóður bakhjarl sjúkrahússins og hafa þau með aðstoð fyrirtækja og fé- lagasamtaka betrumbætt tækjakost sjúkrahússins svo um munar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.