Morgunblaðið - 09.01.2009, Qupperneq 28
28 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
HEILBRIGÐ-
ISRÁÐHERRA ætlar
að leggja niður starf-
semi St. Jósefsspítala og
gera hann að öldr-
unarstofnun. Aðdrag-
andi þessarar ákvörð-
unar hefur verið mjög
ósmekklegur og ósvífinn
og sýnt starfsemi St.
Jósefsspítala og starfsfólki mikla van-
virðingu. Af hverju á að leggja niður
stofnun sem er vel rekin og sinnir hlut-
verki sínu með sóma. Spítalinn hefur
verið rekinn í 82 ár og það hefur tekið
áratugi að byggja upp það góða starf
sem þar er framkvæmt. Spítalinn er
rekinn innan fjárlaga og með tekju-
afgangi á síðasta ári. Rekstrarkostn-
aður er aðeins 1,5 milljarðar sem eru
litlir peningar til samanburðar við það
sem bankastjórar hafa verið að fá í
laun og kaupréttarsamninga. Kannski
rekstrarkostnaður 1-2 sendiráða?
En hvað er gert á St. Jósefsspítala?
Þetta er spítali sem hefur sinnt grunn-
læknisfræði á landsvísu og byggt upp
mikilvæga starfsemi innan melting-
arfræða. Þarna er hand-
læknisdeild með 22
sjúkrarými og lyflækn-
isdeild með 24 sjúkra-
rými. Einnig göngudeild
meltingarsjúkdóma og
augndeild. Það eru gerð-
ar u.þ.b. 2.600 aðgerðir á
skurðsviði og um 3.000
speglanir á melting-
arsviði á ári.
Einnig eru starf-
ræktar mikilvægar líf-
efnafræðilegar rann-
sóknir á meltingarvegi
og síðast en ekki síst grindarbotn-
steymi með viðeigandi rannsóknum.
Ég get fullyrt að sú starfsemi er
einstök þó að víða væri leitað erlendis
að sambærilegri þjónustu og fagþekk-
ingu. St. Jósefsspítali er ekki bara
spítali Hafnfirðinga heldur hefur
starfsemin sinnt öllu höfuðborg-
arsvæðinu og ekki síst landsbyggðinni.
Spítalinn hefur tekið við sjúklingum
frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi
(LSH) til endurhæfingar eftir aðgerðir
og alvarlega sjúkdóma. Ráðherra talar
um að flytja meltingarfræðina á LSH
og skurðstarfsemina til Keflavíkur en
er það gert á svo einfaldan hátt? Hvað
varðar meltingarhlutann er hann svo
umfangsmikill að við erum að tala um
tvöföldun á starfsemi LSH fyrir vikið.
Þá spyr ég, eru til tæki og aðstaða til
að taka við þessu verkefni á LSH svo
vel megi fara? Ég get fullyrt að svo er
ekki í dag. Hvað á svo að gera við alla
skjólstæðingana sem eru í rist-
ilsepaeftirliti eða eftirliti vegna frumu-
breytinga í vélinda en það eru um
2.500 einstaklingar. Hvað á að gera við
500 einstaklinga sem eru í meðferð og
eftirliti vegna bólgusjúkdóma í melt-
ingarvegi (sáraristilbólga og svæð-
isgarnabólga)? Á spítalanum hefur
verið byggður upp gagnabanki um
þetta eftirlit og verið stolt starfsfólks
að geta sinnt þessu af alúð. Sl. 2 ár hef-
ur verið starfræktur skóli fyrir sjúk-
linga með bólgusjúkdóma í melting-
arvegi. Þetta endurspeglar vel það
sem er hornsteinn góðrar heilbrigð-
isstofnunar sem er starfsandinn og
gott starfsfólk. Er hægt að taka góðan
starfsanda og blessun St. Jósefssystra
og flytja niður á Hringbraut eða til
Keflavíkur? Nei, tæplega. Hvað er þá
málið? Jú, það á að spara. Það á að
spara 750 milljónir. Helstu rök ráð-
herra er að húsnæði spítalans sé svo
lélegt að það sé allt of dýrt að gera það
upp. Ef starfsemi St. Jósefsspítala hef-
ur dafnað í 82 ár getum við alveg hald-
ið áfram í nokkur ár í viðbót á þessum
sparnaðartímum. Spítalinn hefur lagt
áherslu á forvarnir og verið leiðandi í
að koma á skimun fyrir rist-
ilkrabbameini sem er önnur algeng-
asta dánarorsök Íslendinga. Skv. mín-
um heimildum greinist a.m.k. 1
krabbamein í meltingarvegi á viku við
þá starfsemi sem er starfrækt á St.
Jósefsspítala í dag. Þetta eru um 50 til-
felli á ári. Verða þessir einstaklingar
greindir annars staðar ef starfsemin
verður lögð af eða flutt? Ef til vill. En
það er bara ekki nógu gott svar. Fyrir
þann sem greinist of seint er það
skelfilegt. Þessi einstaklingur hefði
hugsanlega læknast við einfalda
skurðaðgerð fyrir 100 þúsund krónur
en í staðinn kostar meðferð hans um
100 milljónir yfir 2-3 ár með dýrum
lyfjum. Þá er sparnaðurinn, ef einhver
er, fljótur að fara. Hvað verða margir
fórnarlömb þessara aðgerða? Ég vil
ekki hugsa þá hugsun til enda. Það er
alveg öruggt að ef að St. Jósefsspítali
verður lagður niður er ekki hægt að
bæta þann skaða á stuttum tíma.
Hverjir tapa aðrir en ég og þú? Allir
tapa. Gott starfsfólk hverfur á braut
og kemur kannski ekki aftur. Höfum
við efni á því? Nei, því miður og ég
verð virkilega dapur ef ég hugsa til
þess. Þjóðin er búin að tapa sparifénu
og heilsuna getum við ekki keypt.
Heilsan er of dýrmæt til að nota sem
skiptimynt í skyndisparnaði þegar
kreppir að. Vinnan sem hefur verið
byggð upp á St. Jósefsspítala í gegn-
um áratugi er of verðmæt og um hana
verður að standa vörð. Það má örugg-
lega hagræða, sameina og flytja starf-
semi til en ekki stofnun sem er vel rek-
in, hagkvæm og metnaðarfull. Ég hvet
alla sem þekkja til starfsemi St. Jós-
efsspítala, bæði heilbrigðisstarfsfólk
og þá sem notið hafa þjónustu spít-
alans, að andmæla þessum breyt-
ingum harðlega og standa vörð um
það sem vel er gert í þessu landi. Nú
er nóg komið. Ég vona að heilbrigð-
isráðherra sýni að hann hafi þor og
dug til að breyta rétt áður en það verð-
ur of seint.
St. Jósefsspítali – allir munu tapa
Sigurjón Vilbergs-
son segir frá starf-
semi St. Jósefsspít-
ala
»Heilbrigðisráðherra
ætlar að leggja niður
eina best reknu heil-
brigðisstofnun landsins,
St. Jósefsspítala, án
röksemda um sparnað.
Sigurjón Vilbergsson
Höfundur er sérfræðingur í lyflækn-
isfræði og meltingarsjúkdómum og
starfar við St. Jósefsspítala.
PÓLITÍSKAR áherslur Stak-
steina eru aldeilis á sínum stað í
gær þegar látið er eins og útsvar
sé ósanngjörn og óréttlát leið, nán-
ast vond, til að fjármagna útgjöld
sveitarfélagsins Reykjavíkur.
Staksteinar eru nafnlausir að
vanda en hjarta þeirra slær með
þeim sem vilja notendagjöld,
flokksbræðrum og -systrum sem
vilja hærri skólagjöld, gjöld fyrir
matinn á sjúkrahúsunum, og núna
í fjárhagsáætlun Reykjavík-
urborgar auknar álögur fyrir að
hafa börn lengur en átta tíma á
leikskólum. Þar ætla Staksteinar
og Sjálfstæðisflokkurinn að sækja
peningana. 300 milljónir skulu
sóttar til foreldra leikskólabarna.
Það er gamalkunnugt stef í
hægri pólitík að álögur leggist á þá
sem síst skyldi, sjúklinga, öryrkja,
börn og aldraða. Hægri stjórnir
lækka skatta á þá sem mest hafa,
fjármagnseigendur og hátekjufólk.
Það er ekki pólitík Vinstri grænna.
Okkur finnst að þeir sem mest
hafa eigi að bera kostnaðinn og
þeir að njóta sem minna hafa milli
handanna. Þannig hafi allir sömu
möguleikana á grunnþjónustu.
Um þetta verður kosið næst. Bæði
til sveitarstjórna og alþingis.
En hinir nafnlausu Staksteinar
hafa ekki kosningarétt heldur sá
almenningur sem er í sífellt ríkari
mæli að hafna gjaldþrota hægri
stefnu ójafnaðar og misréttis.
Staksteinum til upplýsingar er
hægri pólitík á undanhaldi.
Svandís Svavarsdóttir
Byrðunum velt á
barnafjölskyldur
Höfundur er borgarfulltrúi.
HEILBRIGÐ-
ISRÁÐHERRA, Guð-
laugur Þ. Þórðarson,
kynnti í vikunni ein-
hverjar umfangsmestu
skipulagsbreytingar
sem gerðar hafa verið
sl. ár á íslensku heil-
brigðiskerfi. Markmið
þeirra er „að ná fram
hagræðingu í rekstri heilbrigð-
isstofnana víðs vegar um landið og
treysta um leið undirstöður grund-
vallarstarfsemi heilbrigðisþjónust-
unnar“. Íslendingar verja meira fé
til heilbrigðismála en flest OECD-
ríki og hafa á undanförnum árum
varið vaxandi hlut þjóðarframleiðsl-
unnar til þeirra. Sé tekið tillit til
þess hversu ung þjóðin er eru út-
gjöld til heilbrigðismála hér enn
hærri í OECD-samanburði. Árang-
ur er einnig mjög góður á marga
mælikvarða og launakjör sérmennt-
aðs heilbrigðisstarfsfólks góð.
Sumra með því besta sem gerist hér
á landi meðal sambærilegra stétta.
Fáar tilraunir til
skipulagsbreytinga
Útgjaldaaukning heilbrigðiskerf-
isins á undanförnum 10-15 árum
hefur oft vakið spurningar um það
hvort fyllsta hagræðis sé gætt í
skipulagi og fram-
kvæmd. Tilraunir heil-
brigðisráðherra sl.
tveggja áratuga til
skipulagsbreytinga,
sem leiða áttu til auk-
innar hagkvæmni, hafa
undantekningarlítið
mætt harðri andstöðu.
Róttækasta tilraunin
var árið 1995 þegar
Sighvatur Björg-
vinsson, þáv. heilbrigð-
isráðherra, reyndi að
koma á tilvísanakerfi.
Kerfi sem víðast hvar
þykir sjálfsagt og er ætlað að
treysta grunnheilsugæslu, skapa á
einum stað yfirsýn yfir heilbrigð-
isvandamál viðkomandi sjúklings,
sporna gegn „oflækningum“ og þar
með takmarka útgjöld. Þá reis upp
vel skipulögð hreyfing sér-
fræðilækna sem réð sér hagfræð-
inga, lögfræðinga og auglýs-
ingaráðgjafa með tilheyrandi
PR-umsvifum, til að koma í veg fyr-
ir það sem þeir kölluðu frelsisskerð-
ingu sjúklinga. Höfðu þeir fulln-
aðarsigur og enginn hefur þorað að
minnast á tilvísanakerfi síðan.
Á svipuðum tíma var unnin tillaga
að breyttri verkaskiptingu og fækk-
un sjúkrahúsa á landsbyggðinni (oft
nefnd „gula skýrslan“) en fyr-
irkomulag þeirra var ekki talið hafa
fylgt búsetuþróun, breyttri tækni í
heilbrigðisþjónustu eða bættum
samgöngum. Var haft á orði á þeim
tíma að staðsetning og uppbygging
sjúkrahúsa á landsbyggðinni hefði
fylgt þróun veiða úr íslenska síld-
arstofninum á gullaldartíma hans og
lítið breyst síðan. Skýrslan hlaut
svipaðar viðtökur hagmunahópa og
tillögur um tilvísanakerfið og var
snarlega sett ofan í skúffu heilbrigð-
isráðuneytisins.
Síðan þá hefur skipulag íslenskr-
ar heilbrigðisþjónustu þróast án
þess að ráðherrar hafi mikið skipt
sér af skipulaginu, nema þegar spít-
alarnir þrír í Reykjavík voru sam-
einaðir í Landspítala – háskóla-
sjúkrahús undir síðustu aldamót. Sú
sameining var ekki átakalaus eins
og landsmenn hafa getað fylgst með
í fjölmiðlum. Tilraunir stjórnar og
forstjóra LSH til umbóta og skipu-
lagsbreytinga hafa á ótal punktum
sem ekki verða raktir hér kostað
mikil átök, einkum við tiltekna
lækna spítalans. Stefnumótun ráð-
herranna sjálfra á þessu tímabili
hefur, fyrir utan ofantalin atriði,
nær eingöngu falist í að skipta ár-
legum fjárveitingum. Á sama tíma
hafa heilbrigðisyfirvöld flestra ann-
arra ríkja staðið fyrir umfangs-
miklum rannsóknum og stefnumót-
un í því skyni að nýta sem best þá
miklu fjármuni sem hvarvetna fara í
heilbrigðiskerfi landanna. Má segja
að íslenskir ráðherrar hafi haft sér
það til afsökunar að staða ríkisfjár-
mála hefur lengst af verið góð en
svo er ekki nú eins og allir vita.
Hugrekki Guðlaugs Þórs
Nú hefur ungur ráðherra, Guð-
laugur Þór, látið vinna greiningu og
stefnu um breytta verkaskiptingu í
íslenska heilbrigðiskerfinu. Til þess
þarf hugrekki í ljósi afdrifa fyrri til-
rauna. Vonast er til að spara megi
1,3 milljarða, án þess að það bitni á
hagsmunum sjúklinga. Ekki þarf að
fjölyrða hér um stöðu ríkisfjármála
og nauðsyn sparnaðar. Það þarf
hins vegar mikið hugrekki til að
fara í svo umfangsmiklar strúkt-
úrbreytingar. Flatur sparnaður hef-
ur hér verið meginreglan, hann hef-
ur þótt sársaukaminni pólitískt en
óskynsamlegri út frá nýtingu fjár-
muna.
Ég hef ekki forsendur til að meta
öll áform Guðlaugs Þórs en ekki
skiptir minna máli hvernig fram-
kvæmdin tekst til. Hún verður að
gerast í samstarfi við starfsfólk heil-
brigðiskerfisins. Skipulagsbreyt-
ingar eru það sem kallað hefur verið
eftir af þeim sem hafa skoðað þetta
kerfi út frá sjónarhóli aukinnar hag-
kvæmni og þá um leið árangurs.
Vafalaust þarf fleiri slíkar breyt-
ingar, sem ég vona að Guðlaugur
Þór leggi í, með almannahagsmuni
að leiðarljósi. En eigi svo að verða
þarf að taka þessum áformum opn-
um huga, vel þarf að takast til um
framkvæmd þeirra, þær þurfa póli-
tískan stuðning frá samráðherrum
Guðlaugs, stjórnarþingmönnum og
þeim sem hag hafa af bættri nýt-
ingu þess fjár sem fer í heilbrigð-
iskerfið. Ekki síst þarf heilbrigð-
isstarfsfólk að sýna ábyrgð
gagnvart þeirri stöðu sem uppi er.
Annars er hætta á að Guðlaugur
Þór og aðrir umbótasinnaðir stjórn-
málamenn detti í þann farveg of
margra pólitíkusa að gera sjaldnast
neitt nema það sé til skammtíma
vinsælda fallið. Þora ekki að horfast
í augu við og taka erfiðar ákvarð-
anir og fá almenning til þess sama.
Hagræðing og hugrekki heilbrigðisráðherra
Margrét Sigrún
Björnsdóttir skrifar
um skipulagsbreyt-
ingar í heilbrigð-
iskerfinu
»Heilbrigðisstéttir
þurfa að sýna
ábyrgð gagnvart þeirri
stöðu sem við erum í,
taka skipulagsbreyt-
ingum opnum huga og
leggja framkvæmdinni
lið.
Margrét Sigrún
Björnsdóttir
Höfundur er félagi í Samfylkingunni
og situr í nefnd heilbrigðisráðherra
um framtíðarhlutverk og skipulag
LSH.
ÞANNIG hljóðuðu tvær meginfyr-
irsagnir á forsíðu Morgunblaðsins á
næstsíðasta degi ársins. Í talnaflóði
eftir bankahrunið þarf stundum að
draga djúpt andann til að fá tilfinn-
ingu fyrir þeim hildarleik sem þar
er á ferðinni.
Hér verður gerð lítil tilraun til
að setja þessar fyrirsagnir í sam-
hengi. Tökum fyrst 2,1 kr fyrir
kílóvattstund. Hér segir frá því
verði sem Orkuveita Rvíkur fær
skv. heimildum Morgunblaðsins
fyrir orkuna til álvers í Helguvík.
Miðað við 100 megavatta rafafl og
25 ára sölusamning jafngildir þetta
40 milljörðum króna. Til að skoða
þennan 25 ára afrakstur má skoða
annað dæmi. Fyrir nokkrum árum
stóð þáverandi forsætisráðherra að
sölu Landsbankans til Björgólfs-
feðga fyrir svipaða upphæð og
reyndar fylgdi Kjartan Gunnarsson
bankaráðsmaður með í kaupunum.
Bankinn dafnaði vel að því er virt-
ist. En nú er bankinn kominn aftur
heim til þjóðarinnar (og Kjartan
með) og með bankanum fylgir smá-
skuld, kölluð því hugljúfa nafni
„icesave“ (ísspar eða ísbjörgun).
Þar kemur hin fyrirsögn blaðsins
inn í myndina.
Að bestu manna yfirsýn mun
þetta fyrirbæri kosta þjóðina 150
milljarða hið minnsta. En hvað eru
150 milljarðar ? Jú, ef við skoðum
aftur ofannefnda sölu orku til
Norðuráls (40 milljarða á 25 árum)
mun það taka hátt í heila öld í
orkuverinu á Hellisheiði að afla
þess fjár sem fór í súginn í „ice-
save“ ævintýrinu.
Ber nokkur ábyrgð?
ÖRN HELGASON,
prófessor í eðlisfræði.
Togast á um Icesave-kjör/ 2,1 kr
fyrir kílóvattstund
Frá Erni Helgasyni
BRÉF TIL BLAÐSINS