Morgunblaðið - 09.01.2009, Page 32

Morgunblaðið - 09.01.2009, Page 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 ✝ Birkir Árnasonfæddist í Keflavík 15. maí 1957. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Árni Guðgeirsson húsa- smiður í Keflavík, f. 27. janúar 1923, og Olga Guðmundsdóttir, f. 17. desember 1924. Systkini Birkis eru 1) Erna, f. 1949, maki Þorsteinn Geirharðs- son, f. 1948. 2) Guðgeir Smári, f. 1953, maki Rebekka Jóna Ragnarsdóttir, f. 1952, og 3) Þröstur, f. 1960, sambýlis- kona Victoria Solodovnychenko, f. 1967. Birkir kvæntist 24. apríl 1997 Hall- dóru Ásgeirsdóttur forverði, f. 1. febrúar 1956. Hún er dóttir Ásgeirs H. Karlssonar verkfræðings, f. 13. janúar 1927, d. 2. apríl 1980, og Ingi- bjargar Johannesen dönskukennara og löggilts skjalaþýðanda, f. 4. októ- ber 1930. Börn Birkis og Halldóru eru Ásgeir háskólanemi, f. 13. nóvember 1985, unnusta Sigrún Bjarnadóttir háskólanemi, f. 30. september 1985, og María Björk há- skólanemi, f. 4. ágúst 1987. Birkir ólst upp í Keflavík og lauk þar gagnfræðanámi en fluttist eftir það til Reykjavíkur þar sem hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, nátt- úrufræðideild, árið 1976. Hann stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands 1977- 1979 og við Danmarks Farmaceutiske Højskole 1979-1983. Þaðan útskrifaðist hann sem cand. pharm. í janúar 1983. Birkir stundaði verknám hjá Stefáni Thorarensen hf. og í Laugavegs Apóteki 1983 og starfaði sem lyfjafræðingur hjá Stef- áni Thorarensen hf. (síðar Tóró hf.) frá apríl 1983 til mars 1990. Birkir var einn af stofnendum Omega Farma ehf. árið 1990 og starfaði við lyfjaiðnað það sem eftir lifði ævinnar. Birkir sat í stjórn Sambands ís- lenskra lyfjafræðinga 1986-1988. Útför Birkis fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þó svo að ár okkar saman hafi verið alltof fá, eiga minningar mínar um þig og áhrif þín á mig eftir að endast mér út allt mitt líf. Ég man eftir ferðalög- unum, samræðum okkar, vísunum sem þú breyttir textanum í, leikjun- um og stráknum sem þú hélst að væri api. Ég mun einnig muna eftir húm- ornum þínum enda speglast hann í mínum eigin og vilja þínum til að gera allt sem þú gast gert fyrir fjölskyldu þína og vini. Þú hjálpaðir manni svo oft gegnum ýmsa hluti, án þess að eigna þér heiðurinn af því og nenntir alltaf að hlusta á mig röfla um allt, án þess að tala sjálfur illa um neinn held- ur bara brostir á réttu tímunum. Núna get ég bara vonað að þú hafir vaknað á einhverjum bjartari stað og að ég muni hitta þig á ný einn daginn. Ég vona að þú vakir yfir okkur og verndar og fylgist með mér vaxa og þroskast, svo að þú getir verið ennþá stoltari af mér með tímanum. Þú átt svo stóran hlut af því sem ég er í dag og af því sem ég mun afreka í framtíð- inni. Takk fyrir að segja mér frá til- finningum þínum og þar með stað- festa fyrir mér að sá farvegur sem ég hef ákveðið að velja mér í lífinu sé réttur. Ég mun stolt segja öðrum að pabbi minn hafi verið yndislegasti maður sem ég hef kynnst, að þú hafir verið svo hógvær og góður, gáfaður, umburðarlyndur og ósjálfselskur og að ég hafi vonandi verið svo heppin að erfa eitthvað af þessum frábæru per- sónueiginleikum frá þér, enda fannst mér við alltaf vera svo lík og ég sá mig sjálfa svo oft í þér. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Mundu ávallt að ég elska þig og að þú munir alltaf lifa í hjarta mínu. María Björk. Við að sjá mynd gamals og góðs fé- laga innan um andlátstilkynningarn- ar fóru af stað hugrenningar um þann tíma sem við vorum samferða. Bekkj- arfélagar allan grunnskólann og út- skrifuðumst á sama tíma úr MH. Minningar um svona langvarandi vin- áttu eru fyrir löngu orðnar hluti af sjálfsmynd samferðamanna Bigga frá þessum tíma. Á þann hátt munu já- kvæðu straumarnir sem frá honum stöfuðu halda áfram að leika um okk- ur. Dauðinn bindur því ekki enda á til- veru hans og áhrif munu lifa í ein- hverju hlutfalli við þau tengsl sem náðu að myndast. Minningar frá þessu lífsskeiði eru margar og ánægjulegar. Goldfinger var t.d. fyrsta alvöru bíómyndin sem við fórum saman á. Hún var bönnuð þeim aldurshópi sem við tilheyrðum en Biggi lét slíka smámuni ekki þvæl- ast fyrir sér, myndina varð hann að sjá. Borðtennisáhuginn vaknaði nokkru seinna og smíðuðum við gutt- arnir fullvaxið borðtennisborð úr grasplötu með viðbótum til allra hliða. Við viðkvæma smíðina kom handlagni Bigga sér vel enda af slíku fólki kom- inn. Æfingar hófust strax í bílskúrn- um hjá pabba mínum innan um alls kyns drasl sem kúlan var sífellt að týnast í. Ævintýrið leiddi m.a. til þátt- töku á Íslandsmeistaramóti enda vantaði ekkert upp á keppnisskapið hjá Bigga. Forsjálni hans birtist m.a. í því að sækja tímanlega um sumar- starf, vera á undan hinum til að kom- ast frekar að. Um hávetur mættum við ungir hjá ÍAV á Vellinum til að sækja um byggingarvinnu og vorum góðlátlega beðnir að koma aftur eftir nokkra mánuði, en vinnuna fengum við. Eftir að bílprófið féll okkur í skaut víkkaði sviðið og ævintýraferðir í sumarbirtunni styrktu tengslin enn frekar. Félagar í félagahópnum höfðu mót- andi áhrif hver á annan og Bigginn í okkur mun áfram láta gott af sér leiða því hann var góður félagi. Í gegnum jólakortið birtist fjölskyldan sem hann stofnaði til og vil ég votta henni samúð mína á þessum erfiðu tímum. Vonandi er henni, foreldrum hans og fjölskyldu þeirra stoð að vita af því góða sem ég og gamli félagahópurinn upplifði með Bigga. Axel Gísli Sigurbjörnsson. Með Birki Árnasyni lyfjafræðingi er genginn góður drengur. Við Birkir kynntumst fyrst 1994 þegar ég, nýútskrifaður lyfjafræðing- ur, hóf störf hjá litlu lyfjafyrirtæki í Kópavogi. Það var eins og að ganga til liðs við nýja fjölskyldu. Starfsmenn Omega Farma voru sjö á þessum tíma og Birkir var framleiðslustjóri. Það má segja að hann hafi tekið við í menntun minni þar sem Háskólanum sleppti. Það er margt í framleiðslu og þróun lyfja sem akademían getur ekki kennt en löng reynsla skilar. Birkir var okkur ungu lyfjafræðing- unum lærifaðir. Við unnum saman hjá Omega Farma í rúm fjögur ár og á þeim tíma óx fyrirtækið verulega. Birkir bar ekki tilfinningar sínar á torg og ekki var æsingi fyrir að fara hjá honum. Hann tók flestu sem upp kom með jafnaðargeði. Vandamálin voru til að sigrast á þeim og æsingur bætti þar engu við. Við Birkir ferðuðumst töluvert saman vegna vinnunnar. Hann var skemmtilegur ferðafélagi og við fór- um margar góðar ferðir saman til Hollands og Sviss. Einu sinni reyndi hollenskur leigubílstjóri að svíkja af okkur pening með því að aka á stórhá- tíðartaxta og rukka okkur tvöfalt að auki. Þetta var einum of mikið fyrir Birki og maðurinn sem sjaldan skipti skapi ætlaði svo sannarlega að kenna þessum leigubílstjóra mannasiði. Þegar við tókum upp símann til að kalla til hollensku lögregluna, þá lækkaði gjaldið. Markaðsrannsóknir voru óþarfar – tækifærin voru út um allt. Við rædd- um í gríni um að við myndum í ellinni sitja síðhærðir á sólarströnd eftir að hafa fundið upp lyf við skalla. Við missum víst af því tækifæri. Birkir vann hjá flestum íslensku lyfjafyrirtækjunum: Tóró, Omega Farma, Delta, Pharmaco, Actavis og Invent Farma. Fyrir hönd fjölmargra gamalla samstarfsmanna Birkis hjá Actavis votta ég Halldóru og fjöl- skyldu Birkis mína dýpstu samúð. Sigurður Óli Ólafsson. Látinn er fyrir aldur fram Birkir Árnason lyfjafræðingur. Það var mik- ið áfall að heyra af fráfalli Birkis. Ég kynntist honum á námsárum okkar við Lyfjafræðiháskólann í Kaup- mannahöfn upp úr 1980. Hann var lengra kominn í náminu en ég og flutti heim til Íslands nokkru fyrr. Eftir nám réð ég mig til starfa í lyfjafram- leiðsludeild Stefáns Thorarensen sem hét Toro, en þar var Birkir fram- leiðslustjóri. Við unnum þar saman í 5 ár, allt þar til Toro var yfirtekið af öðru fyrirtæki 1990. Við vorum nú at- vinnulausir og eftir miklar bollalegg- ingar og vangaveltur ákváðum við að stofna nýtt lyfjaframleiðslufyrirtæki sem fékk nafnið Omega Farma. Sam- an fórum við í ferðir m.a. um Norð- urlöndin, Ítalíu, Spán og Indland til að afla viðskiptasambanda og leggja grunninn að fyrirtækinu. Fyrstu mánuðina unnum við heima hjá mér á Vesturgötu en um haustið fengum við skrifstofu í Tæknigarði hjá Háskóla Ísland og vorum þar í eitt ár á meðan verið var að innrétta lyfjaverksmiðju Omega Farma á Kársnesbraut í Kópavogi. Þetta var tími vonar og óvissu og langra vinnudaga og sumir álitu okkur fullbjartsýna. Eitt sinn sýndi Birkir mér ljósmynd sem hann hafði tekið frá svölum heimilis síns á Fálkagötu. Bjartur himinn skartaði fögrum regnboga sem virtist enda í lyfjaverksmiðjunni í Kópavogi. Þetta taldi hann gæfumerki fyrir framtíð fyrirtækisins og þar reyndist hann sannspár. Hjá Omega Farma störfuð- um við saman til ársins 2002, hann sem framleiðslustjóri og stjórnarmað- ur og ég sem framkvæmdastjóri. Á þessum árum kynntist ég Birki vel. Til að byggja upp jafn flókið fyr- irtæki frá grunni þurfti fjölbreytta reynslu og þar nýttust hæfileikar Birkis sín sérlega vel enda var hann einstaklega greindur maður. Birkir hafði þægilega nærveru og góða kímnigáfu. Hann hafði ríka réttlætis- kennd og lét í sér heyra væri honum misboðið. Allt óhóf og sýndarmennska féll honum illa. Einnig hafði hann ein- stakan hæfileika til að komast að kjarna máls á augabragði. Birkir var hluthafi frá stofnun In- vent Farma 2005 og ráðgjafi fyrirtæk- isins við uppbyggingu þróunarseturs þess á Íslandi. Hér sem fyrr var aug- ljós reynsla og hæfni Birkis. Það er með þakklæti og miklum söknuði sem ég kveð kæran félaga og samstarfsmann. Mikið hefði ég viljað njóta samveru hans lengur. Fjöldskyldu Birkis sendi ég og kona mín innilegar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning hans. Friðrik Steinn Kristjánsson. Kær vinur er fallinn frá í blóma lífs- ins aðeins rúmlega fimmtugur að aldri. Birkir var fæddur og uppalinn í Keflavík og hóf snemma þátttöku í íþróttum. Borðtennis varð hans eftirlætis- íþrótt og hann keppti árum saman fyr- ir hönd Ungmennafélags Keflavíkur í þeirri grein. Það var á þeim vettvangi sem leiðir okkar lágu saman upp úr 1970 og þá sem mótherjar en ævilöng vinátta þróaðist fljótlega með okkur. Biggi frá Keflavík, eins og hann var jafnan kallaður meðal okkar KR-inga, vakti fljótt athygli okkar fyrir einstak- lega rólega og prúðmannlega fram- komu jafnt innan vallar sem utan. Leiðir okkar lágu einnig saman á æfingaferðum erlendis og í mennta- skóla. Sumarið 1977 lögðum við félagarnir upp í hjólreiðaferð frá Landskrona og lágu leiðir okkar um Rínardalinn og allt suður til Ítalíu. Þar kynntist ég Bigga enn betur en áður og komst að því hve ótrúlega traustur og góður fé- lagi hann var. Hann hélt utan um fjár- haginn með ráðdeild og sparnaði en ég eyddi því sem ég komst upp með. Fyr- ir traust aðhald dugði ferðaféð okkur í fimm vikur. Þessi ferð varð upphafið að mörgum hjólreiðaferðum mínum heima og erlendis. Biggi kynnti Kaupmannahöfn fyrir okkur hjónum þegar við fluttumst þangað þar sem hann var við nám. Heim kominn stofnaði hann bæði fjöl- skyldu og fyrirtæki. Eftir það tóku við sameiginlegar útilegur og veiðiferðir sem gáfu fjölskyldum okkar mikið. Biggi skipulagði fimmtugsafmælið mitt, sem haldið var upp á í Prag, af miklum myndarskap. Biggi var gæddur miklum mann- kostum. Hann var mjög vel gefinn, mikill námsmaður, samviskusamur og traustur, sannur vinur vina sinna. Hann naut þess að hlusta á tónlist og horfa á góðar kvikmyndir og aldrei var komið að tómum kofunum hjá hon- um þegar rætt var um þessi efni. Hann kenndi mér og mínum margt um ævina og fyrir það skal að leið- arlokum þakkað af heilum hug. Eiginkonu og börnum sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Hjálmar Kristinn Aðalsteinsson og fjölskylda. Birkir Árnason ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Skálá í Sléttuhlíð, lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri þriðjudaginn 6. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. janúar kl. 13.30. Þorsteinn Konráðsson, Sólveig Jensen, Ólöf Konráðsdóttir, Andrés Aðalbergsson, Veronika Konráðsdóttir, Steinar Steingrímsson, Bragi Konráðsson, Eva María Ólafsdóttir, Trausti Pálsson, Eyjólfur Konráðsson, Mona Ekstrum, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MILDRID SIGURÐSSON, Hlíf II, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar sunnudaginn 4. janúar. Jarðsungið verður frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 10. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahús Ísafjarðar. Fyrir hönd aðstandenda, Frank Guðmundsson, Teresa Chylenska, Gunnar Guðmundsson, Jenný Guðmundsdóttir, Reynir Guðmundsson, Bryndís Gunnarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Randí Guðmundsdóttir, Jóhann Dagur Svansson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR WESTLUND, er látinn. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 6. janúar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. janúar kl. 15.00. Katherine Westlund, Kristín María Westlund, Sigurður Guðmundsson, Margrét Westlund, Kristján Óskarsson, Edward Jóhannes Westlund, Súsanna Rós Westlund, Sigurbergur Árnason, Katrín Guðlaug Westlund, Karl I. Guðjónsson og fjölskyldur. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA INGVARSDÓTTIR NORÐFJÖRÐ, til heimilis á Hrafnistu, áður Kleppsvegi 62, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu, Reykjavík þriðjudaginn 30. desember, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 13.00. Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Ingi S. Guðmundsson, Sverrir Skarphéðinsson, Hólmfríður Þórhallsdóttir, Heiðdís Norðfjörð, Gunnar Jóhannsson, Jón Halldór Norðfjörð, Ólafía Kristín Guðjónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.