Morgunblaðið - 09.01.2009, Side 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
✝ Lúðvík Frið-riksson fæddist í
Reykjavík 26. sept-
ember 1952. Hann
lést hinn 29. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans eru hjón-
in Kristín
Lúðvíksdóttir, fv.
verslunarmaður, f. í
Reykjavík 6. október
1928, og Friðrik
Ólafsson rennismið-
ur, f. í Point Roberts í
Bandaríkjunum 10.
apríl 1930. Lúðvík var
elstur fimm systkina en hin eru Sig-
ríður Jóna, f. 1953, gift Hlyni Árna-
syni, f. 1951, þau eiga tvö börn,
Haukur, f. 1956, kvæntur Sigríði
Önnu Ragnarsdóttur, f. 1955, þau
eiga fjögur börn, Hrönn, f. 1957,
hún á þrjú börn, og Pétur, f. 1960,
kvæntur Sigurlínu Gísladóttur, þau
eiga fjögur börn.
Hinn 7. desember 1974 kvæntist
Lúðvík Áshildi Dalberg Þorsteins-
dóttur, f. 6. desember 1952. For-
eldrar Áshildar voru hjónin Þor-
steinn Ketilsson verkamaður í
Reykjavík, f. á Fossi, Hrunamanna-
hreppi 3. janúar 1914, d. 3. ágúst
2007, og Guðrún Sveinsdóttir hús-
móðir, f. í Dalkoti, V-Eyjafjöllum
24. júlí 1912, d. 10. apríl 2008. Börn
Lúðvíks og Áshildar eru a) Kristín
Guðrún, f. 25. október 1980. b)
Anna Sigga, f. 3. janúar 1983. c)
Þorsteinn Lúðvík, f. 29. apríl 1987,
sambýliskona Marta Silfá Birg-
isdóttir, f. 15. nóvember 1988.
Lúðvík ólst upp í Reykjavík til 14
ára aldurs en þá flutti fjölskyldan
að Melgerði í Mosfellssveit. Lúðvík
lauk stúdentsprófi frá Verzl-
unarskóla Íslands 1973, lokaprófi í
vélaverkfræði frá Há-
skóla Íslands 1977 og
MS í iðnaðarverk-
fræði frá University
of Massachusetts,
Amherst, Bandaríkj-
unum 1979. Lúðvík
bjó í sjö ár í Banda-
ríkjunum og starfaði
hjá Motorola í Chi-
cago að námi loknu
þar. 1984 flutti fjöl-
skyldan heim og
stofnaði Lúðvík þá
hugbúnaðarfyr-
irtækið Rafreikni
ásamt fjölskyldu sinni. 1988 var
fyrirtækið selt til EJS og starfaði
Lúðvík þar í þrjú ár. 1991 hóf Lúð-
vík störf hjá Ratsjárstofnun og
starfaði þar til 2002 er hann flutti
sig yfir til verkfræðideildar Varn-
arliðsins. Frá maí 2007 var Lúðvík
framkvæmdastjóri Malarvinnsl-
unnar á Egilsstöðum.
Lúðvík tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum, meðal annars í Sjálf-
stæðisfélagi Mosfellinga, sunddeild
Aftureldingar og Sundsambandi Ís-
lands. Lúðvík var um tíma ritstjóri
Varmár í Mosfellsbæ, sat í tækni-
nefnd Mosfellsbæjar, tækninefnd
Sundsambands Íslands og í stjórn
Society of American Military Eng-
ineers.
Lúðvík hafði gríðarlegan áhuga
á ættfræði, átti orðið mikið ætt-
fræðisafn og stóð ásamt fleirum að
útgáfu bókarinnar „Frá Aðalvík og
Ameríku“ sem segir sögu ömmu
hans og fjallar um flutning ömmu
hans og afa til Bandaríkjanna og til
baka snemma á síðustu öld.
Útför Lúðvíks fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Minn kæri bróðir Lúðvík lést á
heimili sínu að morgni 29. desember
sl. eftir stutta en harða baráttu við
krabbamein. Lúðvík var elstur okkar
en við vorum fimm systkinin fædd á
sjö og hálfu ári og því vorum við mjög
samrýnd. Oft var fjör á heimilinu og
var Lúðvík fremstur í flokki þegar
gerð voru prakkarastrik. Hann var
mjög fjörugt barn og lét ekkert sér
óviðkomandi, þurfti að skoða allt og
kanna vel, til að vita hvernig hlutir
voru samsettir tók hann þá bara í
sundur og reyndi að setja saman aft-
ur. Við Lúðvík fórum margar ævin-
týraferðir um mela og móa Reykja-
víkur þegar við vorum lítil og þurftum
oft að passa yngri systkini okkar. Við
drógum þau með okkur á ýmsa staði,
við fórum á skauta á veturna og á
tjörnina á sumrin til að veiða síli, í
Heiðmörk og niður á höfn til að skoða
skipin, í feluleiki á Klambratúni og
löbbuðum langar leiðir eftir hitaveit-
ustokkunum. Við fórum til ömmu Sig-
ríðar á Brávallagötuna og fengum
brúnkökubita og ömmu Alexíu í Álf-
heimana til að hlusta á hana lesa
Andrés Önd á dönsku og síðan á ís-
lensku. Þegar við Lúðvík vorum á
unglingsaldri fluttum við í Hlíðar-
túnshverfið í Mosfellssveit og kætti
það yngri systkinin mjög að komast í
frelsið í sveitinni, en við Lúðvík vor-
um ekki alveg eins ánægð því okkur
fannst þetta ansi langt frá Reykjavík,
en svo fór nú með árunum að það urð-
um við sem bjuggum svo lengst í
sveitinni.
Við Lúðvík fórum í Verzlunarskól-
ann og fylgdumst því vel að á ung-
lingsárunum, síðan fór hann í verk-
fræði í HÍ og þaðan í framhaldsnám
til Bandaríkjanna. Hann starfaði þar í
nokkur ár en flutti svo aftur heim í
Mosfellsbæinn, þar sem hann bjó þar
til fyrir rúmu ári að þau Ása fluttu í
Sóleyjarrima.
Lúðvík kynntist ástinni sinni, Ás-
hildi Þorsteinsdóttur, 1972 og eignuð-
ust þau þrjú börn, Kristínu Guðrúnu,
Önnu Siggu og Þorstein Lúðvík. Þau
hjón hafa alla tíð verið mjög samrýnd
og samstiga. Börnin hafa sýnt í veik-
indunum hvað í þeim býr. Þau hafa
lagt sig öll fram um að hugsa vel um
báða foreldra sína. Ég er mjög stolt af
þeim. Þau eru öll glæsileg og flottir
krakkar sem eiga lífið framundan, nú
hvílir sú ábyrgð á þeim að styðja
mömmu sína. Ég veit að það munu
þau gera af alúð.
Það hefur verið sárt að horfa upp á
Lúðvík í veikindunum og geta lítið
sem ekkert gert. Hann sýndi mikið
æðruleysi og huggaði alla sem komu
til hans. Hlustaði á vandamál ann-
arra, gaf góð ráð og sagði að sér liði
vel og bætti svo við: „Það er allt í lagi
með mig.“ Hann lést heima við hlið
Ásu 29. des sl.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
er ég þakklát í hjarta fyrir að hafa átt
svo góðan bróður sem Lúðvík var,
hann var heiðarlegur og góður dreng-
ur. Hann var fyrstur til að bjóða fram
aðstoð og öllum í fjölskyldunni var
hann góður, hann var einstaklega
góður og natinn við foreldra okkar.
Ég trúi því að Lúðvík taki á móti okk-
ur þegar við komum til hans yfir móð-
una miklu. Þá verður hann búinn að
kanna fyrir okkur hin mela og móa og
mun leiða okkur eins og hann gerði
þegar við vorum börn. Takk fyrir allt,
elsku bróðir.
Sigríður Jóna.
Elsku Lúlli. Mikið er það sárt að
þurfa að kveðja þig. Þú varst stóri
bróðir minn, tókst það hlutverk þitt af
alúð og dugnaði, eins og annað sem þú
gerðir. Það sem einkenndi þig var
hjálpsemi, þolinmæði og vinátta. Þú
hafðir alltaf tíma fyrir aðra.
Fyrsta minningin um þig er í
Mávahlíðinni á öskudag. Þú plataðir
mig til að hengja öskupoka í konur
fyrir utan mjólkurbúðina, eitthvað
gekk mér brösuglega og man ég sér-
staklega eftir konu sem skammaðist
mikið, þú fylgdist með úr fjarlægð og
hlóst mikið að enda alltaf verið grall-
ari.
Það varst þú sem kenndir mér á
klukku, ég var að byrja í 2. bekk og
þurfti að læra á klukku til að mæta á
réttum tíma í skólann. Þú tókst það að
þér og ekki varstu lengi að kenna
mér, gerðir það af rósemi og ákveðni.
Eftir þetta leit ég mikið upp til þín,
má eiginlega segja að þá hafir þú orð-
ið stóri bróðir.
Ég byrjaði snemma að baka brún-
tertur og fann fljótt út hvað þér
fannst þær góðar. Ég hef nýtt mér
það í gegnum árin, hvort sem það
þurfti að gera við tölvuna eða dytta að
íbúðinni minni þurfti ég ekki annað en
að hringja og segjast hafa verið að
baka brúntertu og þú sagðir: Frá-
bært, ég kem, á ég að taka eitthvað
með mér?
Ég fann ekki straumbreytana að
útiljósunum mínum fyrir jólin, var að
kvarta yfir því við þig þegar ég kom í
heimsókn. Þú kallaðir til Ásu og sagð-
ir að það væru straumbreytar í kassa,
við fundum þá og ljósin mín skína
skært. Það er ennþá kveikt á jólaljós-
unum mínum og verður eitthvað
áfram.
Ég á eftir að sakna brandaranna
sem þú sendir okkur reglulega, ég var
að horfa á þann síðasta sem þú sendir,
auðvitað var það skítabrandari, nema
hvað!
Það er mikill missir að þér Lúlli
minn, þú varst svo góður drengur. Ég
veit að þú átt eftir að vaka yfir mér.
Takk fyrir alla hjálpina, vináttuna og
það að vera besti stóri bróðir minn.
Elsku Ása, Kristín Guðrún, Anna
Sigga, Þorsteinn, Marta og við hin í
fjölskyldunni, Guð gefi styrk í okkar
miklu sorg.
Hrönn systir.
Nú þegar við kveðjum Lúlla mág,
svila og frænda á ská er okkur efst
huga hugulsemi hans og ræktarsemi.
Alltaf hafði hann hugsun á að allir
þyrftu að komast með í ferðalög hvort
sem það voru einstaklingar á fjórða
ári eða eldri. Í tvígang tóku Lúlli og
Ása Andra Þór með sér í fjölskyldu-
ferðir þegar við þurftum að vera
heima með tvö yngri börnin. Þegar
Guðrún Arna var stúdent mætti Lúlli
með myndavélina með sér og tók
myndir af veislugestum enda Lúlla
fullkunnugt um að fjölskyldumeðlim-
ir væru ekki duglegir við slíkt. Mynd-
unum kom hann svo til fjölskyldunnar
á geisladisk nokkrum dögum síðar.
Fjölskyldur okkar systkina hafa oft
eytt gamlárskvöldi saman. Lúðvík
var alltaf lykilmaðurinn á þeim kvöld-
um því hann var mikill rakettukall.
Hann lífgaði upp á boðið þegar hann
mætti með kúrekahatt og vindil að
sprengja rakettur í heimatilbúnu sta-
tífi.
Af öllum þeim góðu og greiðviknu mönnum
sem dvelja
hjá guði á himnum, ég þúsundir myndi þá
telja.
Ég velti því fyrir mér, því sem hann er að
hanna
hefur hann ekki nú þegar úr mörgum að
velja. –
Þurfti hann svo fljótt þann besta á meðal
oss manna.
Elsku Ása, Kristín Guðrún, Anna
Sigga, Þorsteinn og Marta. Hjá ykk-
ur hefur hugur okkar dvalið undan-
farna daga. Megi guð og gæfan fylgja
ykkur um ókomna framtíð.
Sturla, Ingibjörg, Andri Þór,
Guðrún Arna og Baldvin.
Nálægt miðju ári 2007 urðu kafla-
skil í lífi Áshildar, systur minnar, og
Lúðvíks, mágs míns. Þá seldu þau
húsið sitt í Mosfellsbænum, keyptu
litla íbúð í Grafarvoginum og fluttu
síðan sjálf austur til Egilsstaða. Ef til
vill dálítið undarlegt ferli en svona var
þetta samt. Allt gerðist þetta mjög
snöggt. Svoleiðis var að Lúðvík stóð á
þessum tíma atvinnulaus. Eitt af því
sem kom til greina var framkvæmda-
stjórastaða í stóru verktakafyrirtæki
á Egilsstöðum. Hann brá sér austur í
viðtal en að því loknu var það afskrif-
að þó svo að annað kæmi á daginn áð-
ur en yfir lauk.
Á þessum sama tíma var sá er þess-
ar línur ritar að setja saman bækling
þar sem yfirskriftin var Gönguleiðir
upp úr Botni Hvalfjarðar. Eitt af því
sem talið er nauðsynlegt að fylgi slík-
um leiðalýsingum eru GPS-staðsetn-
ingarhnit á gönguleiðunum. Ég vissi
að Lúðvík átti gott og nákvæmt tæki.
Því fór ég þess á leit við hann að hann
gengi með mér og léti tækið marka
leiðina. Eins og hans var von og vísa
brást hann vel við beiðni minni.
Þriðjudaginn 1. maí skrifa ég í dag-
bókina mína. Við Lúðvík fórum upp
að Hrísakoti í Brynjudal, gengum upp
með Þórisgili, yfir Hrísháls og fram á
Djúpadalsborgir. Þaðan lá leiðin síð-
an niður í Botnsdal. Tilgangurinn var
að merkja gönguleiðina með GPS-
hnitum. Ég fann út þegar um kvöldið
að þarna hafði ekki verið kastað hönd-
unum til hlutanna. Daginn eftir voru
hnitin sett inn á loftljósmyndir þar
sem allt passaði nákvæmlega.
En enginn ræður sínum næturstað
því kvöldið eftir var hann orðinn
framkvæmdastjóri fyrir áðurnefndu
verktakafyrirtæki á Egilsstöðum.
Forsvarsmönnum fyrirtækisins hafði
greinilega snúist hugur. Ég efast ekki
um þarna völdu þeir rétt.
Í byrjun ágúst í sumar heimsóttum
við Sigga þau á Egilsstöðum. Ég verð
að viðurkenna að við sáum strax þeg-
ar við höfðum heilsað Lúðvík að þarna
var á ferð maður sem ekki gekk heill
til skógar. Til að gera langa sögu
stutta þá gekkst Lúðvík undir upp-
skurð um miðjan september þar sem
fjarlægð var meinsemd úr ristlinum.
Því miður reyndist hún illkynja og
hafði dreift sér til nærliggjandi eitla.
Þó að allt væri gert til lækna og lina
virkaði það lítt eða ekki. Snemma í
desember var nokkuð ljóst að hverju
stefndi. Tíminn sem í hönd fór var
okkur öllum erfiður. Þó sýndu bæði
Lúðvík, systir mín Áshildur og börnin
þeirra mikið æðruleysi. Um það leyti
sem birta tók af degi 29. desember sl.
lauk stríðinu.
Það var ekki bara að Lúðvík væri
góður vinur minn og félagi, heldur var
ákaflega gott að leita til hans með ým-
islegt sem er innifalið í lífinu eins og
áður er komið fram. Einu sinni stóð
ég í smáviðskiptum við útlönd. Að
semja bréf á ensku þeim tengd er
ekki mín sterkasta hlið. Þá var gott að
leita til hans og hann var snöggur að
því. Það má því ljóst vera að með
hvarfi Lúðvíks af sjónarsviðinu er
skarð fyrir skildi sem verður vand-
fyllt.
Hvíl þú í friði, kæri mágur.
Leifur Þorsteinsson.
Við Lúðvík erum synir bræðra úr
Sléttuhreppi og hittumst oft í æsku,
ekki sízt við Steingrímsstöð í Grafn-
ingi þar sem Kjartan, faðir minn,
starfaði, en Friðrik, bróðir hans, og
faðir Lúðvíks frænda bjó og starfaði í
Reykjavík. Börnum úr Reykjavík var
ekki síður ævintýri en okkur sem
bjuggum við stöðina að komast í frels-
ið. Þar var margt brallað og eins þeg-
ar við heimsóttum ættingja í Reykja-
vík. Lúðvík var uppátækjasamur
fremur okkur bræðrum og lét sér
detta margt í hug. Hann var óþreyt-
andi við að koma hugmyndum sínum í
verk. Stundum var hann fyrirferðar-
mikill. Nú um stundir hefði einhver
sérfræðingurinn sjálfsagt látið sér í
hug koma að gefa honum rítalín. Sem
betur fer fékk hann að njóta sín. Árin
er annar sótti Menntaskólann og hinn
Verzlunarskólann lágu leiðir okkar
saman.
Lúðvík reyndist góður og dugandi
námsmaður og lauk prófi frá verk-
fræðideild Háskóla Íslands og stund-
aði framhaldsnám í iðnaðarverkfræði
í Amehurst í Bandaríkjunum. Þar
bjuggu þau hjón og eignuðust dætur
sínar, Kristínu Guðrúnu og Önnu
Siggu er fæddust sömu ár og eldri
dætur okkar Þórdísar. Við heimsótt-
um þau í Chicago dagpart og endur-
nýjuðum kynnin við Lúðvík og Ásu
sem tóku okkur af höfðingsskap,
sóttu á flugvöllinn og skiluðu okkur.
Árið eftir, 1980, tóku þau á móti okkur
Skúla bróður af sömu alúð og við
dvöldum í góðu yfirlæti nokkra daga.
Þau heimsóttu okkur Þórdísi með
Önnu Siggu nýfædda á Selfoss og þá
var kátt með frændum þegar afkom-
endur voru skoðaðir vandlega. Við
fluttum til Ísafjarðar. Lúðvík sem þá
vann hjá Ratsjárstofnun rækti frænd-
semina og kom við, sýndi mér Rat-
sjárstöðina á Bolafjalli og margt var
skrafað og við sammála um flest, með
svipaða sýn á þjóðmálin og skoðanir á
því sem betur mátti fara. Lúðvík var
Lúðvík Friðriksson
Elsku faðir minn og tengda-
faðir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Hvíldu í friði.
Takk fyrir allt.
Þorsteinn og Marta Silfá.
HINSTA KVEÐJA
trygga og vel gerða fólki sem hafði
með einum eða öðrum hætti áhrif á
líf mitt og minna.
Ég kveð Ólöfu með þakklæti,
söknuði og virðingu og þakka henni
gengin spor og hlutdeildina í mínu
lífi.
Guðfinna Ragnarsdóttir.
Kveðja frá Menntaskólanum
í Reykjavík
Ólöf Benediktsdóttir hóf kennslu í
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1959, og hún hætti kennslu fyrir ald-
urs sakir árið 1990. Því var starfsfer-
illinn í skólanum orðinn alllangur.
Ólöf var röggsöm og mikill skörung-
ur. Hún var valin til forystu á marg-
víslegum vettvangi. Ólöf var deild-
arstjóri í dönsku í Menntaskólanum
og formaður kennarafélags MR um
skeið. Þá var hún kjörin í skólastjórn
skólans og sat í henni um skeið.
Guðni Guðmundsson rektor
greindi frá því í skólasetningarræðu
haustið 1990, að Ólöf hefði látið af
störfum eftir langa og dygga þjón-
ustu. Þakkaði hann henni vel unnin
störf, góðar tillögur til mála og sam-
viskusemi í allri embættisfærslu. –
Ólöf kenndi ensku og þó einkum
dönsku hin síðari ár. Hún fylgdist vel
með námi nemenda sinna og lagði
mikla vinnu í yfirferð verkefna nem-
enda, og þetta var allt unnið af sér-
stakri alúð og vandvirkni. Hún hélt
uppi góðri reglu í tímum, en hún var
samt einkar hlýleg og hjálpleg við
nemendur.
Ólöf var góður félagi í hópi sam-
starfsmanna sinna. Hún var hrein-
skiptin og sagði skoðanir sínar um-
búðalaust og allt sem Ólöf sagði stóð
eins og stafur á bók. Hún var glöð á
góðri stund og hrókur alls fagnaðar á
samkomum kennara. Mér er minn-
isstætt hversu oft var kátt í dönsku-
deildinni hjá Ólöfu, Kristínu Kaaber
og Ólafi Péturssyni. Um það leyti
sem ég hóf kennslu við skólann
drukku þau oftast kaffi í löngu frí-
mínútunum hjá Þorgerði Magnús-
dóttur úti í Þrúðvangi á meðan kennt
var þar. Þar var oft glatt á hjalla og
ánægjulegt að fá að vera hjá þeim.
Ólöf naut virðingar í hópi kennara,
og hún var traustur og samvisku-
samur starfsmaður hvort sem hún
kenndi eða vann önnur trúnaðar-
störf. Hennar skal hér minnst með
þakklæti og virðingu. Börnum henn-
ar og öðrum vandamönnum eru
færðar innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ólafar Bene-
diktsdóttur.
Yngvi Pétursson.
Kveðja frá Sjálfstæðis-
kvennafélaginu Hvöt
Látin er Ólöf Benediktsdóttir,
fyrrv. menntaskólakennari. Ólöf var
alla tíð einn af máttarstólpunum í
starfi Sjálfstæðiskvennafélagsins
Hvatar, hún sat lengi í stjórn félags-
ins og var m.a. formaður um tíma. Í
þeim störfum hennar fannst ekki
brestur frekar en í öðru er henni var
til trúað. Ólöf var ein þeirra kvenna
sem á óeigingjarnan hátt sýndu sam-
félaginu og Sjálfstæðisflokknum
hollustu sína með ýmsum hætti. Í yf-
ir 70 ár hafa Hvatarkonur borið hit-
ann og þungann af sýnilegu starfi
flokksins í Reykjavík og var Ólöf ein
þeirra. Ólöf var síðar gerð að heið-
ursfélaga Sjálfstæðiskvennafélags-
ins Hvatar fyrir vel unnin störf.
Sjálfstæðishugsjónin var Ólöfu
alla tíð hugleikin. Þátttaka og áhugi
á stjórnmálum var henni í blóð bor-
inn. Hún var alin upp á heimili þar
sem hugmyndafræði Sjálfstæðis-
flokksins var í hávegum höfð og þátt-
taka sjálfsögð. Nú að henni allri er
konum í Sjálfstæðiskvennafélaginu
Hvöt efst í huga þakklæti fyrir störf
hennar í þágu félagsins og þær
senda ástvinum hennar dýpstu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Ólafar Benediktsdóttur.
Áslaug Friðriksdóttir,
formaður.
Ólöf Bene-
diktsdóttir