Morgunblaðið - 09.01.2009, Síða 46

Morgunblaðið - 09.01.2009, Síða 46
Listakonan Hrefna Víg- lundsdóttir opnar á morgun sýninguna Tilbrigði við Jökulinn í Reykjavík Art Gallerí. Málverkin eru mjög per- sónuleg en þau vann hún úr efnivið er sóttur í Snæfells- jökul og umhverfi hans fyrr á árum er hún starfaði sum- arlagt við fótskör Snæfells- ássins. Blæbrigðin ættu að vera þeim er þekkja jökulinn kunnugleg en listakonan segir dulmögnun og kraft jöklsins birtast í verkum sínum. Sýningin verður opin alla daga vikunnar, nema mánudaga, kl. 14 - 17 ig stendur til 25. janúar. Að- gangur er ókeypis. Myndlist Kraftur Snæfells- jökuls málaður Eitt af verkum sýningarinnar 46 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 BÓKIN Konur eftir Steinar Braga seldist upp nokkrum dögum fyrir jól og ekki vannst tími til þess að endurprenta hana. Nú hafa náðst samningar um að bókin verði endur- prentuð í kilju undir merkjum Máls og menningar, en fyrri útgefandi var Nýhil. Í frétt frá útgáfunni segir: „Kiljan kemur út um næstu mánaðamót og þá munu þeir sem ekki nældu sér í eintak fyrir jólin geta sökkt sér í þessa mögnuðu skáldsögu sem hlaut fádæma góðar viðtökur; t.d. fimm stjörnur í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og DV.“ Steinar Bragi (f. 1975) hefur áður sent frá sér fimm ljóða- bækur og fjórar skáldsögur. Bókmenntir Konur til Máls og menningar Steinar Bragi VERK Kjarvals munu þekja alla veggi, frá gólfi til lofts, í austursal Kjarvalsstaða á sér- stæðri sýningu sem opnuð verður á morgun kl. 14. Sýn- ingin er í anda svokallaðra sa- lon-sýninga, sem tíðkuðust á árum áður. Á sýningunni gefst gestum kostur á að líta nánast alla safneign Listasafns Reykjavíkur á verkum hins dáða listamanns. Kjarvalssafneign Listasafns Reykjavíkur samanstendur af 3.348 verkum eftir listamanninn; 3.189 teikningum og 159 mál- verkum. Sýningarstjóri er Helga Lára Þorsteins- dóttir. Opið er alla daga á Kjarvalsstöðum frá kl. 10-17 og er aðgangur ókeypis. Myndlist Mynd af heild á Kjarvalsstöðum Jóhannes Kjarval Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is SÝNINGIN sem Halldór Ásgeirsson opnar í nýj- um salarkynnum Gallery Turpentine í dag, á Skólavörðustíg 14, nefnist Sálarskipið og er til- vísun í ljóð Bólu-Hjálmars. Ljóðið var ort um miðja nítjándu öld en listamaðurinn segir það ekki síður eiga erindi við Íslendinga í dag. „Sálarskipið er stór ljósmynd af síðutogara sem er að sökkva,“ segir Halldór. „Ég hef sýnt þetta verk áður, í minningu Dieter Roth, en ég set það upp aftur því það er svo táknrænt fyrir ástandið í þjóðfélaginu í dag. Bólu-Hjálmar var eitt eftirlætisskáld Dieters. Þegar ég kynntist honum á Seyðisfirði sumarið 1996 fór ég til hans á kvöldin og las fyrir hann upp úr Bólu-Hjálmari. Það var mjög sérstakt.“ Innsetning á sýningunni byggist á fjórum hraunsteinum sem Halldór hefur brætt saman, en þeir eru úr eldfjöllunum Heklu, Puy de Dome í Frakklandi, Vesúvíusi á Ítalíu og Fuji í Japan. Steinarnir eiga í samræðu við máluð tákn á svört- um plexiplötum; myndmálið er sótt í hraunið. „Þetta er framhald af verki sem ég vann í Lista- safni ASÍ á Listahátíð í vor. Þá hengdi ég þessa fjóra steina í tré fyrir utan safnið. Nú eru stein- arnir komnir inn í galleríið og ég bræði þá saman. Á veggjunum er ég með blekteikningar gerðar með kalligrafíupensli á gamlan japanskan pappír sem ég tók upp úr gömlum bókum. Það eru tákn á honum, gamall kínverskur heimspekitexti. Ég gerði þessi verk árið 2007, þegar ég bjó í Kyoto í Japan – ég er að fanga ákveðnar stemningar.“ Á miðju gólfi er stöpull fylltur vatni, sem Hall- dór hyggst setja blátt blek út í, og á stöplinum er einnig gríma sem hann hefur þakið með hraun- glerungi sem féll til þegar hraungrýtið var brætt. „Ég er manna spenntastur að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir hann. „Maður er alltaf að vinna út frá sömu rót, það sprettur upp af henni aftur og aftur, bara í nýjum birtingarformum.“ Táknrænt fyrir ástandið  Halldór Ásgeirsson sýnir bráðið hraun og kalligrafíuteikningar í Sálarskipinu  Hraunmolarnir fengnir úr eldfjöllum á Íslandi, Frakklandi, Japan og Ítalíu Morgunblaðið/Einar Falur Bræðingur Halldór við plötur sem hann hefur málað hraunkveikt form á. Í baksýn eru brædd grjótin. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞAÐ kom aldrei annað til greina hjá okkur en vera í Iðnó,“ segir Sveinn Einarsson. Þau Vig- dís Finnbogadóttir, sem bæði eru fyrrverandi leikhússtjórar þar í húsinu, eru í forsvari fyrir Vonarstrætisleikhúsið sem stendur þar fyrir leiklestri á leikverkinu Kaupmannahöfn eftir Michael Frayn á þriðjudags- og miðvikudags- kvöld í næstu viku, klukkan 20.00. Árni Berg- mann þýddi verkið og Páll Ragnarsson er ljósahönnuður. Sveinn leikstýrir. „Við Vigdís höfum stundum verið að leika okkur að hugmyndum um svona leikhús. Vig- dís sagði stundum að þegar hún hætti sem for- seti myndi hún stofna barnaleikhús. En hún var kölluð til svo margra starfa að það gafst ekki tími. Ég hef verið meira og minna viðloð- andi leikhúsið. Þegar maður er með þessa bakteríu, og hefur stýrt leikhúsi með sæmileg- um sóma, þá vill maður halda því áfram. Við erum óháð öðrum sjónarmiðum en því að velja verk sem við teljum að eigi erindi við samtímann, eins og sannarlega er raunin með þetta stykki. Það má spyrja hvort við getum ekki dregið lærdóm af því varðandi þann vanda sem við stöndum andspænis í dag. Þarna er fjallað um ábyrgð vísindamanna, ekki gagnvart vísindunum einum heldur líka sam- félagslega, og ábyrgð stjórnmálamanna gagn- vart vísindamönnunum og því sem þeir komast að. Þetta má heimfæra yfir á okkar tíma, þeg- ar umræðan snýst öll um ábyrgð fjármála- manna, stjórnmálamanna og þeirra sem eru í forsvari fyrir okkar regluverk.“ Leikskáldið veltir fyrir sér frægum fundi vísindamannna Niels Bohr og Werners Hei- senberg í Kaupmannahöfn árið 1941, en þeir komu báðir að þróun kjarnorkuvopna. „Þetta er afskaplega virtur og fimur höf- undur og tvö verka hans hafa verið sett upp hér á landi. Kaupmannahöfn kom fram árið 1998 og var strax sett upp víða. Það vakti reyndar strax svo miklar umræður að Frayn breytti því eftir frumsýninguna. Þegar það var sýnt í Bandaríkjunum var það í þessari nýju gerð, og samt urðu miklar umræður. Fjöldi raunvísindamanna tók til máls og vildi lýsa sinni skoðun. En það veit enginn hvað þeim Bohn og Heisenberg fór á milli. Þetta er afar spennandi verk,“ segir Sveinn. Leikarar eru þau Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður Dan og Jakob Þór Einarsson. Þegar Sveinn er spurður hvort þau Vigdís séu farin að skipuleggja önnur verkefni, segir hann það fara eftir viðtökum þessa verks. „Ef það er gerður góður rómur að þessu þá erum við vís til þess. Við erum með fullt af góðum hugmyndum um leikrit.“ Með þessa bakteríu Nýtt leikfélag Vigdísar Finnbogadóttur og Sveins Einarssonar flytur verk um ábyrgð vísindamanna Morgunblaðið/Golli Vonarstrætisleikhúsið Vigdís og Sveinn með leikurunum Þorsteini Gunnarssyni, Valgerði Dan og Jakobi Þór Einarssyni, við Iðnó þar sem Kaupmannahöfn verður leiklesið í næstu viku. EINN skelfileg- asti tryllir síð- ustu aldar er án efa Shining eftir Stanley Kubrick eftir sögu Steph- ens Kings, um rithöfundinn Jack Torrance leikinn af Jack Nicholson, sem sest að á yfirgefnu hóteli um há- vetur með fjölskyldu sinni í þeim tilgangi að skrifa bók. Bók- arskrifin virðast ganga vel, þar til eiginkona Jacks kemst að því að allt og sumt sem hann hefur skrif- að er ein setning, endurtekin í sí- fellu: „All work and no play makes Jack a dull boy.“ Nú hefur listamaður í New York skrifað 80 síðna bók í nafni Jacks Torrance. Phil Buehler heit- ir maðurinn og kveðst vera ein- lægur aðdáandi Kubricks og Kings. „Sjálfsagt hefur hug- myndin verið að gerjast með mér í áraraðir,“ segir Buehler í samtali við breska blaðið Guardian. Bue- hler hefur haft hraðar hendur, því það var ekki fyrr en um jólin að hann ákvað að ráðast í verkið. Og hvað er í bókinni? Jú, setningin skuggalega, en útfærð í ótal til- brigðum í umbroti. „Ég ákvað að halda mig við þess konar útlit sem ritvél Jacks Torrance hefði ráðið við, en langaði líka að kanna hvernig síðurnar hefðu litið út ef Torrance hefði lifað það að verða enn geðveikari.“ Buehler við- urkennir að hafa fengið ritstíflu eftir 60 síður, en eftir viku hvíld frá skrifunum hafi hann getað klárað hana. Jack Torr- ance loks kominn út Aðdáandi Shining skrif- ar bók geðsjúklingsins Jack Torrance BANDARÍKJASTJÓRN ætlar að eyða andvirði tæpra níutíu milljóna króna í endurreisn Babýlon, hinnar fornu borgar Mesapótamíu í Írak. Í tíð Saddams Husseins var mikil vinna lögð í fornleifauppgröft og endur- reisn staðarins, en í stríðinu fóru þjóf- ar ránshendi um fornminjar sem þar hafði verið komið fyrir. Verkið verður unnið í samvinnu við Íraka. Babýlon rís Halldór Ásgeirsson hefur síðustu árin unnið markvisst að verkum úr hrauni sem hann bræðir. „Hraun og eldfjöll heilla mig. Nú er ég að fara að vinna með Haraldi Sigurðssyni eld- fjallafræðingi. Ég er listamaður og hann vís- indamaður, en ástríðan fyrir eldfjöllum er sú sama. Við ætlum að vinna að stóru verkefni á næstu árum, samtali vísindamanns og lista- manns um eldfjöll.“ Halldór segir margt framundan hjá sér. Í sumar hefur honum verið boðið að vera með vatnsgjörninga á tónlistarhátíð sem haldin er í Danmörku. Þangað er boðið listamönnum sem vinna í ólíkum greinum. Þá er hann að vinna að stóru verki sem verður hluti af ný- byggingu Háskólans í Reykjavík. „Verkið er einskonar sólúr í yfirbyggðu hringtorgi; göt í hvelfingunni með lituðu gleri sem birtu er hleypt inn um. Ég nota bygginguna til að búa til hringsjá ljóssins,“ segir hann. Vatnsgjörningar og sólúr Þetta er nú svolítið mikið og er eiginlega pínulítið óhugnanlegt. 48 »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.